Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar 3. desember 2024 18:00 Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi en áframhaldandi vöxtur útflutningstekna er forsenda þess að hægt sé að fjárfesta áfram í öflugu heilbrigðis- og velferðarkerfi, innviðum og menntun. Stjórnvöld spila stórt hlutverk í að skapa forsendur fyrir verðmætasköpun. Þar spilar margt inn í, löggjöf og regluverk, umgjörð erlendrar fjárfestingar, skilvirkni stofnana sem fara með eftirlit og leyfisveitingar með atvinnustarfsemi og hagsmunagæsla á alþjóðavettvangi, þá sérstaklega gagnvart EES-samningnum og Evrópusambandinu. Það skiptir líka máli að skilaboð stjórnvalda séu skýr og ráðuneyti og stofnanir gangi í takti við ráðherra og þeirra sýn og stefnu. Lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi í öllum alþjóðlegum samanburði á flesta mælikvarða. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er undirstaða hagsældar hér á landi. Það eru blikur á lofti varðandi útflutningshagsmuni Íslands en fram undan gætu verið tollahækkanir í Bandaríkjunum og Evrópu. Í því samhengi þarf að stunda virka hagsmunagæslu í samráði við okkar helstu samstarfsríki á alþjóðavettvangi. Þetta verður brýnt verkefni hjá næstu ríkisstjórn. Við eigum ríka hagsmuni af velgengni Evrópu sem efnahagssvæðis og þurfum að gæta hagsmuna okkar bæði til austurs og vesturs. Á sama tíma eru tækifærin óþrjótandi, en það þarf að sækja þau. Það hefur svo sannarlega verið gert á síðustu árum. Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar verði vel yfir 300 milljörðum króna í ár. Það eru mikil tímamót í íslensku efnahagslífi. Eitt af síðustu verkum Alþingis fyrir kosningar var viðhalda öflugu hvatakerfi fyrir fjárfestingar í nýsköpun og þar með styðja við áframhaldandi vöxt í hugverkaiðnaði. Þetta skiptir máli og skapar grundvöll fyrir stóraukna verðmætasköpun á næstu árum og aukna framleiðni í hagkerfinu. Framleiðni og lífskjör þjóða haldast í hendur. Innan raða Samtaka iðnaðarins eru tvær af fjórum útflutningsstoðum Íslands, en ásamt hugverkaiðnaði eru samtökin málsvari orkusækins iðnaðar. Samanlagt nam útflutningur þessara tveggja greina um 700 milljörðum króna á síðasta ári. Aukið framboð af raforku skiptir máli fyrir verðmætasköpun um allt land og því mikilvægt að ný ríkisstjórn tryggi skilyrði fyrir aukna græna orkuöflun í landinu. Mörg stór og aðkallandi verkefni bíða næstu ríkisstjórnar. Forsenda sterks ríkissjóðs sem hefur bolmagn í að fjárfesta í uppbyggingu mikilvægustu kerfa og innviða samfélagsins er verðmætasköpun. Stóra spurningin er því hvort næsta ríkisstjórn verði ríkisstjórn verðmætasköpunar og nái þar með raunverulegum árangri fyrir samfélagið allt. Höfundur er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sigríður Mogensen Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi en áframhaldandi vöxtur útflutningstekna er forsenda þess að hægt sé að fjárfesta áfram í öflugu heilbrigðis- og velferðarkerfi, innviðum og menntun. Stjórnvöld spila stórt hlutverk í að skapa forsendur fyrir verðmætasköpun. Þar spilar margt inn í, löggjöf og regluverk, umgjörð erlendrar fjárfestingar, skilvirkni stofnana sem fara með eftirlit og leyfisveitingar með atvinnustarfsemi og hagsmunagæsla á alþjóðavettvangi, þá sérstaklega gagnvart EES-samningnum og Evrópusambandinu. Það skiptir líka máli að skilaboð stjórnvalda séu skýr og ráðuneyti og stofnanir gangi í takti við ráðherra og þeirra sýn og stefnu. Lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi í öllum alþjóðlegum samanburði á flesta mælikvarða. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er undirstaða hagsældar hér á landi. Það eru blikur á lofti varðandi útflutningshagsmuni Íslands en fram undan gætu verið tollahækkanir í Bandaríkjunum og Evrópu. Í því samhengi þarf að stunda virka hagsmunagæslu í samráði við okkar helstu samstarfsríki á alþjóðavettvangi. Þetta verður brýnt verkefni hjá næstu ríkisstjórn. Við eigum ríka hagsmuni af velgengni Evrópu sem efnahagssvæðis og þurfum að gæta hagsmuna okkar bæði til austurs og vesturs. Á sama tíma eru tækifærin óþrjótandi, en það þarf að sækja þau. Það hefur svo sannarlega verið gert á síðustu árum. Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar verði vel yfir 300 milljörðum króna í ár. Það eru mikil tímamót í íslensku efnahagslífi. Eitt af síðustu verkum Alþingis fyrir kosningar var viðhalda öflugu hvatakerfi fyrir fjárfestingar í nýsköpun og þar með styðja við áframhaldandi vöxt í hugverkaiðnaði. Þetta skiptir máli og skapar grundvöll fyrir stóraukna verðmætasköpun á næstu árum og aukna framleiðni í hagkerfinu. Framleiðni og lífskjör þjóða haldast í hendur. Innan raða Samtaka iðnaðarins eru tvær af fjórum útflutningsstoðum Íslands, en ásamt hugverkaiðnaði eru samtökin málsvari orkusækins iðnaðar. Samanlagt nam útflutningur þessara tveggja greina um 700 milljörðum króna á síðasta ári. Aukið framboð af raforku skiptir máli fyrir verðmætasköpun um allt land og því mikilvægt að ný ríkisstjórn tryggi skilyrði fyrir aukna græna orkuöflun í landinu. Mörg stór og aðkallandi verkefni bíða næstu ríkisstjórnar. Forsenda sterks ríkissjóðs sem hefur bolmagn í að fjárfesta í uppbyggingu mikilvægustu kerfa og innviða samfélagsins er verðmætasköpun. Stóra spurningin er því hvort næsta ríkisstjórn verði ríkisstjórn verðmætasköpunar og nái þar með raunverulegum árangri fyrir samfélagið allt. Höfundur er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar