Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 22:21 Caitlin Clark hefur komið kvennakörfunni í hóp vinsælustu íþróttagreinanna í Bandaríkjunum. Það eru fáir íþróttamenn vinsælli en hún. Time Bandaríska fréttatímaritið Time valdi körfuboltakonuna Caitlin Clark Íþróttamann ársins í ár. Clark vann hvorki titil í WNBA deildinni eða háskólaboltanum né tók þátt í Ólympíuleikunum í París en hún fékk engu að síður þessa útnefningu. Það leikur enginn vafi á því að þessi 22 ára körfuboltakona kom kvennakörfunni á kortið á síðustu árum og er í hópi vinsælustu íþróttamanna Bandaríkjanna í dag. Hún varð á árinu stigahæsti leikmaður sögunnar í bandaríska háskólaboltanum og skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. Hún tók fyrst kvennametið en sló svo met Pete Maravich. Það horfðu næstum því nítján milljónir á úrslitaleikinn í háskólaboltanum þar sem Clark varð reyndar að sætta sig við tap með liðsfélögum sínum í Iowa. View this post on Instagram A post shared by We Need To Talk (@weneedtotalk) Clark var valin nýliði ársins í WNBA deildinni en leikir hennar slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru, bæði í sjónvarpi sem og í íþróttahúsunum sjálfum. WNBA liðin spiluðu vanalega í litlum höllum en þurftu að færa leiki Clark í mun stærri hallir til að bregðast við gríðarlegri eftirspurn eftir miðum. Hún setti líka mörg nýliðamet en Clark var með 19,2 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í WNBA. Hún varð fyrsti nýliðinn í sögunni til að ná þrennu og því náði hún tvisvar sinnum. Hún setti líka stoðsendingamet á einu tímabili, ekki bara hjá nýliðum heldur hjá öllum leikmönnum og bæði á öllu tímabilinu sem og í einum leik (19). „Mér hefur tekist að vekja áhuga hjá svo mörgu fólki sem hefur aldrei horft á kvennaíþróttir hvað þá kvennakörfubolta og með því breytt þeim í áhugafólk um sportið,“ sagði Caitlin Clark við Time. „Ég vil vera einhver sem ungar stúlkur geta litið upp til. Þetta er samt bara byrjunin,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by TIME (@time) Íþróttamenn ársins hjá Time: 2020: LeBron James, körfubolti 2021: Simone Biles, fimleikar 2022: Aaron Judge, hafnabolti 2023: Leo Messi, fótbolti 2024: Caitlin Clark, körfubolti WNBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Clark vann hvorki titil í WNBA deildinni eða háskólaboltanum né tók þátt í Ólympíuleikunum í París en hún fékk engu að síður þessa útnefningu. Það leikur enginn vafi á því að þessi 22 ára körfuboltakona kom kvennakörfunni á kortið á síðustu árum og er í hópi vinsælustu íþróttamanna Bandaríkjanna í dag. Hún varð á árinu stigahæsti leikmaður sögunnar í bandaríska háskólaboltanum og skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. Hún tók fyrst kvennametið en sló svo met Pete Maravich. Það horfðu næstum því nítján milljónir á úrslitaleikinn í háskólaboltanum þar sem Clark varð reyndar að sætta sig við tap með liðsfélögum sínum í Iowa. View this post on Instagram A post shared by We Need To Talk (@weneedtotalk) Clark var valin nýliði ársins í WNBA deildinni en leikir hennar slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru, bæði í sjónvarpi sem og í íþróttahúsunum sjálfum. WNBA liðin spiluðu vanalega í litlum höllum en þurftu að færa leiki Clark í mun stærri hallir til að bregðast við gríðarlegri eftirspurn eftir miðum. Hún setti líka mörg nýliðamet en Clark var með 19,2 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í WNBA. Hún varð fyrsti nýliðinn í sögunni til að ná þrennu og því náði hún tvisvar sinnum. Hún setti líka stoðsendingamet á einu tímabili, ekki bara hjá nýliðum heldur hjá öllum leikmönnum og bæði á öllu tímabilinu sem og í einum leik (19). „Mér hefur tekist að vekja áhuga hjá svo mörgu fólki sem hefur aldrei horft á kvennaíþróttir hvað þá kvennakörfubolta og með því breytt þeim í áhugafólk um sportið,“ sagði Caitlin Clark við Time. „Ég vil vera einhver sem ungar stúlkur geta litið upp til. Þetta er samt bara byrjunin,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by TIME (@time) Íþróttamenn ársins hjá Time: 2020: LeBron James, körfubolti 2021: Simone Biles, fimleikar 2022: Aaron Judge, hafnabolti 2023: Leo Messi, fótbolti 2024: Caitlin Clark, körfubolti
Íþróttamenn ársins hjá Time: 2020: LeBron James, körfubolti 2021: Simone Biles, fimleikar 2022: Aaron Judge, hafnabolti 2023: Leo Messi, fótbolti 2024: Caitlin Clark, körfubolti
WNBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira