Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 02:39 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar ætlar að vaka lengur. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segist engar áhyggjur hafa af sinni eigin framtíð né heldur af framtíð flokksins. Hann segir það ekki hafa verið mistök að hafa gefið eftir sæti sitt sem oddvita. Útlit er fyrir að hann muni ekki ná sæti á þingi ef miðað er við talningar í kosningunum þegar þetta er skrifað. „Ég hafði svo sem væntingar itl þess að þetta myndi ganga heldur betur en það eru vissulega hreyfingar ennþá og nóttin er ung. Ég vona enn að við fáum eitthvað skárri tölur sem væru ásættanlegri, þetta eru auðvitað vonbrigði, það eru engin spurning,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Kristínu Ólafsdóttur fréttakonu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Líkt og fram hefur komið gaf Sigurður Ingi oddvitasæti sitt eftir í Suðurkjördæmi til Höllu Hrundar. Hann segist ekki telja að það hafi verið mistök. „Mér finnst miklu gáfulegra að spila sókn. Sýnist þetta gilda yfir öll kjördæmin, ég hafði væntingar um að þetta yrði betra en tölurnar hafa lagast þegar það koma nýjar tölur, kannski heldur það áfram í nótt og þetta endar ásættanlega.“ Sigurður segist ætla að taka samtalið um stöðu sína sem formaður í flokknum þegar talið hafi verið upp úr öllum kössum. Hann segist ekki vera að velta stöðu sinni fyrir sér. Flokkurinn hafi unnið góðan sigur í síðustu tvennum kosningum, hann hafi náð ákveðinni kjölfestu. Hann segir augljóst að um áfellisdóm yfir ríkisstjórninni sé að ræða. „Það er augljóst. Fólkið í landinu kallar eftir breytingum. Fólkið í stjórnarandstöðunni segir að allt sé í skralli og ætlar að laga allt. Ég segi bara gjöriði svo vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist ekki vera farinn að huga að því hvað hann ætli að gera ef hann kemst ekki inn á þing. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af minni framtíð og hef heldur ekki áhyggjur af framtíð Framsóknarflokksins. Ef niðurstaðan verður óásættanleg þá munum við skoða það.“ Ekkert farinn að huga að þinni framtíð? „Hún er bara spennandi, ég er ungur maður.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
„Ég hafði svo sem væntingar itl þess að þetta myndi ganga heldur betur en það eru vissulega hreyfingar ennþá og nóttin er ung. Ég vona enn að við fáum eitthvað skárri tölur sem væru ásættanlegri, þetta eru auðvitað vonbrigði, það eru engin spurning,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Kristínu Ólafsdóttur fréttakonu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Líkt og fram hefur komið gaf Sigurður Ingi oddvitasæti sitt eftir í Suðurkjördæmi til Höllu Hrundar. Hann segist ekki telja að það hafi verið mistök. „Mér finnst miklu gáfulegra að spila sókn. Sýnist þetta gilda yfir öll kjördæmin, ég hafði væntingar um að þetta yrði betra en tölurnar hafa lagast þegar það koma nýjar tölur, kannski heldur það áfram í nótt og þetta endar ásættanlega.“ Sigurður segist ætla að taka samtalið um stöðu sína sem formaður í flokknum þegar talið hafi verið upp úr öllum kössum. Hann segist ekki vera að velta stöðu sinni fyrir sér. Flokkurinn hafi unnið góðan sigur í síðustu tvennum kosningum, hann hafi náð ákveðinni kjölfestu. Hann segir augljóst að um áfellisdóm yfir ríkisstjórninni sé að ræða. „Það er augljóst. Fólkið í landinu kallar eftir breytingum. Fólkið í stjórnarandstöðunni segir að allt sé í skralli og ætlar að laga allt. Ég segi bara gjöriði svo vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist ekki vera farinn að huga að því hvað hann ætli að gera ef hann kemst ekki inn á þing. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af minni framtíð og hef heldur ekki áhyggjur af framtíð Framsóknarflokksins. Ef niðurstaðan verður óásættanleg þá munum við skoða það.“ Ekkert farinn að huga að þinni framtíð? „Hún er bara spennandi, ég er ungur maður.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira