Mætt aftur eftir heilablóðfall: „Ekkert mun toppa þessa tilfinningu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 13:31 Ellie Roebuck kom til Barcelona í sumar en hefur nú loks spilað sinn fyrsta leik fyrir Evrópumeistarana. Getty/Florencia Tan Jun Enski landsliðsmarkvörðurinn Ellie Roebuck spilaði um helgina sinn fyrsta fótboltaleik í yfir 300 daga, þegar hún sneri aftur til keppni eftir að hafa fengið heilablóðfall. Roebuck, sem er 25 ára gömul, greindi frá því í mars að hún hefði fengið heilablóðfall en að það hefði ekki valdið varanlegum skemmdum á heila eða sjón hennar. Það hefur þó tekið sinn tíma fyrir Roebuck að snúa aftur til keppni en það gerði hún og var nálægt því að halda markinu hreinu, í 4-1 sigri með Barcelona gegn Real Betis á laugardag. Roebuck fór til Barcelona frá Manchester City í júní, þegar samningur hennar við enska félagið rann út, eftir að ljóst var að hún myndi geta spilað fótbolta að nýju. Leikurinn um helgina var því hennar fyrsti leikur fyrir Barcelona. „303 dögum síðar. Markmiðið var alltaf að spila aftur íþróttina sem ég elska,“ skrifaði Roebuck á Instagram. Lionesses and Barcelona keeper Ellie Roebuck made her first appearance in 19 months after recovering from a stroke ❤#BBCFootball pic.twitter.com/kvxCds1Lk2— BBC Sport (@BBCSport) December 9, 2024 „Stundum virtist það ómögulegt en það er algjör draumur að gera það fyrir Barcelona. Þetta hefur verið ferðalag. Ég vil þakka öllum sem studdu mig á leiðinni. Ekkert mun toppa þessa tilfinningu,“ skrifaði Roebuck. Hún lék yfir 100 leiki fyrir City og á að baki ellefu A-landsleiki. Hún var til að mynda í enska landsliðshópnum sem varð Evrópumeistari sumarið 2022 og gerir nú tilkall til þess að komast á EM í Sviss næsta sumar. Barcelona hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Spáni til þessa. Liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð og sækir Hammarby heim til Svíþjóðar á fimmtudaginn. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Sjá meira
Roebuck, sem er 25 ára gömul, greindi frá því í mars að hún hefði fengið heilablóðfall en að það hefði ekki valdið varanlegum skemmdum á heila eða sjón hennar. Það hefur þó tekið sinn tíma fyrir Roebuck að snúa aftur til keppni en það gerði hún og var nálægt því að halda markinu hreinu, í 4-1 sigri með Barcelona gegn Real Betis á laugardag. Roebuck fór til Barcelona frá Manchester City í júní, þegar samningur hennar við enska félagið rann út, eftir að ljóst var að hún myndi geta spilað fótbolta að nýju. Leikurinn um helgina var því hennar fyrsti leikur fyrir Barcelona. „303 dögum síðar. Markmiðið var alltaf að spila aftur íþróttina sem ég elska,“ skrifaði Roebuck á Instagram. Lionesses and Barcelona keeper Ellie Roebuck made her first appearance in 19 months after recovering from a stroke ❤#BBCFootball pic.twitter.com/kvxCds1Lk2— BBC Sport (@BBCSport) December 9, 2024 „Stundum virtist það ómögulegt en það er algjör draumur að gera það fyrir Barcelona. Þetta hefur verið ferðalag. Ég vil þakka öllum sem studdu mig á leiðinni. Ekkert mun toppa þessa tilfinningu,“ skrifaði Roebuck. Hún lék yfir 100 leiki fyrir City og á að baki ellefu A-landsleiki. Hún var til að mynda í enska landsliðshópnum sem varð Evrópumeistari sumarið 2022 og gerir nú tilkall til þess að komast á EM í Sviss næsta sumar. Barcelona hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Spáni til þessa. Liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð og sækir Hammarby heim til Svíþjóðar á fimmtudaginn.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Sjá meira