ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 7. desember 2024 12:01 Mikill óróleiki og ótti hefur skapast í herbúðum þeirra sem eru á móti ESB eftir nýliðnar kosningar. Já, þeir eru margir bara á nálum. Varðliðar sérhagsmunanna, einangrunarsinnar og aðrir slíkir eru lafhræddir við að almenningi á Íslandi verði gefinn kostur á því að ákveða hvort landið hefji aftur aðildarviðræður við ESB. Þeir virðast óttast þjóðarviljann og reyna því að slá ryki í augu fólks með ýmsum hætti, rangfærslum og hálf-sannleika. Umsóknin frá Íslandi er enn á góðum stað í Brussel, þó hún sé í skúffu þar, og það er rangt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í kosningabaráttunni að það væri endanlega búið að ganga frá henni. Framsóknarmenn (þegar SDG var formaður þar) reyndu hins vegar sitt besta til að rústa málinu fyrir rúmum áratug síðan, enda með helstu varðliðum sérhagsmuna hér á landi, t.d. úrelts landbúnaðarkerfis. Það kostaði skattgreiðendur um sautján milljarða á síðasta ári og þótti ekki nóg. Sagt var að ESB-aðild myndi ganga frá landbúnaði á Íslandi dauðum, en staðan í dag er hörmuleg, m.a. vegna himinhárra vaxta og verðbólgu – og hverjum er það að kenna? Andstæðingar ESB eru s.s. lafhræddir við að: -Ísland fái stöðugan gjaldmiðil, sem myndi skapa hér alvöru stöðugleika og möguleika á fyrirjáanleika fyrir almenning og fyrirtæki. -Að það sé hægt að afnema verðtryggingu sem enginn útlendingur skilur og gerir ekkert annað en að hlaða skuldum á lántakendur, hamlar erlendri fjárfestingu, sem og möguleikum almennings innanlands. -Að það sé mögulegt fyrir fyrirtæki að losna hér við mikinn viðskiptakostnað, en þess ber að geta að flest stærstu fyrirtækin hafa flúið krónuna og gera upp í evrum eða dollar. Það er almenningi hins vegar ekki boðið upp á og er auðvitðað óréttlátt. Sumir eru einfaldlega jafnari en aðrir. -Að landið verði ,,þjóð meðal þjóða“ og að erlendir fjárfestar geti hugsað um það sem eðlilegan aðila að fjármálakerfi heimsins og þetta geti því mögulega aukið erlenda fjárfestingu (erlend fjárfesting mun líklega aukast við aðild að ESB, reynsla annarra ríkja sýnir það). -Og síðast en ekki síst, að Ísland losni úr því vaxta og verbólguvíti, sem reynt að innræta okkur að ,,eigi bara að vera svona“. Það er eitt mesta bull sem til er og er auðvitað bara réttlæting á slælegum vinnubrögðum. Verðbólga er eins og eldvarpa sem hvar sem er skilur eftir sig sviðna jörð. Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála hefur frá stofnun lýðveldis verið hagstjórn og glíman við verðbólgu. Þeir himinháu vextir sem hér hafa verið eru meðal annars vegna gjaldmiðilsins (sem ýkir allar hagsveiflur, allir eru sammála um það) og því sóar hann einn og sér gríðarlegum fjármunum frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum og hefur gert í gegnum tíðina. Þessa ,,blæðingu“ í formi vaxta og fjármagnskostnaðar verður einfaldlega að stöðva! Það er ekki hægt að bjóða komandi kynslóðum lengur upp hin skelfilegu ,,vöff“; (há) vexti, (óða)verðbólgu og verðtryggingu. Að t.d. húskaupendur hérlendis borgi þegar upp verður staðið tvær fasteignir á meðan nágrannar okkar á Norðurlöndum borga bara eina fasteign er á mannamáli rugl og ekkert annað. En allra mest óttast andstæðingar ESB auðvitað að missa spón úr aski sínum í skjóli sérhagsmunanna, því sérhagsmunir eru einmitt það sem orðið segir, þeir eru ,,sér“ en ekki almennir. ESB-aðild væri því nefnilega líka spurning um aukið réttlæti og jöfnuð í íslensku samfélagi. Það er of lítið rætt í þessu samhengi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Evrópuhreyfinguna í nóvember síðastliðinn er meirihluti fyrir því meðal landsmanna að hafa þjóðaratkvæði um að taka upp að nýju aðildarviðræðir (samtals 55% mjög eða fremur mikilvægt, um 21% í meðallagi mikilvægt). Auðvitað á almenningur rétt á því að kjósa um þetta mál og kominn tími til að draga úr ítökum sérhagsmuna hér á landi. Undanfarið höfum við því miður þó séð afar slæm dæmi um að sérhagsmunir virðast tröllríða íslensku samfélagi og sumir aðilar hér á landi hafa ákveðin stjórnmálaöfl að því er virðist algerlega í vasanum. Meira að segja lögbrot eru sett í lög (ný búvörulög)! Sérhagsmunagæsla á Íslandi er grímulaus og það er kominn tími á almannahagsmuni. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Evrópusambandið Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mikill óróleiki og ótti hefur skapast í herbúðum þeirra sem eru á móti ESB eftir nýliðnar kosningar. Já, þeir eru margir bara á nálum. Varðliðar sérhagsmunanna, einangrunarsinnar og aðrir slíkir eru lafhræddir við að almenningi á Íslandi verði gefinn kostur á því að ákveða hvort landið hefji aftur aðildarviðræður við ESB. Þeir virðast óttast þjóðarviljann og reyna því að slá ryki í augu fólks með ýmsum hætti, rangfærslum og hálf-sannleika. Umsóknin frá Íslandi er enn á góðum stað í Brussel, þó hún sé í skúffu þar, og það er rangt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í kosningabaráttunni að það væri endanlega búið að ganga frá henni. Framsóknarmenn (þegar SDG var formaður þar) reyndu hins vegar sitt besta til að rústa málinu fyrir rúmum áratug síðan, enda með helstu varðliðum sérhagsmuna hér á landi, t.d. úrelts landbúnaðarkerfis. Það kostaði skattgreiðendur um sautján milljarða á síðasta ári og þótti ekki nóg. Sagt var að ESB-aðild myndi ganga frá landbúnaði á Íslandi dauðum, en staðan í dag er hörmuleg, m.a. vegna himinhárra vaxta og verðbólgu – og hverjum er það að kenna? Andstæðingar ESB eru s.s. lafhræddir við að: -Ísland fái stöðugan gjaldmiðil, sem myndi skapa hér alvöru stöðugleika og möguleika á fyrirjáanleika fyrir almenning og fyrirtæki. -Að það sé hægt að afnema verðtryggingu sem enginn útlendingur skilur og gerir ekkert annað en að hlaða skuldum á lántakendur, hamlar erlendri fjárfestingu, sem og möguleikum almennings innanlands. -Að það sé mögulegt fyrir fyrirtæki að losna hér við mikinn viðskiptakostnað, en þess ber að geta að flest stærstu fyrirtækin hafa flúið krónuna og gera upp í evrum eða dollar. Það er almenningi hins vegar ekki boðið upp á og er auðvitðað óréttlátt. Sumir eru einfaldlega jafnari en aðrir. -Að landið verði ,,þjóð meðal þjóða“ og að erlendir fjárfestar geti hugsað um það sem eðlilegan aðila að fjármálakerfi heimsins og þetta geti því mögulega aukið erlenda fjárfestingu (erlend fjárfesting mun líklega aukast við aðild að ESB, reynsla annarra ríkja sýnir það). -Og síðast en ekki síst, að Ísland losni úr því vaxta og verbólguvíti, sem reynt að innræta okkur að ,,eigi bara að vera svona“. Það er eitt mesta bull sem til er og er auðvitað bara réttlæting á slælegum vinnubrögðum. Verðbólga er eins og eldvarpa sem hvar sem er skilur eftir sig sviðna jörð. Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála hefur frá stofnun lýðveldis verið hagstjórn og glíman við verðbólgu. Þeir himinháu vextir sem hér hafa verið eru meðal annars vegna gjaldmiðilsins (sem ýkir allar hagsveiflur, allir eru sammála um það) og því sóar hann einn og sér gríðarlegum fjármunum frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum og hefur gert í gegnum tíðina. Þessa ,,blæðingu“ í formi vaxta og fjármagnskostnaðar verður einfaldlega að stöðva! Það er ekki hægt að bjóða komandi kynslóðum lengur upp hin skelfilegu ,,vöff“; (há) vexti, (óða)verðbólgu og verðtryggingu. Að t.d. húskaupendur hérlendis borgi þegar upp verður staðið tvær fasteignir á meðan nágrannar okkar á Norðurlöndum borga bara eina fasteign er á mannamáli rugl og ekkert annað. En allra mest óttast andstæðingar ESB auðvitað að missa spón úr aski sínum í skjóli sérhagsmunanna, því sérhagsmunir eru einmitt það sem orðið segir, þeir eru ,,sér“ en ekki almennir. ESB-aðild væri því nefnilega líka spurning um aukið réttlæti og jöfnuð í íslensku samfélagi. Það er of lítið rætt í þessu samhengi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Evrópuhreyfinguna í nóvember síðastliðinn er meirihluti fyrir því meðal landsmanna að hafa þjóðaratkvæði um að taka upp að nýju aðildarviðræðir (samtals 55% mjög eða fremur mikilvægt, um 21% í meðallagi mikilvægt). Auðvitað á almenningur rétt á því að kjósa um þetta mál og kominn tími til að draga úr ítökum sérhagsmuna hér á landi. Undanfarið höfum við því miður þó séð afar slæm dæmi um að sérhagsmunir virðast tröllríða íslensku samfélagi og sumir aðilar hér á landi hafa ákveðin stjórnmálaöfl að því er virðist algerlega í vasanum. Meira að segja lögbrot eru sett í lög (ný búvörulög)! Sérhagsmunagæsla á Íslandi er grímulaus og það er kominn tími á almannahagsmuni. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun