Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. desember 2024 14:06 Jón Bjarnason, organisti í Skálholti, sem vonast til að söfnunin gangi vel þannig að það verði hægt að taka söfnunarflygilinn í notkun á Sumartónleikunum í Skálholti næsta sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Söfnun er nú hafin á flygli í Skálholtsdómkirkju en þar hefur aldrei verið til píanó, eingöngu orgeli, sem þykir mjög sérstakt í einu flottasta tónlistarhúsi landsins. Nýr flygill kostar um 20 milljónir króna. Skálholtsdómkirkja er mjög vinsæll tónlistarstaður enda haldnir fjölmargir tónleikar þar á hverju ári og ekki síst núna í jólamánuðinum þar sem fjölbreytt jólatónlist er í boði. Gott orgel er í kirkjunni en þar hefur aldrei verið píanó og því er hafin söfnun fyrir flygli í kirkjuna, Steinway flygil, sem kostar um 20 milljónir króna. Nú þegar hafa safnast um 6 milljónir. Jón Bjarnason er organisti í Skálholtskirkju en hann fer fyrir heilmiklum jólatónleikum í kirkjunni miðvikudagskvöldið 11. desember þar sem allir ágóði kvöldsins rennur í flygilsjóðinn. „Þetta verða alveg glæsilegir kórtónleikar þar sem við verðum með Vörðukórinn, Skálholtskórinn að sjálfsögðu, heimakórinn, Hruna- og hrepphólakórana og Stóra Núps og Ólafsvallakórinn. Þeir koma allir saman og syngja vegna þess að allir þessir vilja fá flygil í kirkjuna,” segir Jón. Aldrei hefur verið til píanó í Skálholtsdómkirkju en nú á að bæta úr því með að kaupa flygil í kirkjuna, sem mun kosta um 20 milljónir króna. Sérstök söfnun er í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón segir að vegna fjölbreytts tónleikahalds í Skálholtskirkju sé nauðsynlegt að fá flygil í kirkjuna, orgelið dugi ekki eitt og sér þó að það sé mjög gott. „Núna er bara svo mikið um tónleika hérna að það verður að fá meiri fjölbreytni þó að orgelið sé vissulega aðalhljóðfærið, þá er flygil nauðsynlegur þegar menn eru að flytja svona tónlist og svo eru líkar margir sálmar farnir að kalla á flygil,” segir Jón. En ef allt gengur upp, hvenær sérðu fyrir þér að þetta gæti orðið að veruleika að nýi flygilinn kæmi ef það safnast peningar? „Draumurinn er að þetta yrði að veruleika á næsta ári, sem er stórafmælisár Sumartónleikanna í Skálholti,” segir Jón organisti um leið og hann hvetur fólk til að leggja söfnuninni lið. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að gefa í flygilsjóð kirkjunnar; 0133-15-001647 á kennitölu 610172-0169. Heimasíða Skálholts Styrktartónleikar vegna flygilsins verða haldnir í Skálholti miðvikudagskvöldið 11. desember klukkan 20:00. Um jólatónleika er að ræða þar sem fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu sameina krafta sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Skálholtsdómkirkja er mjög vinsæll tónlistarstaður enda haldnir fjölmargir tónleikar þar á hverju ári og ekki síst núna í jólamánuðinum þar sem fjölbreytt jólatónlist er í boði. Gott orgel er í kirkjunni en þar hefur aldrei verið píanó og því er hafin söfnun fyrir flygli í kirkjuna, Steinway flygil, sem kostar um 20 milljónir króna. Nú þegar hafa safnast um 6 milljónir. Jón Bjarnason er organisti í Skálholtskirkju en hann fer fyrir heilmiklum jólatónleikum í kirkjunni miðvikudagskvöldið 11. desember þar sem allir ágóði kvöldsins rennur í flygilsjóðinn. „Þetta verða alveg glæsilegir kórtónleikar þar sem við verðum með Vörðukórinn, Skálholtskórinn að sjálfsögðu, heimakórinn, Hruna- og hrepphólakórana og Stóra Núps og Ólafsvallakórinn. Þeir koma allir saman og syngja vegna þess að allir þessir vilja fá flygil í kirkjuna,” segir Jón. Aldrei hefur verið til píanó í Skálholtsdómkirkju en nú á að bæta úr því með að kaupa flygil í kirkjuna, sem mun kosta um 20 milljónir króna. Sérstök söfnun er í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón segir að vegna fjölbreytts tónleikahalds í Skálholtskirkju sé nauðsynlegt að fá flygil í kirkjuna, orgelið dugi ekki eitt og sér þó að það sé mjög gott. „Núna er bara svo mikið um tónleika hérna að það verður að fá meiri fjölbreytni þó að orgelið sé vissulega aðalhljóðfærið, þá er flygil nauðsynlegur þegar menn eru að flytja svona tónlist og svo eru líkar margir sálmar farnir að kalla á flygil,” segir Jón. En ef allt gengur upp, hvenær sérðu fyrir þér að þetta gæti orðið að veruleika að nýi flygilinn kæmi ef það safnast peningar? „Draumurinn er að þetta yrði að veruleika á næsta ári, sem er stórafmælisár Sumartónleikanna í Skálholti,” segir Jón organisti um leið og hann hvetur fólk til að leggja söfnuninni lið. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að gefa í flygilsjóð kirkjunnar; 0133-15-001647 á kennitölu 610172-0169. Heimasíða Skálholts Styrktartónleikar vegna flygilsins verða haldnir í Skálholti miðvikudagskvöldið 11. desember klukkan 20:00. Um jólatónleika er að ræða þar sem fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu sameina krafta sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira