Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Árni Sæberg skrifar 11. desember 2024 12:03 Sigurður Valtýsson, til vinstri, er forsvarsmaður Frigusar II. Steinar Þór Guðgeirsson er verjandi ríkisins í máli Frigusar á hendur því. Frigus bar meðal annars fyrir sig að taka hefði þurft tillits til meints ólögmæts fundar Steinars Þórs með vitnum í málinu. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Frigusar II um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Frigus krafðist rúmlega 650 milljóna króna vegna þess að félagið fékk ekki að kaupa eignarhaldsfélagið Klakka, áður Exista, af Lindarhvoli. Hæstiréttur telur málið ekki varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni Frigusar. Í ákvörðun Hæstaréttar, sem tekin var í gær, segir að Frigus hafi með beiðni í nóvember óskað eftir áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar, sem kveðinn var upp í október. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið, nú síðast þegar greint var frá því að Frigus hefði farið fýluferð í Landsrétt, sem staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Málið snýr að sölu Lindarhvols, félags sem stofnað var til að fara með eignarhlut ríkisins í svokölluðum stöðugleikaeignum, á Klakka. Frigus, sem er í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona, sem kenndir eru við Bakkavör, og Sigurðar Valtýssonar, bauð 501 milljón króna í félagið. BLM fjárfestingar buðu 505 milljónir og tilboð frá Ásaflöt ehf. hljóðaði upp á 502 milljónir. Tilboði BLM fjárfestinga var að lokum tekið. Þessu vildu Frigusarmenn ekki una og höfðuðu mál vegna meintrar ólögmætrar sölumeðferðar. Frigus krafðist 650 milljón króna í skaðabætur frá Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Kröfupphæðin nam þeim hagnaði sem Frigus taldi sig hefðu notið ef tilboði félagins hefði verið tekið. Ekki talið að tilboð Frigusar hafi verið hagstæðast Í ákvörðuninni segir að Frigus hafi byggt á því að verulegir annmarkar hefðu verið á söluferlinu sem leitt hefðu til skaðabótaskyldu ríkisins. Frigus hafi byggt á því að hann hefði átt eina gilda tilboðið sem hefði borist og það jafnframt verið hagstæðast. Landsréttur hafi ekki fallist á að Frigus hefði átt eina gilda tilboðið þar sem önnur tilboð hefðu verið háð fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins. Þá hafi ekki verið fallist á að ákvæði í kaupsamningi um að kaupverðið skyldi bera vexti að liðnum tilteknum tíma frá gerð kaupsamnings þar til afhending hins selda fór fram hefði falið í sér breytingu á því tilboði eða skilmálum söluferlisins verið breytt þannig að máli skipti. Landsréttur hafi talið ekki annað verða séð en að Lindarhvoll hefði farið eftir þeim reglum sem giltu við mat á tilboðum og valið hagkvæmasta tilboðið í skilningi ákvæðis til bráðabirgða III með breytingalögum um stöðugleikaeignir, sem breyttu þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands. Því hafi ekki verið fallist á að tilboð Frigusar hefði í reynd verið hagstæðast. Ekki fallist á aðra annmarka Í dómi Landsréttar hafi komið fram að hið umdeilda söluferli hefði verið opið öllum og legið hefði fyrir hvernig tilboð yrði valið, auk þess sem veittar hefðu verið upplýsingar um þá skilmála sem gilt hefðu. Yrði ekki annað séð en að Lindarhvoll hefði veitt öllum bjóðendum sömu upplýsingar um þær eignir sem voru til sölu og um söluferlið. Því hafi ekki verið fallist á að brotið hafi verið gegn jafnræðisreglunni í söluferlinu eða að skort hefði á gagnsæi. Þá hafi Landsréttur talið að ekkert hefði komið fram sem gæfi tilefni til að draga í efa að stjórn Lindarhvols hefði lagt mat á þau tilboð sem bárust, svo sem rakið hefði verið í fundargerðum, og því ekki fallist á að stjórnarmenn hefðu vanrækt rannsóknarskyldu sína. Loks hefði ekki verið sýnt fram á að aðrir annmarkar hefðu verið á hinu umdeilda söluferli sem leitt gætu til bótaskyldu ríkisins. Vildi fá skorið úr um hvort Steinar hafi mátt funda með vitnum Í ákvörðuninni segir að Frigus hafi með beiðninni byggt á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi. Afar takmörkuð fordæmi liggi fyrir um hvaða reglur gildi við sölu ríkiseigna og hvernig þeim skuli beitt. Taka þyrfti afstöðu til þess hvort stjórnsýslulög og meginreglur stjórnsýsluréttar gildi við sölu ríkiseigna. Enn fremur þyrfti að meta hvort, og þá að hvaða marki, hafa megi hliðsjón af lögum um opinber innkaup við sölu ríkiseigna. Þá þyrfti að leysa úr því að hvaða marki lögmaður, sem jafnframt væri „lykilvitni“ í máli, geti að réttu lagi tekið að sér hagsmunagæslu í því fyrir dómi og hvaða afleiðingar það hafi fyrir framburð hans. Loks þurfi að leysa úr því hvort fundur, sem lögmaður gagnaðila hélt með fjórum vitnum í málinu í aðdraganda aðalmeðferðar í héraði, hafi verið heimill og hvaða afleiðingar sá fundur hafi við mat á framburði þessara vitna. Þar vísar Frigus til fundar sem Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Lindarhvols í málinu og fjölda annarra mála, hélt með stjórn Lindarhvols áður en til vitnaleiðslu kom. Úrskurðarnefnd lögmanna komst að þeirri niðurstöðu að Steinar Þór hefði ekki gerst brotlegur við siðareglur lögmanna með því að halda fundinn. Dómurinn sérlega rangur hvað gildi tilboðsins varðar Þá hafi Frigus jafnframt byggt á því að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. Loks hafi verið byggt á því að dómur Landsréttar í málinu væri bersýnilega rangur að efni til, einkum að því er varðar úrlausn um hvort tilboð Frigusar hafi verið eina gilda tilboðið í söluferlinu, eða að minnsta kosti hið hagstæðasta af þeim sem bárust. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði hvorki talið að fullnægt væri þeim skilyrðum ákvæðis laga um meðferða einkamála að úrslit þess hefðu verulegt almennt gildi né varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Frigusar í skilningi ákvæðisins. Þá yrði hvorki talið að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant né að dómur Landsréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms, væri bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi hafi því verið hafnað. Rekstur hins opinbera Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Tengdar fréttir Þarf að afhenda reikninga lögmannsstofunnar sem hefur malað gull Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið gert að afhenda Frigusi II, sem lengi hefur staðið í stappi við ríkið í Lindarhvolsmálinu svokallaða, reikninga frá lögmannsstofunni Íslögum án yfirstrikana. Frá ársbyrjun 2018 hefur ráðuneytið greitt stofunni áttatíu milljónir króna. 4. apríl 2024 17:00 Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. 16. september 2023 09:04 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar, sem tekin var í gær, segir að Frigus hafi með beiðni í nóvember óskað eftir áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar, sem kveðinn var upp í október. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið, nú síðast þegar greint var frá því að Frigus hefði farið fýluferð í Landsrétt, sem staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Málið snýr að sölu Lindarhvols, félags sem stofnað var til að fara með eignarhlut ríkisins í svokölluðum stöðugleikaeignum, á Klakka. Frigus, sem er í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona, sem kenndir eru við Bakkavör, og Sigurðar Valtýssonar, bauð 501 milljón króna í félagið. BLM fjárfestingar buðu 505 milljónir og tilboð frá Ásaflöt ehf. hljóðaði upp á 502 milljónir. Tilboði BLM fjárfestinga var að lokum tekið. Þessu vildu Frigusarmenn ekki una og höfðuðu mál vegna meintrar ólögmætrar sölumeðferðar. Frigus krafðist 650 milljón króna í skaðabætur frá Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Kröfupphæðin nam þeim hagnaði sem Frigus taldi sig hefðu notið ef tilboði félagins hefði verið tekið. Ekki talið að tilboð Frigusar hafi verið hagstæðast Í ákvörðuninni segir að Frigus hafi byggt á því að verulegir annmarkar hefðu verið á söluferlinu sem leitt hefðu til skaðabótaskyldu ríkisins. Frigus hafi byggt á því að hann hefði átt eina gilda tilboðið sem hefði borist og það jafnframt verið hagstæðast. Landsréttur hafi ekki fallist á að Frigus hefði átt eina gilda tilboðið þar sem önnur tilboð hefðu verið háð fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins. Þá hafi ekki verið fallist á að ákvæði í kaupsamningi um að kaupverðið skyldi bera vexti að liðnum tilteknum tíma frá gerð kaupsamnings þar til afhending hins selda fór fram hefði falið í sér breytingu á því tilboði eða skilmálum söluferlisins verið breytt þannig að máli skipti. Landsréttur hafi talið ekki annað verða séð en að Lindarhvoll hefði farið eftir þeim reglum sem giltu við mat á tilboðum og valið hagkvæmasta tilboðið í skilningi ákvæðis til bráðabirgða III með breytingalögum um stöðugleikaeignir, sem breyttu þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands. Því hafi ekki verið fallist á að tilboð Frigusar hefði í reynd verið hagstæðast. Ekki fallist á aðra annmarka Í dómi Landsréttar hafi komið fram að hið umdeilda söluferli hefði verið opið öllum og legið hefði fyrir hvernig tilboð yrði valið, auk þess sem veittar hefðu verið upplýsingar um þá skilmála sem gilt hefðu. Yrði ekki annað séð en að Lindarhvoll hefði veitt öllum bjóðendum sömu upplýsingar um þær eignir sem voru til sölu og um söluferlið. Því hafi ekki verið fallist á að brotið hafi verið gegn jafnræðisreglunni í söluferlinu eða að skort hefði á gagnsæi. Þá hafi Landsréttur talið að ekkert hefði komið fram sem gæfi tilefni til að draga í efa að stjórn Lindarhvols hefði lagt mat á þau tilboð sem bárust, svo sem rakið hefði verið í fundargerðum, og því ekki fallist á að stjórnarmenn hefðu vanrækt rannsóknarskyldu sína. Loks hefði ekki verið sýnt fram á að aðrir annmarkar hefðu verið á hinu umdeilda söluferli sem leitt gætu til bótaskyldu ríkisins. Vildi fá skorið úr um hvort Steinar hafi mátt funda með vitnum Í ákvörðuninni segir að Frigus hafi með beiðninni byggt á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi. Afar takmörkuð fordæmi liggi fyrir um hvaða reglur gildi við sölu ríkiseigna og hvernig þeim skuli beitt. Taka þyrfti afstöðu til þess hvort stjórnsýslulög og meginreglur stjórnsýsluréttar gildi við sölu ríkiseigna. Enn fremur þyrfti að meta hvort, og þá að hvaða marki, hafa megi hliðsjón af lögum um opinber innkaup við sölu ríkiseigna. Þá þyrfti að leysa úr því að hvaða marki lögmaður, sem jafnframt væri „lykilvitni“ í máli, geti að réttu lagi tekið að sér hagsmunagæslu í því fyrir dómi og hvaða afleiðingar það hafi fyrir framburð hans. Loks þurfi að leysa úr því hvort fundur, sem lögmaður gagnaðila hélt með fjórum vitnum í málinu í aðdraganda aðalmeðferðar í héraði, hafi verið heimill og hvaða afleiðingar sá fundur hafi við mat á framburði þessara vitna. Þar vísar Frigus til fundar sem Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Lindarhvols í málinu og fjölda annarra mála, hélt með stjórn Lindarhvols áður en til vitnaleiðslu kom. Úrskurðarnefnd lögmanna komst að þeirri niðurstöðu að Steinar Þór hefði ekki gerst brotlegur við siðareglur lögmanna með því að halda fundinn. Dómurinn sérlega rangur hvað gildi tilboðsins varðar Þá hafi Frigus jafnframt byggt á því að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. Loks hafi verið byggt á því að dómur Landsréttar í málinu væri bersýnilega rangur að efni til, einkum að því er varðar úrlausn um hvort tilboð Frigusar hafi verið eina gilda tilboðið í söluferlinu, eða að minnsta kosti hið hagstæðasta af þeim sem bárust. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði hvorki talið að fullnægt væri þeim skilyrðum ákvæðis laga um meðferða einkamála að úrslit þess hefðu verulegt almennt gildi né varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Frigusar í skilningi ákvæðisins. Þá yrði hvorki talið að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant né að dómur Landsréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms, væri bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi hafi því verið hafnað.
Rekstur hins opinbera Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Tengdar fréttir Þarf að afhenda reikninga lögmannsstofunnar sem hefur malað gull Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið gert að afhenda Frigusi II, sem lengi hefur staðið í stappi við ríkið í Lindarhvolsmálinu svokallaða, reikninga frá lögmannsstofunni Íslögum án yfirstrikana. Frá ársbyrjun 2018 hefur ráðuneytið greitt stofunni áttatíu milljónir króna. 4. apríl 2024 17:00 Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. 16. september 2023 09:04 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
Þarf að afhenda reikninga lögmannsstofunnar sem hefur malað gull Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið gert að afhenda Frigusi II, sem lengi hefur staðið í stappi við ríkið í Lindarhvolsmálinu svokallaða, reikninga frá lögmannsstofunni Íslögum án yfirstrikana. Frá ársbyrjun 2018 hefur ráðuneytið greitt stofunni áttatíu milljónir króna. 4. apríl 2024 17:00
Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. 16. september 2023 09:04
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09