„Við erum málamiðlunarflokkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2024 12:28 Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Áshildur Lóa á kosningavöku Flokks fólksins liðna helgi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins segir fundi með Viðreisn og Samfylkingunni ganga vel. Hann segir ófrávíkjanlega kröfu flokksins að stefna að því að útrýma fátækt á Íslandi. Flokkurinn sé þó málamiðlunarflokkur. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu fund sinn í morgun klukkan 9:30 á Alþingi. Formennirnir funduðu í gær og sögðu virkilega vel hafa gengið. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að fulltrúar úr stjórnsýslunni og fjármálaráðuneytinu yrðu gestir á fundum dagsins. Guðmundur Ingi sagðist ekki vera með nýjustu tíðindi af fundi dagisns en hann vissi að það gengi mjög vel. „Ég held að góðir hlutir gerist hægt.“ Inga Sæland og Flokkur fólksins töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að kæmist flokkurinn í ríkisstjórn yrði forgangsmál að allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar fengu 450 þúsund krónur á mánuði skatta- og skerðingalaust. „Flokkur fólksins mun afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna og hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna í 100.000 kr. á mánuði. Öryrkjum tryggjum við tækifæri til að vinna í tvö ár án tekjuskerðinga og án þess að örorka þeirra verði endurmetin,“ sagði Inga í aðsendri grein í Morgunblaðinu um miðjan nóvember. Það væri að sögn Ingu einfalt að fjármagna með hækkun bankaskatts, hækkun auðlindagjalda á stórútgerðina og með afnámi undanþágu staðgreiðsluskyldu lífeyrissjóðanna. Fátækt á Íslandi til háborinnar skammar Guðmundur Ingi var spurður á Alþingi í morgun hvort krafan um 450 þúsund krónurnar væri ófrávíkjanleg. „Það er ófrávíkjanleg krafa af okkar hálfu að stefna að því að stefna að því að útrýma fátækt. Það er okkur til háborinnar skammar að vera með fáækt fólk. Sérstaklega fjölskyldur með börn. Það er okkar aðalstefnumál númer eitt, tvö og þrjú. Við munum auðvitað leggja áherslu á það.“ Koma verði í ljós hvort flokkurinn sé tilbúin að hnika upphæðinni til í málamiðlun flokka. „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis önnur mál sem geta vegið á móti. Við verðum að draga úr skerðingum í þessu kerfi og breyta þessu kerfi. Við erum búin að byggja upp refsikerfi sem á að vera hjálparkerfi. Því miður er það refsikerfi með skerðingum og keðjuverkandi skerðingum úti um allt kerfi sem er að valda fólki miklu tjóni.“ Flokkurinn hefur lagt til gjörbreytingar á lífeyrissjóðakerfinu með aukinni skattheimtu á innborganir. Forseti ASÍ og formaður Samtaka atvinnulífsins hafa lýst hugmyndunum sem aðför að kjörum alls vinnandi fólks. Guðmundur Ingi var spurður að því hve fast Flokkur fólksins stæði varðandi þessa hugmynd sína. „Þetta verður allt að koma í ljós. Þetta er allt á umræðustigi. Þannig verður það þangað til við komum einhverju á blað. Það verður vonandi hægt og rólega og gert vel.“ Hann er sannfærður um að fleiri mál sameini flokkana en sundri. „Ég er búinn að vera í stjórnarandstöðu með þessum tveimur flokkum í sjö ár og það hefur gengið mjög vel. Líka í Norðurlandaráði. Ég sé ekki margar hindranir en við þurfum að yfirstíga þær. Ég er bjartsýnn og ég heyri ákall úr samfélaginu. Fólk vill að við náum þessu.“ Aðspurður hvort Flokkur fólksins sé flokkur málamiðlunar segir Guðmundur Ingi: „Við erum málamiðlunarflokkur. Við þekkjum það í pólitík.“ Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu fund sinn í morgun klukkan 9:30 á Alþingi. Formennirnir funduðu í gær og sögðu virkilega vel hafa gengið. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að fulltrúar úr stjórnsýslunni og fjármálaráðuneytinu yrðu gestir á fundum dagsins. Guðmundur Ingi sagðist ekki vera með nýjustu tíðindi af fundi dagisns en hann vissi að það gengi mjög vel. „Ég held að góðir hlutir gerist hægt.“ Inga Sæland og Flokkur fólksins töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að kæmist flokkurinn í ríkisstjórn yrði forgangsmál að allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar fengu 450 þúsund krónur á mánuði skatta- og skerðingalaust. „Flokkur fólksins mun afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna og hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna í 100.000 kr. á mánuði. Öryrkjum tryggjum við tækifæri til að vinna í tvö ár án tekjuskerðinga og án þess að örorka þeirra verði endurmetin,“ sagði Inga í aðsendri grein í Morgunblaðinu um miðjan nóvember. Það væri að sögn Ingu einfalt að fjármagna með hækkun bankaskatts, hækkun auðlindagjalda á stórútgerðina og með afnámi undanþágu staðgreiðsluskyldu lífeyrissjóðanna. Fátækt á Íslandi til háborinnar skammar Guðmundur Ingi var spurður á Alþingi í morgun hvort krafan um 450 þúsund krónurnar væri ófrávíkjanleg. „Það er ófrávíkjanleg krafa af okkar hálfu að stefna að því að stefna að því að útrýma fátækt. Það er okkur til háborinnar skammar að vera með fáækt fólk. Sérstaklega fjölskyldur með börn. Það er okkar aðalstefnumál númer eitt, tvö og þrjú. Við munum auðvitað leggja áherslu á það.“ Koma verði í ljós hvort flokkurinn sé tilbúin að hnika upphæðinni til í málamiðlun flokka. „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis önnur mál sem geta vegið á móti. Við verðum að draga úr skerðingum í þessu kerfi og breyta þessu kerfi. Við erum búin að byggja upp refsikerfi sem á að vera hjálparkerfi. Því miður er það refsikerfi með skerðingum og keðjuverkandi skerðingum úti um allt kerfi sem er að valda fólki miklu tjóni.“ Flokkurinn hefur lagt til gjörbreytingar á lífeyrissjóðakerfinu með aukinni skattheimtu á innborganir. Forseti ASÍ og formaður Samtaka atvinnulífsins hafa lýst hugmyndunum sem aðför að kjörum alls vinnandi fólks. Guðmundur Ingi var spurður að því hve fast Flokkur fólksins stæði varðandi þessa hugmynd sína. „Þetta verður allt að koma í ljós. Þetta er allt á umræðustigi. Þannig verður það þangað til við komum einhverju á blað. Það verður vonandi hægt og rólega og gert vel.“ Hann er sannfærður um að fleiri mál sameini flokkana en sundri. „Ég er búinn að vera í stjórnarandstöðu með þessum tveimur flokkum í sjö ár og það hefur gengið mjög vel. Líka í Norðurlandaráði. Ég sé ekki margar hindranir en við þurfum að yfirstíga þær. Ég er bjartsýnn og ég heyri ákall úr samfélaginu. Fólk vill að við náum þessu.“ Aðspurður hvort Flokkur fólksins sé flokkur málamiðlunar segir Guðmundur Ingi: „Við erum málamiðlunarflokkur. Við þekkjum það í pólitík.“ Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira