Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar 4. desember 2024 20:03 Jólin geta verið tilfinningaríkur tími, enda tími samveru með fjölskyldu og ástvinum. Það getur því verið einstaklega erfitt þegar við förum í gegnum þennan tíma ársins eftir að missa ástvin. Þegar við erum nýbúin að upplifa ástvinamissi getur verið erfitt að vita hvernig líkami og hugur bregst við álagi eins og því álagi sem fylgir undirbúningi jóla. Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja og okkur finnst við vera að drukkna í erfiðum tilfinningum og upplifunum. Sum upplifa að það sé stutt í tárin og verða viðkvæmari, finna fyrir auknum pirring, reiði, kvíða eða áhyggjum yfir því hvernig þeim muni líða eða hvort þau komist í gegnum þetta tímabil. Líkamleg einkenni eins og orkuleysi, minni matarlyst og þreyta eru einnig algeng. Allar þessar tilfinningar eru þó eðlilegar og flest þau sem hafa misst ástvin upplifa þessa líðan, í mismiklu mæli þó. Gott er því að hafa eftirfarandi atriði í huga næstu daga og vikur. Settu mörk Gefðu þér leyfi til að vera og gera eins og þér hentar best, í samvinnu við þitt nánasta fólk. Forgangsraðaðu verkefnum eftir mikilvægi, fáðu aðstoð og vertu sparsöm/samur á orku þína og tíma eftir getu hvers dags. Þetta er ekki rétti tíminn til að setja sjálfan sig í síðasta sæti til að þóknast öðrum. Vegna þeirra erfiðu og óútreiknanlegu einkenna sem fylgja sorginni, er mikilvægt að þú sért í opnum samskiptum við fólk sem þú treystir fyrir líðan þinni, en þér finnist þú ekki þurfa setja upp leikrit um að allt sé í lagi. Hvíldu þig Sorgarferlið getur verið óútreiknanlegt, sérstaklega þegar stutt er síðan við upplifðum missi. Þú gætir upplifað að sorgin hellist yfir þig á ólíklegustu stundum og að það valdi þér kvíða eða depurð hversu óstjórnleg hún er. Það er því gott að gefa sér tíma fyrir sig í ró og næði, t.d slaka á með kaffibolla, sitja í ró með vini, farir í göngutúr eða lesir góða bók. Einnig getur verið að það henti þér að hvílast á einhvern hátt einn með hugsanir þínar og tilfinningar. Ef þú upplifir aukna vanlíðan er gott að taka eina stund í einu og reyna að vera til staðar með líðan þinni. Reyndu að hægja á þér með því að anda nokkrum sinnum djúpt og taktu eftir því sem er að gerast. Þessi mikla vanlíðan mun ekki endast að eilífu því tilfinningar koma í bylgjum og líða hjá. Leyfðu þér að gráta Að gráta getur sumum fundist hjálplegt og er eðlilegur hluti sorgarinnar. Það er engin þörf á að halda niðri grátinum vegna þess að „jólin eiga að vera tími gleðinnar“. Tárin eru vitnisburður um hversu mikið þú elskar og saknar þess ástvinar sem þú misstir og þá ást þarf ekki að fela. Grátur losar jafnframt um tilfinningalega spennu sem safnast upp í líkamanum. Það er því gott ráð að gráta ef þörf er á og ef það þreytir þig, hvíldu þig... ef þú þarft að sofa, þá sofðu... og ef þú vilt brosa, geturðu brosað líka. Heiðraðu tilfinningar þínar. Þú þarft ekki að fórna þér bara af því að það eru jól. Gefðu þér það sem þú þarft og láttu aðra sjá um þig. Samstaða Ef fjölskyldan öll upplifði missi þá er gott að hjálpast að við að veita hvort öðru það sem hver og einn þarf hverju sinni. Gleðileg jól eru kærleiksrík jól þar sem við gefum okkur sjálfum og hvort öðru leyfi til að vera með tilfinningum okkar og upplifunum og mætum okkur með skilning og umhyggju. Ef vanlíðan þín verður þér ofviða þá skaltu leita þér hjálpar hjá einhverjum sem þú treystir eða hringja í Hjálparsíma Rauða krossins: sími 1717. Höfundur er sálfræðingur, sérfæðingur í klíniskri sálfræði fullorðinna & eigandi Samkenndar Heilsuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Jól Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Jólin geta verið tilfinningaríkur tími, enda tími samveru með fjölskyldu og ástvinum. Það getur því verið einstaklega erfitt þegar við förum í gegnum þennan tíma ársins eftir að missa ástvin. Þegar við erum nýbúin að upplifa ástvinamissi getur verið erfitt að vita hvernig líkami og hugur bregst við álagi eins og því álagi sem fylgir undirbúningi jóla. Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja og okkur finnst við vera að drukkna í erfiðum tilfinningum og upplifunum. Sum upplifa að það sé stutt í tárin og verða viðkvæmari, finna fyrir auknum pirring, reiði, kvíða eða áhyggjum yfir því hvernig þeim muni líða eða hvort þau komist í gegnum þetta tímabil. Líkamleg einkenni eins og orkuleysi, minni matarlyst og þreyta eru einnig algeng. Allar þessar tilfinningar eru þó eðlilegar og flest þau sem hafa misst ástvin upplifa þessa líðan, í mismiklu mæli þó. Gott er því að hafa eftirfarandi atriði í huga næstu daga og vikur. Settu mörk Gefðu þér leyfi til að vera og gera eins og þér hentar best, í samvinnu við þitt nánasta fólk. Forgangsraðaðu verkefnum eftir mikilvægi, fáðu aðstoð og vertu sparsöm/samur á orku þína og tíma eftir getu hvers dags. Þetta er ekki rétti tíminn til að setja sjálfan sig í síðasta sæti til að þóknast öðrum. Vegna þeirra erfiðu og óútreiknanlegu einkenna sem fylgja sorginni, er mikilvægt að þú sért í opnum samskiptum við fólk sem þú treystir fyrir líðan þinni, en þér finnist þú ekki þurfa setja upp leikrit um að allt sé í lagi. Hvíldu þig Sorgarferlið getur verið óútreiknanlegt, sérstaklega þegar stutt er síðan við upplifðum missi. Þú gætir upplifað að sorgin hellist yfir þig á ólíklegustu stundum og að það valdi þér kvíða eða depurð hversu óstjórnleg hún er. Það er því gott að gefa sér tíma fyrir sig í ró og næði, t.d slaka á með kaffibolla, sitja í ró með vini, farir í göngutúr eða lesir góða bók. Einnig getur verið að það henti þér að hvílast á einhvern hátt einn með hugsanir þínar og tilfinningar. Ef þú upplifir aukna vanlíðan er gott að taka eina stund í einu og reyna að vera til staðar með líðan þinni. Reyndu að hægja á þér með því að anda nokkrum sinnum djúpt og taktu eftir því sem er að gerast. Þessi mikla vanlíðan mun ekki endast að eilífu því tilfinningar koma í bylgjum og líða hjá. Leyfðu þér að gráta Að gráta getur sumum fundist hjálplegt og er eðlilegur hluti sorgarinnar. Það er engin þörf á að halda niðri grátinum vegna þess að „jólin eiga að vera tími gleðinnar“. Tárin eru vitnisburður um hversu mikið þú elskar og saknar þess ástvinar sem þú misstir og þá ást þarf ekki að fela. Grátur losar jafnframt um tilfinningalega spennu sem safnast upp í líkamanum. Það er því gott ráð að gráta ef þörf er á og ef það þreytir þig, hvíldu þig... ef þú þarft að sofa, þá sofðu... og ef þú vilt brosa, geturðu brosað líka. Heiðraðu tilfinningar þínar. Þú þarft ekki að fórna þér bara af því að það eru jól. Gefðu þér það sem þú þarft og láttu aðra sjá um þig. Samstaða Ef fjölskyldan öll upplifði missi þá er gott að hjálpast að við að veita hvort öðru það sem hver og einn þarf hverju sinni. Gleðileg jól eru kærleiksrík jól þar sem við gefum okkur sjálfum og hvort öðru leyfi til að vera með tilfinningum okkar og upplifunum og mætum okkur með skilning og umhyggju. Ef vanlíðan þín verður þér ofviða þá skaltu leita þér hjálpar hjá einhverjum sem þú treystir eða hringja í Hjálparsíma Rauða krossins: sími 1717. Höfundur er sálfræðingur, sérfæðingur í klíniskri sálfræði fullorðinna & eigandi Samkenndar Heilsuseturs.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun