„Menn ætla sér alla leið með þetta“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 20:44 Guðmundur Árni er spenntur fyrir komandi vikum. vísir/vilhelm Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. „Mér líst bara prýðilega á þetta. Það er góður andi í þessu og ég held að það séu öll efni til þess að þetta geti gengið ágætlega fyrir sig,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í efni fundarins við blaðamann og vísar á formennina. Guðmundur Árni var kjörinn varaformaður flokksins fyrir tveimur árum og gaf kost á sér í oddvitasæti flokksins í Suðuvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar en þurfti frá að hverfa af heilsufarsástæðnum. Hann var mættur ásamt Kristrúnu á fund dagsins með formönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Aðstoðarmenn þeirra formanna voru einnig á fundinum. „Ég er þarna til ráðgjafar og hjálpar og andinn var bara prýðilegur eins og ég held að hafi blasað við öllum eftir að þær kynntu framhaldið. Menn ætla bara að einbeita sér að vinnunni. Þetta er handavinna og umræða sem tekur sinn tíma. En upphafið er gott.“ Það virðast fáir möguleikar í stöðunni fyrir Samfylkingu til að komast í ríkisstjórn, aðrir en sú samsetning sem nú fundar saman. Eru þessar viðræður „make or break“ fyrir flokkinn? „Það eru allar stjórnarviðræður make or break. Nei, nei, menn ætla sér að fara alla leið með þetta, til þess er leikurinn gerður. Það eru bara einar viðræður í einu, það liggur ljóst fyrir.“ Hann segist sjálfur vera „sprækur eins og lækur“. „Ég er búinn að ná mér af þessum krankleika sem herjaði á, þannig ég er til í allt. Og spenntur fyrir komandi vikum. Ég reikna með því að verða þarna þangað til við leiðum allt til lykta. Svo verða aðilar kallaðir til eftir atvikum, og þörfum,“ segir Guðmundur Árni að lokum. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02 Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
„Mér líst bara prýðilega á þetta. Það er góður andi í þessu og ég held að það séu öll efni til þess að þetta geti gengið ágætlega fyrir sig,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í efni fundarins við blaðamann og vísar á formennina. Guðmundur Árni var kjörinn varaformaður flokksins fyrir tveimur árum og gaf kost á sér í oddvitasæti flokksins í Suðuvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar en þurfti frá að hverfa af heilsufarsástæðnum. Hann var mættur ásamt Kristrúnu á fund dagsins með formönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Aðstoðarmenn þeirra formanna voru einnig á fundinum. „Ég er þarna til ráðgjafar og hjálpar og andinn var bara prýðilegur eins og ég held að hafi blasað við öllum eftir að þær kynntu framhaldið. Menn ætla bara að einbeita sér að vinnunni. Þetta er handavinna og umræða sem tekur sinn tíma. En upphafið er gott.“ Það virðast fáir möguleikar í stöðunni fyrir Samfylkingu til að komast í ríkisstjórn, aðrir en sú samsetning sem nú fundar saman. Eru þessar viðræður „make or break“ fyrir flokkinn? „Það eru allar stjórnarviðræður make or break. Nei, nei, menn ætla sér að fara alla leið með þetta, til þess er leikurinn gerður. Það eru bara einar viðræður í einu, það liggur ljóst fyrir.“ Hann segist sjálfur vera „sprækur eins og lækur“. „Ég er búinn að ná mér af þessum krankleika sem herjaði á, þannig ég er til í allt. Og spenntur fyrir komandi vikum. Ég reikna með því að verða þarna þangað til við leiðum allt til lykta. Svo verða aðilar kallaðir til eftir atvikum, og þörfum,“ segir Guðmundur Árni að lokum.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02 Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02
Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28