„Við vorum sjálfum okkur verstir“ Hinrik Wöhler skrifar 5. desember 2024 22:00 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, átti fá svör við góðum leik Mosfellinga í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld. „Byrjunin var þetta stál í stál. Svo misstum við sóknina og vörnina og þar af leiðandi erum við ekki með markvörslu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum eiginlega aldrei alvöru varnarleik í dag, skipti ekki máli hvort við vorum að reyna vera þéttir eða poppa þetta upp. Það er erfitt og þá missum við líka hraðaupphlaupin okkar. Við vorum hálfu skrefi á eftir að eiga við rykkingar og fleira,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leikinn í Mosfellsbæ. Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik en Valsmenn fóru illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks og náðu Mosfellingar að skilja sig frá Valsmönnum. „Í seinni hálfleik förum við með fjögur dauðafæri á kafla þegar þetta er 20-15, þá var enn þá möguleiki að taka þetta þannig við vorum sjálfum okkur verstir. Þetta er búið að vera síðustu tveir leikir á móti Aftureldingu og ÍBV þá erum við orkulitlir og slappir og höfum verið í smá veseni,“ bætti Óskar Bjarni við. Misstu taktinn eftir Evrópukeppnina Sóknarleikur Vals var hægur í kvöld og framan af leik áttu þeir í mestum vandræðum að finna glufur á vörn Aftureldingar. Óskar Bjarni tekur undir það og segir að liðið hafi misst taktinn eftir Evrópukeppnina. „Það var allt hægara, við eigum erfiðan leik á mánudaginn og þurfum að rífa okkur upp. Við slökktum á okkur þegar Evrópukeppnin var búin. Svo kemur smá hnjask hér og þar en við þurfum að rífa okkur í gang. Frammistaðan í síðustu tveimur leikjum í vörn, sókn, hraðaupphlaupum, og markvörslu hefur ekki verið góð.“ Það gekk lítið upp hjá Valsmönnum í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Evrópuævintýri Valsmanna lauk í lok nóvember og framundan er einn leikur Olís-deildinni og í bikarkeppninni áður en leikmenn fara í jólafrí. Óskar Bjarni er staðráðinn í því að gera betur. „Ekki að afsaka það en ég sé að þetta er að hrjá mörg lið og við þurfum að gera betur. Þó að það vanti eitt og annað þá eigum við að gera betur og vinna,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Valur Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Byrjunin var þetta stál í stál. Svo misstum við sóknina og vörnina og þar af leiðandi erum við ekki með markvörslu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum eiginlega aldrei alvöru varnarleik í dag, skipti ekki máli hvort við vorum að reyna vera þéttir eða poppa þetta upp. Það er erfitt og þá missum við líka hraðaupphlaupin okkar. Við vorum hálfu skrefi á eftir að eiga við rykkingar og fleira,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leikinn í Mosfellsbæ. Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik en Valsmenn fóru illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks og náðu Mosfellingar að skilja sig frá Valsmönnum. „Í seinni hálfleik förum við með fjögur dauðafæri á kafla þegar þetta er 20-15, þá var enn þá möguleiki að taka þetta þannig við vorum sjálfum okkur verstir. Þetta er búið að vera síðustu tveir leikir á móti Aftureldingu og ÍBV þá erum við orkulitlir og slappir og höfum verið í smá veseni,“ bætti Óskar Bjarni við. Misstu taktinn eftir Evrópukeppnina Sóknarleikur Vals var hægur í kvöld og framan af leik áttu þeir í mestum vandræðum að finna glufur á vörn Aftureldingar. Óskar Bjarni tekur undir það og segir að liðið hafi misst taktinn eftir Evrópukeppnina. „Það var allt hægara, við eigum erfiðan leik á mánudaginn og þurfum að rífa okkur upp. Við slökktum á okkur þegar Evrópukeppnin var búin. Svo kemur smá hnjask hér og þar en við þurfum að rífa okkur í gang. Frammistaðan í síðustu tveimur leikjum í vörn, sókn, hraðaupphlaupum, og markvörslu hefur ekki verið góð.“ Það gekk lítið upp hjá Valsmönnum í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Evrópuævintýri Valsmanna lauk í lok nóvember og framundan er einn leikur Olís-deildinni og í bikarkeppninni áður en leikmenn fara í jólafrí. Óskar Bjarni er staðráðinn í því að gera betur. „Ekki að afsaka það en ég sé að þetta er að hrjá mörg lið og við þurfum að gera betur. Þó að það vanti eitt og annað þá eigum við að gera betur og vinna,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira