„Menn ætla sér alla leið með þetta“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 20:44 Guðmundur Árni er spenntur fyrir komandi vikum. vísir/vilhelm Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. „Mér líst bara prýðilega á þetta. Það er góður andi í þessu og ég held að það séu öll efni til þess að þetta geti gengið ágætlega fyrir sig,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í efni fundarins við blaðamann og vísar á formennina. Guðmundur Árni var kjörinn varaformaður flokksins fyrir tveimur árum og gaf kost á sér í oddvitasæti flokksins í Suðuvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar en þurfti frá að hverfa af heilsufarsástæðnum. Hann var mættur ásamt Kristrúnu á fund dagsins með formönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Aðstoðarmenn þeirra formanna voru einnig á fundinum. „Ég er þarna til ráðgjafar og hjálpar og andinn var bara prýðilegur eins og ég held að hafi blasað við öllum eftir að þær kynntu framhaldið. Menn ætla bara að einbeita sér að vinnunni. Þetta er handavinna og umræða sem tekur sinn tíma. En upphafið er gott.“ Það virðast fáir möguleikar í stöðunni fyrir Samfylkingu til að komast í ríkisstjórn, aðrir en sú samsetning sem nú fundar saman. Eru þessar viðræður „make or break“ fyrir flokkinn? „Það eru allar stjórnarviðræður make or break. Nei, nei, menn ætla sér að fara alla leið með þetta, til þess er leikurinn gerður. Það eru bara einar viðræður í einu, það liggur ljóst fyrir.“ Hann segist sjálfur vera „sprækur eins og lækur“. „Ég er búinn að ná mér af þessum krankleika sem herjaði á, þannig ég er til í allt. Og spenntur fyrir komandi vikum. Ég reikna með því að verða þarna þangað til við leiðum allt til lykta. Svo verða aðilar kallaðir til eftir atvikum, og þörfum,“ segir Guðmundur Árni að lokum. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02 Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
„Mér líst bara prýðilega á þetta. Það er góður andi í þessu og ég held að það séu öll efni til þess að þetta geti gengið ágætlega fyrir sig,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í efni fundarins við blaðamann og vísar á formennina. Guðmundur Árni var kjörinn varaformaður flokksins fyrir tveimur árum og gaf kost á sér í oddvitasæti flokksins í Suðuvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar en þurfti frá að hverfa af heilsufarsástæðnum. Hann var mættur ásamt Kristrúnu á fund dagsins með formönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Aðstoðarmenn þeirra formanna voru einnig á fundinum. „Ég er þarna til ráðgjafar og hjálpar og andinn var bara prýðilegur eins og ég held að hafi blasað við öllum eftir að þær kynntu framhaldið. Menn ætla bara að einbeita sér að vinnunni. Þetta er handavinna og umræða sem tekur sinn tíma. En upphafið er gott.“ Það virðast fáir möguleikar í stöðunni fyrir Samfylkingu til að komast í ríkisstjórn, aðrir en sú samsetning sem nú fundar saman. Eru þessar viðræður „make or break“ fyrir flokkinn? „Það eru allar stjórnarviðræður make or break. Nei, nei, menn ætla sér að fara alla leið með þetta, til þess er leikurinn gerður. Það eru bara einar viðræður í einu, það liggur ljóst fyrir.“ Hann segist sjálfur vera „sprækur eins og lækur“. „Ég er búinn að ná mér af þessum krankleika sem herjaði á, þannig ég er til í allt. Og spenntur fyrir komandi vikum. Ég reikna með því að verða þarna þangað til við leiðum allt til lykta. Svo verða aðilar kallaðir til eftir atvikum, og þörfum,“ segir Guðmundur Árni að lokum.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02 Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02
Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28