Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2024 08:35 Kennedy verður seint sagður maður vísindanna. Getty/Washington Post/Jabin Botsford Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. Að sögn Richard Roberts, sem vann til Nóbelsverðlauna í lífeðlisfræði árið 1993, sá hópurinn sig tilneyddan til að grípa til varna fyrir hönd vísindanna gegn Kennedy, sem hefur sótt að bæði vísindamönnum og stofnunum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið. Nóbelsverðlaunahafarnir segja Kennedy hvorki hafa menntun né reynslu til að gegna embættinu og þá séu uppi verulegar efasemdir um að hann sé hæfur til að fara fyrir ráðuneytinu sem sé falið að standa vörð um líf og heilsu almennings. Í bréfinu segir meðal annars að útnefning Kennedy sé ógn við lýðheilsu og þá grafi hún undan leiðtogahlutverki Bandaríkjanna í heilbrigðisvísindum. Andstaða Kennedy við forvarnir á borð við bólusetningar og flúor í drykkjarvatni stofni velferð almennings í hættu. Kennedy hefur talað fyrir ýmsum samsæriskenningum og meðal annars sagt bólusetningar orsök einhverfu og hafnað því að H.I.V. valdi alnæmi. Þá hefur hann haldið því fram að kórónuveiran hafi verið sniðin að ákveðnum hópum og hlíft öðrum. Kennedy hefur einnig sagt að fangelsa ætti vísindamenn sem vinna að þróun bóluefna og hótað því að reka fjölda starfsmanna opinbera heilbrigðiskerfisins ef hann kemst í ráðherrastól. Talsmenn Donald Trump, sem útnefndi Kennedy, svöruðu bréfinu í gær og sögðu almenning langþreyttan á að fara að boðum og bönnum „elítunnar“. Kennedy myndi knýja fram þær breytingar sem Trump vildi gera á meingölluðu heilbrigðiskerfi. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Nóbelsverðlaun Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Að sögn Richard Roberts, sem vann til Nóbelsverðlauna í lífeðlisfræði árið 1993, sá hópurinn sig tilneyddan til að grípa til varna fyrir hönd vísindanna gegn Kennedy, sem hefur sótt að bæði vísindamönnum og stofnunum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið. Nóbelsverðlaunahafarnir segja Kennedy hvorki hafa menntun né reynslu til að gegna embættinu og þá séu uppi verulegar efasemdir um að hann sé hæfur til að fara fyrir ráðuneytinu sem sé falið að standa vörð um líf og heilsu almennings. Í bréfinu segir meðal annars að útnefning Kennedy sé ógn við lýðheilsu og þá grafi hún undan leiðtogahlutverki Bandaríkjanna í heilbrigðisvísindum. Andstaða Kennedy við forvarnir á borð við bólusetningar og flúor í drykkjarvatni stofni velferð almennings í hættu. Kennedy hefur talað fyrir ýmsum samsæriskenningum og meðal annars sagt bólusetningar orsök einhverfu og hafnað því að H.I.V. valdi alnæmi. Þá hefur hann haldið því fram að kórónuveiran hafi verið sniðin að ákveðnum hópum og hlíft öðrum. Kennedy hefur einnig sagt að fangelsa ætti vísindamenn sem vinna að þróun bóluefna og hótað því að reka fjölda starfsmanna opinbera heilbrigðiskerfisins ef hann kemst í ráðherrastól. Talsmenn Donald Trump, sem útnefndi Kennedy, svöruðu bréfinu í gær og sögðu almenning langþreyttan á að fara að boðum og bönnum „elítunnar“. Kennedy myndi knýja fram þær breytingar sem Trump vildi gera á meingölluðu heilbrigðiskerfi.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Nóbelsverðlaun Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira