Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2024 19:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að bankarnir hafi verið of bráðir á sér þegar þeir hækkuðu vexti á verðtryggðum lánum í kjölfar síðustu stýrivaxtalækkunnar. Verið sé að kanna hvort draga megi úr kröfum til fyrstu kaupenda. Það vakti hörð viðbrögð í síðasta mánuði þegar Íslandsbanki og Arion banki ákváðu að hækka vexti á verðtryggðum útlánum í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Breki Karlsson gagnrýndi vaxtahækkanirnar harðlega í fréttum á sínum tíma. „Það má eiginlega segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans,“ sagði Breki í fréttum 20. nóvember. Bankarnir útskýrðu hækkanir með því að raunstýrivextir eða bil milli verðbólgu og stýrivaxta, væru enn of háir og því dýrt að fjármagna verðtryggð útlán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur hins vegar að bankarnir hafi farið of geyst í vaxtahækkununum. „Mér fannst þeir vera heldur bráðir á sér. En ég veit að þetta þétta raunvaxtaaðhald sem við erum að knýja fram leiðir til þess að þeir eru að taka tap á verðtryggðum lánum,“ segir hann. Þurfi jafnvægi milli inn- og útlána Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands benti á í fréttum 20. nóvember að bankarnir gætu leyst fjármögnunarvanda sinn vegna útlána í slíkri stöðu. „Einföld leið til að minnka sveifluna er að miða húsnæðislán við langtímalán ekki skammtímalán,“ sagði Már. Ásgeir segir einnig mikilvægt að fjármögnun bankanna sé í takt við útlán þeirra. „Það má velta fyrir sér hvort bankarnir hefðu átt að auka verðtryggð útlán svo hratt án þess að hafa hugað að verðtryggðri fjármögnun,“ segir Ásgeir. Sljákka mögulega á kröfum vegna fyrstu kaupa Seðlabankinn hefur síðustu ár hert skilyrði til lántöku fasteignalána. Ásgeir segir að mögulega verði sljákkað á þeim á næstunni. „Eitt af því sem kæmi alveg til greina er að lækka væri kröfur á fyrstu kaupendur um leið og við teljum að skilyrðin til þess séu komin,“ segir hann. Í umræðu um háa raunstýrivexti hefur verið gagnrýnt að næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans sé ekki fyrr en í febrúar. Ásgeir segir ekki koma til greina að flýta fundinum. „Það hefur ekki komið til greina. Peningastefnunefnd hefur ákveðna fundadagskrá og það er ekkert sem hefur komið fram sem verður til þess að við röskum þeirri dagskrá,“ segir hann. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Það vakti hörð viðbrögð í síðasta mánuði þegar Íslandsbanki og Arion banki ákváðu að hækka vexti á verðtryggðum útlánum í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Breki Karlsson gagnrýndi vaxtahækkanirnar harðlega í fréttum á sínum tíma. „Það má eiginlega segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans,“ sagði Breki í fréttum 20. nóvember. Bankarnir útskýrðu hækkanir með því að raunstýrivextir eða bil milli verðbólgu og stýrivaxta, væru enn of háir og því dýrt að fjármagna verðtryggð útlán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur hins vegar að bankarnir hafi farið of geyst í vaxtahækkununum. „Mér fannst þeir vera heldur bráðir á sér. En ég veit að þetta þétta raunvaxtaaðhald sem við erum að knýja fram leiðir til þess að þeir eru að taka tap á verðtryggðum lánum,“ segir hann. Þurfi jafnvægi milli inn- og útlána Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands benti á í fréttum 20. nóvember að bankarnir gætu leyst fjármögnunarvanda sinn vegna útlána í slíkri stöðu. „Einföld leið til að minnka sveifluna er að miða húsnæðislán við langtímalán ekki skammtímalán,“ sagði Már. Ásgeir segir einnig mikilvægt að fjármögnun bankanna sé í takt við útlán þeirra. „Það má velta fyrir sér hvort bankarnir hefðu átt að auka verðtryggð útlán svo hratt án þess að hafa hugað að verðtryggðri fjármögnun,“ segir Ásgeir. Sljákka mögulega á kröfum vegna fyrstu kaupa Seðlabankinn hefur síðustu ár hert skilyrði til lántöku fasteignalána. Ásgeir segir að mögulega verði sljákkað á þeim á næstunni. „Eitt af því sem kæmi alveg til greina er að lækka væri kröfur á fyrstu kaupendur um leið og við teljum að skilyrðin til þess séu komin,“ segir hann. Í umræðu um háa raunstýrivexti hefur verið gagnrýnt að næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans sé ekki fyrr en í febrúar. Ásgeir segir ekki koma til greina að flýta fundinum. „Það hefur ekki komið til greina. Peningastefnunefnd hefur ákveðna fundadagskrá og það er ekkert sem hefur komið fram sem verður til þess að við röskum þeirri dagskrá,“ segir hann.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13