Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 15:07 Mótmælendur, sem margir hafa fengið synjun á greiðsluþátttöku, tóku höndum saman í sumar. getty Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. Brian Thompson forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem voðaverkið hafi verið þaulskipulagt en á myndskeiði af atvikinu má sjá manninn bíða eftir Thompson áður en hann skýtur hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðinginn er nú talinn hafa haldið í rútu til Atlanta. Stóru miðlarnir vestanhafs beina nú kastljósinu á baráttu fólks gegn stóru tryggingafélögunum, sem velta billjörðum dala árlega á sama tíma og greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu er oft hafnað. Algengt er að við höfnun sé vísað til svokallaðs fyrirframleyfis (e. Prior authorisation), klásúlu í tryggingaskilmálum sem gerir tryggingafélögum kleift að skoða þá meðferð sem til greina kemur áður en greiðsluþátttaka er samþykkt. „Sendi samúðarkveðju og fyrirframleyfi“. Þessi kveðja er algeng meðal netverja sem margir hverjir virðast ekki hafa mikla samúð með forstjóranum Brian Thompson og fjölskyldu hans. Fyrirtækinu UnitedHealthcare og þeirra vinnubrögðum hefur lengi verið mótmælt. Á heitum sumardegi í Minesota í júlí síðastliðnum söfnuðust til að mynda fleiri en hundrað manns saman til að mótmæla tryggingaskilmálum sem leiða til þess að tryggðir sjúklingar fá höfnun um greiðsluþátttöku. „UnitedHealthcare hafnar þjónustu,“ stóð á skilti mótmælenda sem margir höfðu fengið höfnun á greiðsluþátttöku. Ellefu þeirra voru handteknir fyrir að stöðva umferð fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins. Mótmælendur stöðvuðu umferð fyrir utan höfuðstöðvarnar.getty „Þeim er synjað um þjónustu, og svo þurfa þau að fara í gegnum kæruferli sem er gríðarlega erfitt að hafa betur í,“ er haft eftir Unai Montes-Irueste, sem starfað hefur í hópi sjálboðaliða til hjálpar þeim sem standa í stappi við tryggingafélög. Frá Minesota í sumar.getty Þessi umræða hefur farið á flug eftir launmorðið sem mikið hefur verið fjallað um. Eins og áður segir er enn er leitað morðingjans, sem skildi eftir sig skilaboð á skothylkjum sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Orðin „Defend“, „deny“ og „depose“ eða „Verja“, „tefja“ og „setja af“, stóðu á hylkjunum og er talið vísa til aðferða tryggingafélaga við synjun á bótaskyldu. Að öðru leyti er lítið vitað um mótíf morðingjans, sem einhverjir telja að sé atvinnumaður, ráðinn til þess að fremja verknaðinn. Fyrir liggur sömuleiðis að Thompson hafði fengið hótanir í aðdraganda morðsins. „Það höfðu verið einhverjar hótanir,“ tjáði eiginkona hans Paulette Thompson fjölmiðlum í síðustu viku. „Eitthvað tengt skorti á heilbrigðisþjónustu? Ég þekki ekki smáatriðin,“ er haft eftir henni. Í umfjöllun BBC er sömuleiðis haft eftir manni að nafni Philip Klein, sem sinnti öryggisgæslu Thopsson upp úr aldamótum. Hann kveðst forviða á því að forstjórinn hafi ekki verið með öryggisgæslu í New York. „Það er mikil reiði í Bandaríkjunum núna,“ er haft eftir Klein. „Fyrirtæki verða að vakna og átta sig á því að forsvarsmenn fyrirtækja gætu verið elt uppi á hverri stundu“. Bandaríkin Heilsa Heilbrigðismál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Sjá meira
Brian Thompson forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem voðaverkið hafi verið þaulskipulagt en á myndskeiði af atvikinu má sjá manninn bíða eftir Thompson áður en hann skýtur hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðinginn er nú talinn hafa haldið í rútu til Atlanta. Stóru miðlarnir vestanhafs beina nú kastljósinu á baráttu fólks gegn stóru tryggingafélögunum, sem velta billjörðum dala árlega á sama tíma og greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu er oft hafnað. Algengt er að við höfnun sé vísað til svokallaðs fyrirframleyfis (e. Prior authorisation), klásúlu í tryggingaskilmálum sem gerir tryggingafélögum kleift að skoða þá meðferð sem til greina kemur áður en greiðsluþátttaka er samþykkt. „Sendi samúðarkveðju og fyrirframleyfi“. Þessi kveðja er algeng meðal netverja sem margir hverjir virðast ekki hafa mikla samúð með forstjóranum Brian Thompson og fjölskyldu hans. Fyrirtækinu UnitedHealthcare og þeirra vinnubrögðum hefur lengi verið mótmælt. Á heitum sumardegi í Minesota í júlí síðastliðnum söfnuðust til að mynda fleiri en hundrað manns saman til að mótmæla tryggingaskilmálum sem leiða til þess að tryggðir sjúklingar fá höfnun um greiðsluþátttöku. „UnitedHealthcare hafnar þjónustu,“ stóð á skilti mótmælenda sem margir höfðu fengið höfnun á greiðsluþátttöku. Ellefu þeirra voru handteknir fyrir að stöðva umferð fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins. Mótmælendur stöðvuðu umferð fyrir utan höfuðstöðvarnar.getty „Þeim er synjað um þjónustu, og svo þurfa þau að fara í gegnum kæruferli sem er gríðarlega erfitt að hafa betur í,“ er haft eftir Unai Montes-Irueste, sem starfað hefur í hópi sjálboðaliða til hjálpar þeim sem standa í stappi við tryggingafélög. Frá Minesota í sumar.getty Þessi umræða hefur farið á flug eftir launmorðið sem mikið hefur verið fjallað um. Eins og áður segir er enn er leitað morðingjans, sem skildi eftir sig skilaboð á skothylkjum sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Orðin „Defend“, „deny“ og „depose“ eða „Verja“, „tefja“ og „setja af“, stóðu á hylkjunum og er talið vísa til aðferða tryggingafélaga við synjun á bótaskyldu. Að öðru leyti er lítið vitað um mótíf morðingjans, sem einhverjir telja að sé atvinnumaður, ráðinn til þess að fremja verknaðinn. Fyrir liggur sömuleiðis að Thompson hafði fengið hótanir í aðdraganda morðsins. „Það höfðu verið einhverjar hótanir,“ tjáði eiginkona hans Paulette Thompson fjölmiðlum í síðustu viku. „Eitthvað tengt skorti á heilbrigðisþjónustu? Ég þekki ekki smáatriðin,“ er haft eftir henni. Í umfjöllun BBC er sömuleiðis haft eftir manni að nafni Philip Klein, sem sinnti öryggisgæslu Thopsson upp úr aldamótum. Hann kveðst forviða á því að forstjórinn hafi ekki verið með öryggisgæslu í New York. „Það er mikil reiði í Bandaríkjunum núna,“ er haft eftir Klein. „Fyrirtæki verða að vakna og átta sig á því að forsvarsmenn fyrirtækja gætu verið elt uppi á hverri stundu“.
Bandaríkin Heilsa Heilbrigðismál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Sjá meira