Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:51 Það hefur lítið farið fyrir umræðu um umhverfismál og loftslagsvandann í kosningabaráttunni sem nú er að ljúka. Með einni skýrri undantekningu virðast þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til þings ætla að leiða málið hjá sér. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, hefur spurt hvort réttlætanlegt sé að núlifandi kynslóðir gangi svo freklega á takmarkaðar auðlindir jarðar að æ minna verði til skiptanna fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma. Undir spurninguna tekur formaður Ungra umhverfissinna, Finnur Ricart Andrason, og býður sig fram til þings fyrir hönd yngstu kynslóðarinnar. Ég kannast vel við málflutning þessa unga manns, því til hans hefur heyrst í ljósvakamiðlum á undangengnum árum, þegar náttúruvá, hlýnun jarðar og loftslagsvandinn hafa verið til umræðu. Hann er sérfræðingur á sviðinu og gerir framúrskarandi vel grein fyrir því hversu mikilsverð umhverfismálin eru af því „róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál.“ Með öðrum orðum: Gott samfélag manna byggist á því að jafnvægi náttúrunnar raskist ekki svo stórlega að maðurinn missi tökin á umhverfi sínu. Álit Loftslagsráðs Á dögunum birti Loftslagsráð álit sitt á endurskoðaðri Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Álitið hljómar sem neyðaróp. Í inngangi segir: „ Það stefnir í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Sú röskun á loftslagi af mannavöldum sem þessu veldur hefur þegar aukið tíðni og umfang hamfara um heim allan með umtalsverðu eigna- og manntjóni. Hætturnar stigmagnast, áhrifin verða sífellt áþreifanlegri, fórnarlömbum fjölgar og vandinn verður erfiðari viðureignar með hverju árinu sem líður.“ Skemmst er að minnast flóðanna í kringum Valencia á Spáni, þar sem á þriðja hundrað manns týndi lífi og gríðarleg eyðilegging blasti við. Í Noregi hafa ár og fljót ítrekað flætt yfir bakka sín og valdið miklum usla. Strandbyggðir og eyjar víða um heim eru að sökkva í sæ vegna hækkandi sjávarmáls. Skógareldar æða yfir æ stærri landsvæði og ógna búsvæðum dýra og manna. Freðmýrar þiðna og losa háskalegar gróðurhúsaloftegundir. Hér á landi hafa ofsarigningar valdið aurskriðum úr fjöllum á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum og stórskaðað blómleg byggðarlög, mannvirki og mikilvæga innviði. Þetta blasir við öllum sem ekki snúa sér undan. Loftslagsráð telur upp alvarlegustu gallana á Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda hve hún sé ómarkviss og vanfjármögnuð, henni sé ekki skipt í áfanga og aðeins lítill hluti þeirra fjölmörgu hugmynda sem eru í áætluninni hafa verið metinn með tilliti til loftslagsávinnings, kostnaðar og ábata. En því fyrr sem brugðist er við því meiri verður ábatinn. Hófstilling í ágangi á auðlindir tryggir fleirum gott eða bærilegt líf. Enginn Svartur fössari Loftslagsvandinn mun ekki hverfa þótt flestar stjórnmálahreyfingar og stór hluti kjósenda virðist ætla að leiða hann hjá sér í þessum kosningum. Hitinn verður óbærilegur mönnum á stækkandi svæðum jarðkringlunnar, þótt við hér á Íslandi gætum lent í kuldapolli, vegna breytinga á hafstraumum í sjónum umhverfis okkur. Veðrakerfin eru samtengd um alla jörð og það gildir enginn Svartur fössari og 70 % afsláttur á Íslandi frekar en annars staðar. Við erum ekki stikkfrí! Látum rödd ungra umhverfissina ná inn á alþingi. Tryggjum að Finnur Ricard Andrason ná kjöri fyrir VG. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Það hefur lítið farið fyrir umræðu um umhverfismál og loftslagsvandann í kosningabaráttunni sem nú er að ljúka. Með einni skýrri undantekningu virðast þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til þings ætla að leiða málið hjá sér. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, hefur spurt hvort réttlætanlegt sé að núlifandi kynslóðir gangi svo freklega á takmarkaðar auðlindir jarðar að æ minna verði til skiptanna fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma. Undir spurninguna tekur formaður Ungra umhverfissinna, Finnur Ricart Andrason, og býður sig fram til þings fyrir hönd yngstu kynslóðarinnar. Ég kannast vel við málflutning þessa unga manns, því til hans hefur heyrst í ljósvakamiðlum á undangengnum árum, þegar náttúruvá, hlýnun jarðar og loftslagsvandinn hafa verið til umræðu. Hann er sérfræðingur á sviðinu og gerir framúrskarandi vel grein fyrir því hversu mikilsverð umhverfismálin eru af því „róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál.“ Með öðrum orðum: Gott samfélag manna byggist á því að jafnvægi náttúrunnar raskist ekki svo stórlega að maðurinn missi tökin á umhverfi sínu. Álit Loftslagsráðs Á dögunum birti Loftslagsráð álit sitt á endurskoðaðri Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Álitið hljómar sem neyðaróp. Í inngangi segir: „ Það stefnir í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Sú röskun á loftslagi af mannavöldum sem þessu veldur hefur þegar aukið tíðni og umfang hamfara um heim allan með umtalsverðu eigna- og manntjóni. Hætturnar stigmagnast, áhrifin verða sífellt áþreifanlegri, fórnarlömbum fjölgar og vandinn verður erfiðari viðureignar með hverju árinu sem líður.“ Skemmst er að minnast flóðanna í kringum Valencia á Spáni, þar sem á þriðja hundrað manns týndi lífi og gríðarleg eyðilegging blasti við. Í Noregi hafa ár og fljót ítrekað flætt yfir bakka sín og valdið miklum usla. Strandbyggðir og eyjar víða um heim eru að sökkva í sæ vegna hækkandi sjávarmáls. Skógareldar æða yfir æ stærri landsvæði og ógna búsvæðum dýra og manna. Freðmýrar þiðna og losa háskalegar gróðurhúsaloftegundir. Hér á landi hafa ofsarigningar valdið aurskriðum úr fjöllum á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum og stórskaðað blómleg byggðarlög, mannvirki og mikilvæga innviði. Þetta blasir við öllum sem ekki snúa sér undan. Loftslagsráð telur upp alvarlegustu gallana á Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda hve hún sé ómarkviss og vanfjármögnuð, henni sé ekki skipt í áfanga og aðeins lítill hluti þeirra fjölmörgu hugmynda sem eru í áætluninni hafa verið metinn með tilliti til loftslagsávinnings, kostnaðar og ábata. En því fyrr sem brugðist er við því meiri verður ábatinn. Hófstilling í ágangi á auðlindir tryggir fleirum gott eða bærilegt líf. Enginn Svartur fössari Loftslagsvandinn mun ekki hverfa þótt flestar stjórnmálahreyfingar og stór hluti kjósenda virðist ætla að leiða hann hjá sér í þessum kosningum. Hitinn verður óbærilegur mönnum á stækkandi svæðum jarðkringlunnar, þótt við hér á Íslandi gætum lent í kuldapolli, vegna breytinga á hafstraumum í sjónum umhverfis okkur. Veðrakerfin eru samtengd um alla jörð og það gildir enginn Svartur fössari og 70 % afsláttur á Íslandi frekar en annars staðar. Við erum ekki stikkfrí! Látum rödd ungra umhverfissina ná inn á alþingi. Tryggjum að Finnur Ricard Andrason ná kjöri fyrir VG. Höfundur er rithöfundur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun