Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 16:22 Ég hef oftast forðast það að tala um stjórnmál á kaffistofunni í vinnunni, matarboðum og þess háttar. Mér finnst oft of mikill hiti færast í umræðuna, fólk getur orðið persónulegt og tekið hlutunum persónulega. Hins vegar brenn ég líka fyrir því að búa í réttlátara samfélagi og sérstaklega þegar kemur að vaxtagjöldum og útgjöldum heimilanna yfir höfuð. Það var þess vegna sem Viðreisn höfðaði strax til mín, flokkurinn fer í málefnin frekar en manninn og leggur mikið upp úr því að koma málefnalega fram. Ég vil geta rætt við fólk með aðrar skoðanir en ég á málefnalegan hátt. Eftir að hafa kosið Viðreisn í mörg ár er ég nú á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Margir í kringum mig hafa spurt mig af hverju Viðreisn? Hér eru fimm ástæður af hverju ég er á lista hjá og af hverju ég kýs Viðreisn. Betri vaxtakjör fyrir heimilin í landinu. Íslensk heimili búa því miður við séríslenskt vaxtaokur. Við búum við svipaða vexti og í stríðshrjáðum löndum. Við höfum eflaust flest rætt vaxtakjör og húsnæðislánakerfi við fólk sem býr í öðrum Evrópulöndum. Maður upplifir hálfgert vonleysi að ræða vaxtaokrið og verðtryggð lán, fólk einfaldlega skilur þetta ekki. Ég er ekki hissa.Viðreisn er með skammtímalausnir til þess að lækka vexti strax, m.a. með því að hagræða í ríkisrekstri. Ríkið er eins og staðan er núna rekið á yfirdrætti og hefur verið í mörg ár. Langtímalausnin og langtíma markmið Viðreisnar er að taka upp eða tengja gengi krónu við stöðugri gjaldmiðil. Því það má ekki gleyma því að jafnvel í góðu árferði erum við að borga margfalt hærri vexti en þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Hagræðing í ríkisrekstri Eins og ég kom að hér að ofan, hefur ríkið verið að eyða um efni fram. Ríkið er rekið á yfirdrætti. Það þarf að fara í tiltekt í ríkisrekstrinum, t.d. með því að fækka ráðuneytum, selja hluti ríkisins í Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að gera til þess að lækka skuldir ríkissjóðs og í kjölfarið lækka vaxtagjöld ríkisins. Aðgerðir í geðheilbrigðismálum Annað mál sem skiptir mig miklu máli eru geðheilbrigðismál. Við höfum flest eða þekkjum einhvern nálægt okkur sem hefur þurft að nýta sér sálfræðiþjónustu. Það hef ég meðal annars þurft að gera og það hefði heldur betur munað hefði sú þjónusta verið niðurgreidd. Því miður hafa ekki allir tök á því að borga um 25.000 krónur þegar þeir þurfa að leita til sálfræðings. Viðreisn hefur barist fyrir því að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir öll. Þingið samþykkti málið en hefur ekki forgangsraðað fjármunum í það. Ég er sannfærð um það að þegar Viðreisn kemst í ríkisstjórn mun flokkurinn klára málið. Kosning um Evrópusambands aðild Ég er sjálf Evrópusinni, og tel að hagsmunum Íslands sé betur borgin innan Evrópusambandsins og vil að þjóðin fái að kjósa um aðild. Það er ekki réttlát fyrir mér að nokkrir aðilar ákveði hvort okkur sé betur borgið innan sambandsins eða ekki. Það er hjartans mál fyrir Viðreisn að þjóðin fái að velja og ekki síst unga fólksins, hvernig þeirra framtíð á að vera. Ríkið borgar líka ofurvexti rétt eins og heimilin. Sú staðreynd að fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagjöld er grátlegt. Eins og heimilin í landinu þá er íslenska ríkið að borga mikið hærri vexti en þau lönd sem við berum okkur saman við. Samantekið eru þetta helstu ástæður þess að ég ætla að kjósa Viðreisn í kosningunum á morgun og hvet þig til þess að gera hið sama. Breytum þessu saman! Höfundur skipar 13. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég hef oftast forðast það að tala um stjórnmál á kaffistofunni í vinnunni, matarboðum og þess háttar. Mér finnst oft of mikill hiti færast í umræðuna, fólk getur orðið persónulegt og tekið hlutunum persónulega. Hins vegar brenn ég líka fyrir því að búa í réttlátara samfélagi og sérstaklega þegar kemur að vaxtagjöldum og útgjöldum heimilanna yfir höfuð. Það var þess vegna sem Viðreisn höfðaði strax til mín, flokkurinn fer í málefnin frekar en manninn og leggur mikið upp úr því að koma málefnalega fram. Ég vil geta rætt við fólk með aðrar skoðanir en ég á málefnalegan hátt. Eftir að hafa kosið Viðreisn í mörg ár er ég nú á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Margir í kringum mig hafa spurt mig af hverju Viðreisn? Hér eru fimm ástæður af hverju ég er á lista hjá og af hverju ég kýs Viðreisn. Betri vaxtakjör fyrir heimilin í landinu. Íslensk heimili búa því miður við séríslenskt vaxtaokur. Við búum við svipaða vexti og í stríðshrjáðum löndum. Við höfum eflaust flest rætt vaxtakjör og húsnæðislánakerfi við fólk sem býr í öðrum Evrópulöndum. Maður upplifir hálfgert vonleysi að ræða vaxtaokrið og verðtryggð lán, fólk einfaldlega skilur þetta ekki. Ég er ekki hissa.Viðreisn er með skammtímalausnir til þess að lækka vexti strax, m.a. með því að hagræða í ríkisrekstri. Ríkið er eins og staðan er núna rekið á yfirdrætti og hefur verið í mörg ár. Langtímalausnin og langtíma markmið Viðreisnar er að taka upp eða tengja gengi krónu við stöðugri gjaldmiðil. Því það má ekki gleyma því að jafnvel í góðu árferði erum við að borga margfalt hærri vexti en þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Hagræðing í ríkisrekstri Eins og ég kom að hér að ofan, hefur ríkið verið að eyða um efni fram. Ríkið er rekið á yfirdrætti. Það þarf að fara í tiltekt í ríkisrekstrinum, t.d. með því að fækka ráðuneytum, selja hluti ríkisins í Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að gera til þess að lækka skuldir ríkissjóðs og í kjölfarið lækka vaxtagjöld ríkisins. Aðgerðir í geðheilbrigðismálum Annað mál sem skiptir mig miklu máli eru geðheilbrigðismál. Við höfum flest eða þekkjum einhvern nálægt okkur sem hefur þurft að nýta sér sálfræðiþjónustu. Það hef ég meðal annars þurft að gera og það hefði heldur betur munað hefði sú þjónusta verið niðurgreidd. Því miður hafa ekki allir tök á því að borga um 25.000 krónur þegar þeir þurfa að leita til sálfræðings. Viðreisn hefur barist fyrir því að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir öll. Þingið samþykkti málið en hefur ekki forgangsraðað fjármunum í það. Ég er sannfærð um það að þegar Viðreisn kemst í ríkisstjórn mun flokkurinn klára málið. Kosning um Evrópusambands aðild Ég er sjálf Evrópusinni, og tel að hagsmunum Íslands sé betur borgin innan Evrópusambandsins og vil að þjóðin fái að kjósa um aðild. Það er ekki réttlát fyrir mér að nokkrir aðilar ákveði hvort okkur sé betur borgið innan sambandsins eða ekki. Það er hjartans mál fyrir Viðreisn að þjóðin fái að velja og ekki síst unga fólksins, hvernig þeirra framtíð á að vera. Ríkið borgar líka ofurvexti rétt eins og heimilin. Sú staðreynd að fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagjöld er grátlegt. Eins og heimilin í landinu þá er íslenska ríkið að borga mikið hærri vexti en þau lönd sem við berum okkur saman við. Samantekið eru þetta helstu ástæður þess að ég ætla að kjósa Viðreisn í kosningunum á morgun og hvet þig til þess að gera hið sama. Breytum þessu saman! Höfundur skipar 13. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar