Rafa Benítez hefur áhuga á því að taka við norska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 13:01 Rafael Benitez hefur verið atvinnulaus síðan í mars en hér sést hann meðal áhorfenda á leik í ítölsku deildinni. Getty/ James Gill Rafael Benítez segir það alveg koma til greina að taka við norska karlalandsliðinu í fótbolta. Umræða um Spánverjann sem næsta þjálfara norska liðsins flæðir um norska fjölmiðla þessa dagana. Norðmenn eru orðnir mjög þreyttir á því að bíða eftir að landsliðið þeirra fari að ná einhverjum árangri enda uppfullt af frábærum leikmanni. Benítez er staddur í Noregi og var gripinn í viðtal. Þessi fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Celta Vigo í mars. Norska ríkisútvarpið segir frá viðtali við Benítez í hlaðvarpsþættinum Bakrommet. Þar var spænski stjórinn spurður út í norska landsliðið og hvort hann hefði áhuga á því að taka við liðinu í framtíðinni. Telur þú að þetta sé gott lið? „Ég myndi íhuga það að taka við góðu liðu. Telur þú að þetta sé gott lið?“ spurði Benítez til baka. „Já,“ svaraði blaðamaður NRK. „Já þá myndi ég skoða það, Það gæti verið góð áskorun fyrir mig að taka við landsliði,“ sagði Benítez. Norska landsliðið er fullt af öflugum leikmönnum en hefur ekki komist á stórmót síðan sumarið 2000. Ståle Solbakken er þjálfari norska landsliðsins og hefur verið það frá því í desember 2020. Liðið hefur unnið 22 af 42 leikjum undir hans stjórn en um leið misst af einu stórmóti. Solbakken hefur ýjað að því að undankeppni eða úrslitakeppni HM 2026 gæti verið hans síðustu leikir með liðið. Ekki að flýta sér Benítez hefur mikið álit á norskum leikmönnum „Það sem mér líkar best við norsku leikmennina er að þeir eru fagmannlegir og vilja alltaf verða betri. Ég horfði líka á Noreg spila við Slóveníu og næstum því allan leikinn þeirra á móti Kasakstan. Þeir voru miklu betri í þessum leikjum, pressuðu vel og voru vel skipulagðir,“ sagði Benítez. „Kannski voru það samt nokkrir hlutir sem ég hefði gert öðruvísi þegar kemur að liðsskipulaginu,“ sagði Benítez. Hann tekur það þó fram að hann vilji ekki tjá sig um störf sem eru ekki laus. Hann er heldur ekkert að flýta sér í nýtt starf. Það þarf jafnvægi í liðið „Ég mun bíða og sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Ég tel samt að ég gæti komið liðinu á EM eða HM og reyna að ná árangri þar,“ sagði Benítez. „Liðið er með mjög góða leikmenn framarlega á vellinum. Vörnin er vel skipulögð en svo snýst þetta um að breyta nokkrum hlutum. Það þarf jafnvægi í liðið,“ sagði Benítez. Benítez er þekktastur fyrir að vinna Meistaradeildina með Liverpool en hann gerði Valencia einnig tvisvar að spænskum meisturum, Internazionale að heimsmeisturum félagsliða og vann Evrópudeildina með Chelsea. Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Norðmenn eru orðnir mjög þreyttir á því að bíða eftir að landsliðið þeirra fari að ná einhverjum árangri enda uppfullt af frábærum leikmanni. Benítez er staddur í Noregi og var gripinn í viðtal. Þessi fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Celta Vigo í mars. Norska ríkisútvarpið segir frá viðtali við Benítez í hlaðvarpsþættinum Bakrommet. Þar var spænski stjórinn spurður út í norska landsliðið og hvort hann hefði áhuga á því að taka við liðinu í framtíðinni. Telur þú að þetta sé gott lið? „Ég myndi íhuga það að taka við góðu liðu. Telur þú að þetta sé gott lið?“ spurði Benítez til baka. „Já,“ svaraði blaðamaður NRK. „Já þá myndi ég skoða það, Það gæti verið góð áskorun fyrir mig að taka við landsliði,“ sagði Benítez. Norska landsliðið er fullt af öflugum leikmönnum en hefur ekki komist á stórmót síðan sumarið 2000. Ståle Solbakken er þjálfari norska landsliðsins og hefur verið það frá því í desember 2020. Liðið hefur unnið 22 af 42 leikjum undir hans stjórn en um leið misst af einu stórmóti. Solbakken hefur ýjað að því að undankeppni eða úrslitakeppni HM 2026 gæti verið hans síðustu leikir með liðið. Ekki að flýta sér Benítez hefur mikið álit á norskum leikmönnum „Það sem mér líkar best við norsku leikmennina er að þeir eru fagmannlegir og vilja alltaf verða betri. Ég horfði líka á Noreg spila við Slóveníu og næstum því allan leikinn þeirra á móti Kasakstan. Þeir voru miklu betri í þessum leikjum, pressuðu vel og voru vel skipulagðir,“ sagði Benítez. „Kannski voru það samt nokkrir hlutir sem ég hefði gert öðruvísi þegar kemur að liðsskipulaginu,“ sagði Benítez. Hann tekur það þó fram að hann vilji ekki tjá sig um störf sem eru ekki laus. Hann er heldur ekkert að flýta sér í nýtt starf. Það þarf jafnvægi í liðið „Ég mun bíða og sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Ég tel samt að ég gæti komið liðinu á EM eða HM og reyna að ná árangri þar,“ sagði Benítez. „Liðið er með mjög góða leikmenn framarlega á vellinum. Vörnin er vel skipulögð en svo snýst þetta um að breyta nokkrum hlutum. Það þarf jafnvægi í liðið,“ sagði Benítez. Benítez er þekktastur fyrir að vinna Meistaradeildina með Liverpool en hann gerði Valencia einnig tvisvar að spænskum meisturum, Internazionale að heimsmeisturum félagsliða og vann Evrópudeildina með Chelsea.
Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira