Innlent

Ó­breytt skóla­hald í Sunnulækjarskóli eftir helgi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hermann Örn skólastjóri segist ekki geta metið tjónið að svo stöddu vegna lekans en segist vonast til að skólastarf verði með óbreyttu sniði eftir helgi.
Hermann Örn skólastjóri segist ekki geta metið tjónið að svo stöddu vegna lekans en segist vonast til að skólastarf verði með óbreyttu sniði eftir helgi. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nemendur í 5. til 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi gátu ekki mætt í skólann í morgun vegna vatnsleka, sem varð á þeirra svæði í nótt. Slökkviliðið sá um hreinsunarstarf í morgun en reiknað er með að skólastarf verið með óbreyttu sniði eftir helgi.

Hermann Örn Kristjánsson, skólastjóri Sunnulækjarskóla var vakin upp um klukkan fimm í nótt þar sem honum var tilkynnt um mikinn vatnsleka í skólanum en hitaeliment á þaki skólans hafði gefið sig. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu komu fljótt á staðinn og hófu þau störf, sem þarf að vinna þegar um vatnsleka er að ræða. Allt rafmagns sló út þar sem vatnslekinn var og nemendum í fimmta til tíunda bekk var tilkynnt að ekki yrði kennsla í skólanum í dag en vatnslekinn varð á þeirra svæði. Nemendur í 1. til 4. bekk mættu hins vegar í skólann í morgun.

Slökkviliðsmenn við störf í skólanum í morgun.Aðsend

Í dag átti að vera skreytingadagur í Sunnulækjarskóla en hann fór meira og minna út um þúfur vegna vatnslekans.

Hermann Örn skólastjóri segist ekki geta metið tjónið að svo stöddu vegna lekans en segist vonast til að skólastarf verði með óbreyttu sniði eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×