Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 09:44 Þær Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdótir funda í dag og halda áfram viðræðum um mögulega myndun ríkisstjórnar sinna flokka. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. „Já, já. Það er fundað þétt,“ sagði Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Fundur var í þann mund að hefjast þegar fréttastofa náði af honum tali um klukkan 9:30. Samfylking og Viðreisn funda í dag Hann segir að staðsetning fundar dagsins verði ekki gefin upp, en í gær fundaði Kristrún ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í Smiðju, nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Síðdegis, að loknum viðræðum dagsins, munu formennirnir veita fjölmiðlum viðtöl. „Svo verða þingflokksfundir hjá Samfylkingu og Viðreisn eftir það. Flokkur fólksins fundar svo sennilega á morgun,“ sagði Ólafur. Ætla má að á öllum þeim fundum verði gangur viðræðna efstur á baugi. Óvíst með gesti Í gær fengu formennirnir sjö gesti frá fjármálaráðuneytinu á sinn fund, en Ólafur kvaðst ekki geta sagt frá því hvort gestagangur yrði til formannanna í dag. Hann kvaðst raunar lítið annað geta gefið upp um fyrirkomulag fundarhalda dagsins. Samfylkingin hlaut 20,8 prósent fylgi í kosningunum og fær því 15 þingmenn. Viðreisn fékk 15,8 prósent og 11 þingmenn en Flokkur fólksins 13,8 prósent og 10 þingmenn. Verði af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka hefði ný ríkisstjórn því 36 manna þingmeirihluta. Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Já, já. Það er fundað þétt,“ sagði Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Fundur var í þann mund að hefjast þegar fréttastofa náði af honum tali um klukkan 9:30. Samfylking og Viðreisn funda í dag Hann segir að staðsetning fundar dagsins verði ekki gefin upp, en í gær fundaði Kristrún ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í Smiðju, nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Síðdegis, að loknum viðræðum dagsins, munu formennirnir veita fjölmiðlum viðtöl. „Svo verða þingflokksfundir hjá Samfylkingu og Viðreisn eftir það. Flokkur fólksins fundar svo sennilega á morgun,“ sagði Ólafur. Ætla má að á öllum þeim fundum verði gangur viðræðna efstur á baugi. Óvíst með gesti Í gær fengu formennirnir sjö gesti frá fjármálaráðuneytinu á sinn fund, en Ólafur kvaðst ekki geta sagt frá því hvort gestagangur yrði til formannanna í dag. Hann kvaðst raunar lítið annað geta gefið upp um fyrirkomulag fundarhalda dagsins. Samfylkingin hlaut 20,8 prósent fylgi í kosningunum og fær því 15 þingmenn. Viðreisn fékk 15,8 prósent og 11 þingmenn en Flokkur fólksins 13,8 prósent og 10 þingmenn. Verði af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka hefði ný ríkisstjórn því 36 manna þingmeirihluta. Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira