Körfubolti

Finnskur lands­liðs­maður til Kefla­víkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Remu Raitanen í leik með San Francisco háskólanum.
Remu Raitanen í leik með San Francisco háskólanum. getty/Robert Johnson

Bikarmeistarar Keflavíkur hafa samið við Remu Raitanen sem hefur leikið rúmlega fjörutíu leiki fyrir finnska körfuboltalandsliðið.

Keflvíkingar greindu frá komu hins 27 ára Raitanens í dag. Hann er framherji sem telur 2,06 metra. 

Raitanen hefur leikið í efstu deildum í Finnlandi, Spáni og Slóvakíu. Hann var einnig fjögur ár í San Francisco háskólanum (2016-20).

Tímabilið 2021-22 var Raitanen valinn besti leikmaður finnsku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með KTP Basket.

Keflavík tekur á móti Grindavík í 8. umferð Bónus deildarinnar í dag. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×