Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2024 10:31 Í dag eru þær Kristín og Sigrún orðnar perluvinkonur. Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir, en eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið hefur sinnt af alúð í aldarfjórðung er svokallað Heimsóknavinaverkefni, en þar taka sjálfboðaliðar að sér að heimsækja fólk sem er í þörf fyrir félagsskap, nærveru og hlýju. Þær Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Sigrún Pálmadóttir hafa hist vikulega í klukkutíma í senn frá því í byrjun þessa árs. Kristín sem heimsóknavinur og Sigrún sem gestgjafi. Þannig vill þó til að þær þekkja það báðar að vera sjálfboðaliða megin í verkefninu ef svo má segja, enda byrjaði Sigrún sem slíkur. „Ég hafði alltaf verið heimsóknarvinur en lendi síðan í miklu álagi, áföllum og veseni. Guðrún hjá Rauða krossinum var svo almennileg að bjóða mér heimsókn til að létta á mér og tala. Henni fannst ástæða til þess að ég fengi heimsókn í stað þess að ég væri heimsóknarvinur,“ segir Sigrún í Íslandi í dag á Stöð 2 vikunni og í kjölfarið var Kristín send heim til hennar. „Mér fannst það voðalega skemmtilegt enda er hún mjög hress og skemmtileg,“ segir Sigrún. Mikil aukning „Ég var búin að vita af þessu prógrammi mjög lengi og hafði hugsað mér að þetta væri eitthvað fyrir mig. Síðan deyr mamma mín í fyrra 98 ára gömul og ég hafði sinnt henni svolítið. Þá hugsaði ég að núna væri kominn tími til að skrá sig hjá Rauða krossinum og athugað hvort þeir gætu notað krafta mína sem heimsóknarvin,“ segir Kristín. Aldursbilið er ekki síður breitt meðal svokallaðra gestgjafa, þeirra sem óska eftir heimsóknum. Þar er sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára. Aðsókn í vinaverkefni Rauða krossins hefur aukist mikið að undanförnu en auk heimsóknavina er boðið upp á símavini sem slá á þráðinn, gönguvini sem fara í göngutúra, heimsóknavinir með hunda og nýjasta viðbótin eru tónlistarvinir. Um 200 einstaklingar fá heimsóknir eða símtöl frá vinum á vegum Rauða krossins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Félagasamtök Ástin og lífið Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Julian McMahon látinn Lífið Fleiri fréttir Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Sjá meira
Þær Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Sigrún Pálmadóttir hafa hist vikulega í klukkutíma í senn frá því í byrjun þessa árs. Kristín sem heimsóknavinur og Sigrún sem gestgjafi. Þannig vill þó til að þær þekkja það báðar að vera sjálfboðaliða megin í verkefninu ef svo má segja, enda byrjaði Sigrún sem slíkur. „Ég hafði alltaf verið heimsóknarvinur en lendi síðan í miklu álagi, áföllum og veseni. Guðrún hjá Rauða krossinum var svo almennileg að bjóða mér heimsókn til að létta á mér og tala. Henni fannst ástæða til þess að ég fengi heimsókn í stað þess að ég væri heimsóknarvinur,“ segir Sigrún í Íslandi í dag á Stöð 2 vikunni og í kjölfarið var Kristín send heim til hennar. „Mér fannst það voðalega skemmtilegt enda er hún mjög hress og skemmtileg,“ segir Sigrún. Mikil aukning „Ég var búin að vita af þessu prógrammi mjög lengi og hafði hugsað mér að þetta væri eitthvað fyrir mig. Síðan deyr mamma mín í fyrra 98 ára gömul og ég hafði sinnt henni svolítið. Þá hugsaði ég að núna væri kominn tími til að skrá sig hjá Rauða krossinum og athugað hvort þeir gætu notað krafta mína sem heimsóknarvin,“ segir Kristín. Aldursbilið er ekki síður breitt meðal svokallaðra gestgjafa, þeirra sem óska eftir heimsóknum. Þar er sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára. Aðsókn í vinaverkefni Rauða krossins hefur aukist mikið að undanförnu en auk heimsóknavina er boðið upp á símavini sem slá á þráðinn, gönguvini sem fara í göngutúra, heimsóknavinir með hunda og nýjasta viðbótin eru tónlistarvinir. Um 200 einstaklingar fá heimsóknir eða símtöl frá vinum á vegum Rauða krossins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Félagasamtök Ástin og lífið Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Julian McMahon látinn Lífið Fleiri fréttir Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög