Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2024 10:31 Í dag eru þær Kristín og Sigrún orðnar perluvinkonur. Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir, en eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið hefur sinnt af alúð í aldarfjórðung er svokallað Heimsóknavinaverkefni, en þar taka sjálfboðaliðar að sér að heimsækja fólk sem er í þörf fyrir félagsskap, nærveru og hlýju. Þær Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Sigrún Pálmadóttir hafa hist vikulega í klukkutíma í senn frá því í byrjun þessa árs. Kristín sem heimsóknavinur og Sigrún sem gestgjafi. Þannig vill þó til að þær þekkja það báðar að vera sjálfboðaliða megin í verkefninu ef svo má segja, enda byrjaði Sigrún sem slíkur. „Ég hafði alltaf verið heimsóknarvinur en lendi síðan í miklu álagi, áföllum og veseni. Guðrún hjá Rauða krossinum var svo almennileg að bjóða mér heimsókn til að létta á mér og tala. Henni fannst ástæða til þess að ég fengi heimsókn í stað þess að ég væri heimsóknarvinur,“ segir Sigrún í Íslandi í dag á Stöð 2 vikunni og í kjölfarið var Kristín send heim til hennar. „Mér fannst það voðalega skemmtilegt enda er hún mjög hress og skemmtileg,“ segir Sigrún. Mikil aukning „Ég var búin að vita af þessu prógrammi mjög lengi og hafði hugsað mér að þetta væri eitthvað fyrir mig. Síðan deyr mamma mín í fyrra 98 ára gömul og ég hafði sinnt henni svolítið. Þá hugsaði ég að núna væri kominn tími til að skrá sig hjá Rauða krossinum og athugað hvort þeir gætu notað krafta mína sem heimsóknarvin,“ segir Kristín. Aldursbilið er ekki síður breitt meðal svokallaðra gestgjafa, þeirra sem óska eftir heimsóknum. Þar er sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára. Aðsókn í vinaverkefni Rauða krossins hefur aukist mikið að undanförnu en auk heimsóknavina er boðið upp á símavini sem slá á þráðinn, gönguvini sem fara í göngutúra, heimsóknavinir með hunda og nýjasta viðbótin eru tónlistarvinir. Um 200 einstaklingar fá heimsóknir eða símtöl frá vinum á vegum Rauða krossins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Félagasamtök Ástin og lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þær Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Sigrún Pálmadóttir hafa hist vikulega í klukkutíma í senn frá því í byrjun þessa árs. Kristín sem heimsóknavinur og Sigrún sem gestgjafi. Þannig vill þó til að þær þekkja það báðar að vera sjálfboðaliða megin í verkefninu ef svo má segja, enda byrjaði Sigrún sem slíkur. „Ég hafði alltaf verið heimsóknarvinur en lendi síðan í miklu álagi, áföllum og veseni. Guðrún hjá Rauða krossinum var svo almennileg að bjóða mér heimsókn til að létta á mér og tala. Henni fannst ástæða til þess að ég fengi heimsókn í stað þess að ég væri heimsóknarvinur,“ segir Sigrún í Íslandi í dag á Stöð 2 vikunni og í kjölfarið var Kristín send heim til hennar. „Mér fannst það voðalega skemmtilegt enda er hún mjög hress og skemmtileg,“ segir Sigrún. Mikil aukning „Ég var búin að vita af þessu prógrammi mjög lengi og hafði hugsað mér að þetta væri eitthvað fyrir mig. Síðan deyr mamma mín í fyrra 98 ára gömul og ég hafði sinnt henni svolítið. Þá hugsaði ég að núna væri kominn tími til að skrá sig hjá Rauða krossinum og athugað hvort þeir gætu notað krafta mína sem heimsóknarvin,“ segir Kristín. Aldursbilið er ekki síður breitt meðal svokallaðra gestgjafa, þeirra sem óska eftir heimsóknum. Þar er sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára. Aðsókn í vinaverkefni Rauða krossins hefur aukist mikið að undanförnu en auk heimsóknavina er boðið upp á símavini sem slá á þráðinn, gönguvini sem fara í göngutúra, heimsóknavinir með hunda og nýjasta viðbótin eru tónlistarvinir. Um 200 einstaklingar fá heimsóknir eða símtöl frá vinum á vegum Rauða krossins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Félagasamtök Ástin og lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira