Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. desember 2024 11:49 Una Jónsdóttir er aðalhagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Verri afkoma ríkissjóðs en gert var ráð fyrir eru ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn, að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Hægara vaxtalækkunarferli og breytingar á fjárlögum skipti þar talsverðu máli. Fjármálaráðuneytið birti í gær tilkynningu þess efnis að heildarafkoma yrði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, væru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir ástæðu þess að gert sé ráð fyrir meiri halla en áður vera þá að útlit sé fyrir að tekjuöflun verði minni, og gjöld hærri. „Þessi hærri gjöld er meðal annars hægt að rekja til aukinna vaxtagjalda, sem segir okkur kannski að þau voru mögulega að gera ráð fyrir að vextir myndu lækka hraðar en þeir eru núna að gera,“ segir Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans. Kílómetragjöldin geti talið Minni áætluð tekjuöflun tengist þá breytingum á fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var um miðjan nóvember. „Þar sem eru einhverjar breytingar sem náðu ekki í gegn. Það er til dæmis hægt að nefna kílómetragjöldin sem fóru ekki í gegn. Það gæti verið þess valdandi að þau eru núna að gera ráð fyrir aðeins minni tekjuöflun.“ Mikil óvissa sé í efnahagsmálum almennt og því erfitt að spá fyrir um efnahagslega þætti á borð við afkomu ríkissjóðs. „Það er alveg eðlilegt að áætlanir taki breytingum og þá er bara mikilvægt að þær séu uppfærðar jafnóðum, rétt eins og er núna gert,“ segir Una. Stakkurinn þrengist Hún segir ljóst að breytingarnar muni hafa áhrif inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Það segir sig sjálft að ný ríkisstjórn tekur við aðeins verra búi en áætlað var. Það þýðir að verkefnið, að rétta stöðu ríkissjóðs, gæti orðið flóknara en áður var gert ráð fyrir.“ Koma verði í ljós hvernig útgjaldahugmyndir flokkanna sem nú ræða saman passa inn í þennan ramma, þegar þeir hafi sýnt almennilega á spilin. Almennt sé þó ljóst að aukinn halli sé ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn. „Ef hallinn er meiri en áætlað var þá er þeim þrengri stakkur búinn.“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, halda uppteknum hætti og hófu að funda í morgun. Þar að auki funda fulltrúar flokkanna þriggja í nokkrum vinnuhópum í dag, eins og verið hefur síðustu daga að því er segir í svari aðstoðarmanns Kristrúnar við fyrirspurn fréttastofu um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Fjármálaráðuneytið birti í gær tilkynningu þess efnis að heildarafkoma yrði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, væru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir ástæðu þess að gert sé ráð fyrir meiri halla en áður vera þá að útlit sé fyrir að tekjuöflun verði minni, og gjöld hærri. „Þessi hærri gjöld er meðal annars hægt að rekja til aukinna vaxtagjalda, sem segir okkur kannski að þau voru mögulega að gera ráð fyrir að vextir myndu lækka hraðar en þeir eru núna að gera,“ segir Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans. Kílómetragjöldin geti talið Minni áætluð tekjuöflun tengist þá breytingum á fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var um miðjan nóvember. „Þar sem eru einhverjar breytingar sem náðu ekki í gegn. Það er til dæmis hægt að nefna kílómetragjöldin sem fóru ekki í gegn. Það gæti verið þess valdandi að þau eru núna að gera ráð fyrir aðeins minni tekjuöflun.“ Mikil óvissa sé í efnahagsmálum almennt og því erfitt að spá fyrir um efnahagslega þætti á borð við afkomu ríkissjóðs. „Það er alveg eðlilegt að áætlanir taki breytingum og þá er bara mikilvægt að þær séu uppfærðar jafnóðum, rétt eins og er núna gert,“ segir Una. Stakkurinn þrengist Hún segir ljóst að breytingarnar muni hafa áhrif inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Það segir sig sjálft að ný ríkisstjórn tekur við aðeins verra búi en áætlað var. Það þýðir að verkefnið, að rétta stöðu ríkissjóðs, gæti orðið flóknara en áður var gert ráð fyrir.“ Koma verði í ljós hvernig útgjaldahugmyndir flokkanna sem nú ræða saman passa inn í þennan ramma, þegar þeir hafi sýnt almennilega á spilin. Almennt sé þó ljóst að aukinn halli sé ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn. „Ef hallinn er meiri en áætlað var þá er þeim þrengri stakkur búinn.“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, halda uppteknum hætti og hófu að funda í morgun. Þar að auki funda fulltrúar flokkanna þriggja í nokkrum vinnuhópum í dag, eins og verið hefur síðustu daga að því er segir í svari aðstoðarmanns Kristrúnar við fyrirspurn fréttastofu um stjórnarmyndunarviðræðurnar.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira