Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 15:14 Sunneva Ósk Guðmundsdóttir með kassa af ferskum gellum. Samherji Samherji sendir nú ferskar gellur með flugi til Spánar, enda eykst eftirspurn eftir gellum þar í landi gríðarlega á aðventunni. Um gelluæði Spánverja á aðventunni er fjallað á vef Samherja. Þar er haft eftir Sunnevu Ósk Guðmundsdóttur, framleiðslustjóra Samherja á Akureyri, að reynt sé eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar. „Ég er ekki frá því að suma daga séu samtals hátt í tuttugu manns að gella, bæði hérna á Akureyri og á Dalvík. Fjöldinn fer eftir því hvaða fisktegundir er verið að vinna hverju sinni og þegar ekki er verið að gella sinna starfsmennirnir öðrum verkefnum. Þeir sem gella þurfa stundum að mæta snemma á morgnana, áður en sjálf vinnslan hefst.“ Borðaðar allt árið en kosta skildinginn Þá er haft eftir Kenneth Holst Moe, framkvæmdastjóra Icefresh Seafood Spain, að rík hefð sé meðal margra Spánverja að borða gellur, sér í lagi á aðventunni. „Upphafið má rekja til þess að spænskir sjómenn máttu á árum áður hirða gellur og kinnar, þetta var nokkurs konar bónus á launin. Spænskum togurum sem veiða þorsk hefur fækkað mikið í áranna rás, fólk vill engu að síður fá gellur og þá liggur beinast við að flytja þær inn frá Íslandi. Gellur eru borðaðar allan ársins hring hérna á Spáni. Sökum þess að þær eru tiltölulega dýrar kaupir fólk þær við sérstök tækifæri, svo sem í aðdraganda jólanna. Neyslan eykst því verulega þessar vikurnar.“ Sjávarútvegur Spánn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Um gelluæði Spánverja á aðventunni er fjallað á vef Samherja. Þar er haft eftir Sunnevu Ósk Guðmundsdóttur, framleiðslustjóra Samherja á Akureyri, að reynt sé eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar. „Ég er ekki frá því að suma daga séu samtals hátt í tuttugu manns að gella, bæði hérna á Akureyri og á Dalvík. Fjöldinn fer eftir því hvaða fisktegundir er verið að vinna hverju sinni og þegar ekki er verið að gella sinna starfsmennirnir öðrum verkefnum. Þeir sem gella þurfa stundum að mæta snemma á morgnana, áður en sjálf vinnslan hefst.“ Borðaðar allt árið en kosta skildinginn Þá er haft eftir Kenneth Holst Moe, framkvæmdastjóra Icefresh Seafood Spain, að rík hefð sé meðal margra Spánverja að borða gellur, sér í lagi á aðventunni. „Upphafið má rekja til þess að spænskir sjómenn máttu á árum áður hirða gellur og kinnar, þetta var nokkurs konar bónus á launin. Spænskum togurum sem veiða þorsk hefur fækkað mikið í áranna rás, fólk vill engu að síður fá gellur og þá liggur beinast við að flytja þær inn frá Íslandi. Gellur eru borðaðar allan ársins hring hérna á Spáni. Sökum þess að þær eru tiltölulega dýrar kaupir fólk þær við sérstök tækifæri, svo sem í aðdraganda jólanna. Neyslan eykst því verulega þessar vikurnar.“
Sjávarútvegur Spánn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira