Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar 4. desember 2024 07:34 Nú brestur á sá tími árs þar sem jólaskreytingar standa sem hæst. En má skreyta út í hið óendanlega? Eru einhver takmörk fyrir því hversu mikið og hvernig má skreyta? Sitt sýnist hverjum um hvað teljist hæfilegar jólaskreytingar. Þá eru auðvitað skiptar skoðanir um hvað teljist til fallegra skreytinga og hverjar teljist hreinlega vera ljósmengun. Það hefur jafnvel verið gengið svo langt að tala um að ljósvíkingar gangi af göflunum á þessum tíma árs og að mestu jólaálfarnir fari á skreytingarfyllerí! Má minna í fjölbýlishús? Það er gjarnan þannig í fjölbýlishúsum að fólk skiptist í tvær fylkingar. Annars vegar hófstilltir íbúar sem vilja engar eða litlar skreytingar og svo íbúar sem telja hús aldrei oflýst og ofskreytt. Meginreglan er sú að meirihlutinn ræður því hvernig og hversu mikið fjölbýlishúsið skuli lýst og skreytt. Eru allir eigendur bundnir við slíka ákvörðun og skyldugir að taka þátt í kostnaðinum. Það er þó háð því að jólalýsingin og skreytingarnar séu ekki úr hófi eða ljósmengun sé of mikil svo það gangi gegn friðhelgi einkalífs íbúa hússins. Það gæti því þurft samþykki allra í fjölbýlishúsinu ef skreytingarnar eru langt umfram það sem almennt gengur og gerist. Þeir sem eru á móti eru a.m.k. ekki skyldugir til að taka þátt í kostnaðinum. Það getur þó verið matskennt hvað teljist vera eðlilegt og hófstillt í þessum efnum. Alla jafna koma húseigendur sér þó saman um þessi atriði. Svo eru til dæmi um öfgar í hina áttina, þ.e. að húsfélag fjöleignarhúss ákveður að hafa engar sameiginlegar jólaskreytingar eða jafnvel leggja bann við að eigendur setji upp eigin jólaskraut á svalir sínar og glugga. Slíkt bann húsfélags fær líklega ekki staðist enda hefur húsfélag ekki vald til að grípa svo afgerandi inn í eignarrétt og eignarráð eigenda einstakra séreignarhluta. Hins vegar gæti húsfélag sett nánari reglum um jólaljós, umfang þeirra og sett því ákveðnar skorður. Þá þekkist það að arkitektar húsa hafi bannað jólaljós svo sköpunarverk þeirra njóti sín. Ef einhver íbúðareigandi heldur ekki jól, t.d. af trúarlegum ástæðum, þá verður hann allt að einu að lúta meirihluta ákvörðun og una við uppsett ljós og skraut. Viðkomandi verður meira að segja að borga sinn hlut í skreytingunum. Reglur fjöleignarhúsalaga miðast við venjulegt fólk og meðalhóf og eigendur með sérþarfir eiga ekki kröfu á því að aðrir eigendur taki tillit til þess og lagi sig að þeim. Reglulega hefur verið leitað til Húseigendafélagsins vegna jólaskreytinga og jólaljósa í gegnum árin. Meiri skreytingagleði í sérbýli Það eru oft eigendur sérbýlis sem ganga hvað lengst í ljósadýrðinni og má segja að sum hús og lóðir standi í ljósum logum í desember. Það er augljóst að miklar ljósaseríur og ekki síst þær blikkandi geta plagað þá sem í nágrenninu búa og vilja hafa frið og ró. Fólk hefur þó yfirleitt sýnt þessu umburðarlyndi með það í huga að þetta gangi yfir og taki fljótt af. Reyndar er það svo að það er alltaf að verða fyrr og fyrr sem landsmenn byrja að jólaskreyta. Í sumum tilvikum hafa nágrannar þeirra sem mest skreyta orðið fyrir átroðningi og jafnvel tjóni af völdum þeirra sem engin lóðarmörk virða til að komast til að berja jólaskreytingar augum. Um jólaskreytingar og jólaljós í sérbýli gilda engar sérstakar skráðar réttarreglur. Ef slíkt veldur nágrönnum ónæði þá er það ónæði sérstakt því það er árstíðabundið. Hér er litið til óskráðra reglna grenndarréttar sem gilda um hagnýtingu fasteigna og setja eigendum þeirra skorður af tilliti til nágranna. Eigandi fasteignar má gera það á sinni fasteign sem er venjulegt og eðlilegt og nágranninn verður að sætta sig við það. Nágranni verður að þola það sem telst eðlilegt og venjulegt ef það fer ekki yfir strikið og veldur nágrannanum ónæði umfram það sem hann verður að þola og er venjulegt. Hvað er svo venjulegt og eðlilegt og hvenær er út fyrir þau mörk komið er svo matsatriði. Við mat á því hvort skreytingar og tilfæringar séu venjulegar og eðlilegar verður að horfa til þess sem almennt viðgengst og almenningsálitið og tíðarandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Horfa þyrfti til þess að ekki er um viðvarandi ástand að ræða og þá er væntanlega um aukið athafnafrelsi að ræða í þessum efnum um jólin. Þótt ónæði geti verið umtalsvert og í sumum tilvikum óþolandi þá er yfirleitt ekki tími eða efni til að grípa til lagalegra úrræða. Yfirleitt er látið sitja við kvörtunarbréf en eins er hægt að leita til lögreglu ef svefnfriði er raskað með hljóðum eða ljósum. Það er það helsta sem kvartað er yfir auk átroðningsins við mest skreyttu húsin. Höfundur er lögmaður og formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Jólaskraut Jól Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú brestur á sá tími árs þar sem jólaskreytingar standa sem hæst. En má skreyta út í hið óendanlega? Eru einhver takmörk fyrir því hversu mikið og hvernig má skreyta? Sitt sýnist hverjum um hvað teljist hæfilegar jólaskreytingar. Þá eru auðvitað skiptar skoðanir um hvað teljist til fallegra skreytinga og hverjar teljist hreinlega vera ljósmengun. Það hefur jafnvel verið gengið svo langt að tala um að ljósvíkingar gangi af göflunum á þessum tíma árs og að mestu jólaálfarnir fari á skreytingarfyllerí! Má minna í fjölbýlishús? Það er gjarnan þannig í fjölbýlishúsum að fólk skiptist í tvær fylkingar. Annars vegar hófstilltir íbúar sem vilja engar eða litlar skreytingar og svo íbúar sem telja hús aldrei oflýst og ofskreytt. Meginreglan er sú að meirihlutinn ræður því hvernig og hversu mikið fjölbýlishúsið skuli lýst og skreytt. Eru allir eigendur bundnir við slíka ákvörðun og skyldugir að taka þátt í kostnaðinum. Það er þó háð því að jólalýsingin og skreytingarnar séu ekki úr hófi eða ljósmengun sé of mikil svo það gangi gegn friðhelgi einkalífs íbúa hússins. Það gæti því þurft samþykki allra í fjölbýlishúsinu ef skreytingarnar eru langt umfram það sem almennt gengur og gerist. Þeir sem eru á móti eru a.m.k. ekki skyldugir til að taka þátt í kostnaðinum. Það getur þó verið matskennt hvað teljist vera eðlilegt og hófstillt í þessum efnum. Alla jafna koma húseigendur sér þó saman um þessi atriði. Svo eru til dæmi um öfgar í hina áttina, þ.e. að húsfélag fjöleignarhúss ákveður að hafa engar sameiginlegar jólaskreytingar eða jafnvel leggja bann við að eigendur setji upp eigin jólaskraut á svalir sínar og glugga. Slíkt bann húsfélags fær líklega ekki staðist enda hefur húsfélag ekki vald til að grípa svo afgerandi inn í eignarrétt og eignarráð eigenda einstakra séreignarhluta. Hins vegar gæti húsfélag sett nánari reglum um jólaljós, umfang þeirra og sett því ákveðnar skorður. Þá þekkist það að arkitektar húsa hafi bannað jólaljós svo sköpunarverk þeirra njóti sín. Ef einhver íbúðareigandi heldur ekki jól, t.d. af trúarlegum ástæðum, þá verður hann allt að einu að lúta meirihluta ákvörðun og una við uppsett ljós og skraut. Viðkomandi verður meira að segja að borga sinn hlut í skreytingunum. Reglur fjöleignarhúsalaga miðast við venjulegt fólk og meðalhóf og eigendur með sérþarfir eiga ekki kröfu á því að aðrir eigendur taki tillit til þess og lagi sig að þeim. Reglulega hefur verið leitað til Húseigendafélagsins vegna jólaskreytinga og jólaljósa í gegnum árin. Meiri skreytingagleði í sérbýli Það eru oft eigendur sérbýlis sem ganga hvað lengst í ljósadýrðinni og má segja að sum hús og lóðir standi í ljósum logum í desember. Það er augljóst að miklar ljósaseríur og ekki síst þær blikkandi geta plagað þá sem í nágrenninu búa og vilja hafa frið og ró. Fólk hefur þó yfirleitt sýnt þessu umburðarlyndi með það í huga að þetta gangi yfir og taki fljótt af. Reyndar er það svo að það er alltaf að verða fyrr og fyrr sem landsmenn byrja að jólaskreyta. Í sumum tilvikum hafa nágrannar þeirra sem mest skreyta orðið fyrir átroðningi og jafnvel tjóni af völdum þeirra sem engin lóðarmörk virða til að komast til að berja jólaskreytingar augum. Um jólaskreytingar og jólaljós í sérbýli gilda engar sérstakar skráðar réttarreglur. Ef slíkt veldur nágrönnum ónæði þá er það ónæði sérstakt því það er árstíðabundið. Hér er litið til óskráðra reglna grenndarréttar sem gilda um hagnýtingu fasteigna og setja eigendum þeirra skorður af tilliti til nágranna. Eigandi fasteignar má gera það á sinni fasteign sem er venjulegt og eðlilegt og nágranninn verður að sætta sig við það. Nágranni verður að þola það sem telst eðlilegt og venjulegt ef það fer ekki yfir strikið og veldur nágrannanum ónæði umfram það sem hann verður að þola og er venjulegt. Hvað er svo venjulegt og eðlilegt og hvenær er út fyrir þau mörk komið er svo matsatriði. Við mat á því hvort skreytingar og tilfæringar séu venjulegar og eðlilegar verður að horfa til þess sem almennt viðgengst og almenningsálitið og tíðarandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Horfa þyrfti til þess að ekki er um viðvarandi ástand að ræða og þá er væntanlega um aukið athafnafrelsi að ræða í þessum efnum um jólin. Þótt ónæði geti verið umtalsvert og í sumum tilvikum óþolandi þá er yfirleitt ekki tími eða efni til að grípa til lagalegra úrræða. Yfirleitt er látið sitja við kvörtunarbréf en eins er hægt að leita til lögreglu ef svefnfriði er raskað með hljóðum eða ljósum. Það er það helsta sem kvartað er yfir auk átroðningsins við mest skreyttu húsin. Höfundur er lögmaður og formaður Húseigendafélagsins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun