Áfram bendir Hareide á Solskjær Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 11:02 Age Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands hefur miklar mætur á Ole Gunnar Solskjær Vísir/Getty Norska úrvalsdeildarfélagið í fótbolta, Molde, er í leit að þjálfara eftir að Erling Moe var sagt upp störfum í kjölfar taps gegn Frederikstad í úrslitaleik norska bikarsins. Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands vill að Ole Gunnar Solskjær taki við norska liðinu. Mark Júlíusar Magnússonar úr fimmtu vítaspyrnu Frederikstad í vítaspyrnukeppni gegn Molde í úrslitaleiknum reyndist síðasti naglinn í kistu Erlings en auk þess að missa af bikarnum endaði Molde í 5.sæti sem getur ekki talist ásættanlegur árangur hjá þessu sigursæla félagi. Hareide stýrði nú Molde sjálfur á sínum tíma og var einnig leikmaður félagsins. Hann er með skýra sýn á það hver ætti að taka við félaginu á þessum krefjandi tímum. Engin annar en Ole Gunnar Solskjær. Solskjær er vel þekktur í knattspyrnuheiminum eftir tíma sinn sem leikmaður Manchester United og norska landsliðsins. Þá hefur hann stýrt Molde áður á sínum þjálfaraferli en einnig verið knattspyrnustjóri Manchester United. En það var akkúrat Erling sem tók við af honum hjá Molde árið 2019. „Hann hefur spilað fyrir félagið og hefur náð árangri sem þjálfari liðsins áður. Þar að auki býr hann yfir mikilli reynslu frá tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Hareide um Solskjær í samtali við NRK. Undir stjórn Solskjær varð Molde Noregsmeistari árið 2011 og 2012. Liðið vann svo norska bikarinn árið 2013. Solskjær býr nú í Kristiansund og hefur verið orðaður við fjölmörg störf undanfarna mánuði. „Ég myndi keyra beinustu leið til Kristiansund og ræða við hann,“ bætir Hareide við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands mælir með Solskjær sem þjálfara í lausa stöðu. Hareide lét hafa það eftir sér í október síðastliðnum að danska knattspyrnusambandið ætti að ráða hann sem þjálfara karlalandsliðs síns. Þá vildi hann einnig að Manchester United myndi ráða Solskjær aftur sem knattspyrnustjóra eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn. Norski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Mark Júlíusar Magnússonar úr fimmtu vítaspyrnu Frederikstad í vítaspyrnukeppni gegn Molde í úrslitaleiknum reyndist síðasti naglinn í kistu Erlings en auk þess að missa af bikarnum endaði Molde í 5.sæti sem getur ekki talist ásættanlegur árangur hjá þessu sigursæla félagi. Hareide stýrði nú Molde sjálfur á sínum tíma og var einnig leikmaður félagsins. Hann er með skýra sýn á það hver ætti að taka við félaginu á þessum krefjandi tímum. Engin annar en Ole Gunnar Solskjær. Solskjær er vel þekktur í knattspyrnuheiminum eftir tíma sinn sem leikmaður Manchester United og norska landsliðsins. Þá hefur hann stýrt Molde áður á sínum þjálfaraferli en einnig verið knattspyrnustjóri Manchester United. En það var akkúrat Erling sem tók við af honum hjá Molde árið 2019. „Hann hefur spilað fyrir félagið og hefur náð árangri sem þjálfari liðsins áður. Þar að auki býr hann yfir mikilli reynslu frá tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Hareide um Solskjær í samtali við NRK. Undir stjórn Solskjær varð Molde Noregsmeistari árið 2011 og 2012. Liðið vann svo norska bikarinn árið 2013. Solskjær býr nú í Kristiansund og hefur verið orðaður við fjölmörg störf undanfarna mánuði. „Ég myndi keyra beinustu leið til Kristiansund og ræða við hann,“ bætir Hareide við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands mælir með Solskjær sem þjálfara í lausa stöðu. Hareide lét hafa það eftir sér í október síðastliðnum að danska knattspyrnusambandið ætti að ráða hann sem þjálfara karlalandsliðs síns. Þá vildi hann einnig að Manchester United myndi ráða Solskjær aftur sem knattspyrnustjóra eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn.
Norski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira