Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Andri Már Eggertsson skrifar 11. desember 2024 22:08 Thelma Dís Ágústsdóttir og Sara Rún sáttar. Vísir/Diego Keflavík vann nítján stiga sigur gegn Stjörnunni 105-86. Heimakonur voru yfir allan leikinn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í fyrsta leikhluta og liðin skiptust á körfum. Í stöðunni 17-19 fór að ganga betur hjá Keflvíkingum eftir tvær körfur í röð tók Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Heimakonur héldu áfram að finna opið skot og voru fimm stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 29-24. Keflvíkingar byggðu ofan á öflugan endi á fyrsta leikhluta og gerðu gott betur í öðrum leikhluta. Flæðið í sóknarleiknum var gott og varnarleikurinn var öflugur sem gerði gestunum úr Garðabæ erfitt fyrir. Á meðan gestirnir settu aðeins eitt þriggja stiga skot ofan í úr átta tilraunum í fyrri hálfleik fóru átta þristar ofan í hjá Keflvíkingum og þar var Thelma Dís Ágústsdóttir allt í öllu og gerði átján stig í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 58-40. Keflavík byrjaði seinni hálfleik hörmulega. Heimakonur slökuðu allt of mikið á eftir að hafa verið með átján stiga forskot. Það tók Stjörnuna tæplega þrjár mínútur að koma forskoti Keflavíkur undir tíu stig. Eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé og vakti liðið sitt eftir stuttan blund var allt annað sjá til Keflavíkur og heimakonur bitu frá sér. Heimakonur voru ellefu stigum yfir 75-64 þegar haldið var í fjórða leikhluta. Forskot Keflavíkur var aldrei í hættu í fjórða leikhluta og Keflvíkingar unnu að lokum nítján stiga sigur 105-86. Atvik leiksins Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, tekur ekki leikhlé nema mikil þörf sé á. Það var rauninn í upphafi seinni hálfleiks þegar Stjarnan gerði tíu stig gegn aðeins tveimur hjá Keflavík. Friðrik las yfir sínu liði og benti þeim á að þær væru að gera allt með hálfum hug. Eftir leikhlé Friðriks duttu Keflvíkingar aftur í gang og Stjarnan ógnaði forskoti Keflavíkur ekki að neinu viti. Stjörnur og skúrkar Jasmine Dickey, leikmaður Keflavíkur, fór hamförum og endaði með tvöfalda tvennu. Hún gerði 35 stig og tók 17 fráköst. Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í fyrri hálfleik og sá til þess að Keflavík var með átján stiga forystu í hálfleik. Thelma setti niður fjóra þrista úr fimm tilraunum og var með átján stig í fyrri hálfleik. Thelma endaði með 22 stig en hún tók einnig 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Diljá Ögn Lárusdóttir, leikmaður Stjörnunnar, gerði allt sem hún gat til að halda sínu liði á floti. Hún endaði með 29 stig en vandamál Stjörnunnar var varnarleikurinn. Dómararnir [7] Dómarar kvöldsins voru Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Daníel Steingrímsson. Leikur kvöldsins var virkilega vel dæmdur. Línan var skýr og það var ekkert óþarfa stopp eða flaut sem tafði leikinn. Stemning og umgjörð Það er alltaf gaman að mæta í Blue-höllina þar sem umgjörðin er alltaf til fyrirmyndar. Mætingin hefur oft verið betri en þeir sem mættu skemmtu sér vel og sáu góðan körfuboltaleik. „Varnarleikurinn í öðrum leikhluta var það sem gerði gæfumuninn“ Friðrik Ingi Rúnarsson var ánægður með sigur KeflavíkurVísir/Diego Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var nokkuð ánægður með sigur kvöldsins gegn Stjörnunni. „Við vorum að spila ágætis körfubolta að mestu leyti. Varnarleikurinn í öðrum leikhluta var það sem gerði gæfumuninn þar sem við vorum að skora það sama í fyrsta leikhluta en varnarleikurinn var það sem skildi liðin að,“ sagði Friðrik Ingi ánægður með vörnina í öðrum leikhluta. Keflavík var átján stigum yfir í hálfleik en byrjaði síðari hálfleikinn ansi illa sem gerði það að verkum að Friðrik þurfti að taka leikhlé og lesa yfir sínu liði. „Við náðum að skerpa á ákveðnum hlutum og leikmenn voru minntir á það að hlutirnir litu út fyrir að vera einfaldir í öðrum leikhluta en það var vegna þess að við vorum að berjast og spila vel saman. Við vorum ekki á þeim nótum í upphafi síðari hálfleiks þar sem við vorum linar og sóknarleikurinn var fyrirsjáanlegur.“ Friðrik var ánægður með viðbrögðin sem hann fékk frá liðinu eftir að hann tók leikhlé og hækkaði róminn. „Já við náðum að fara aftur upp í átján stig og náðum þessu jafnvægi og þetta var í höndunum á okkur,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Bónus-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF
Keflavík vann nítján stiga sigur gegn Stjörnunni 105-86. Heimakonur voru yfir allan leikinn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í fyrsta leikhluta og liðin skiptust á körfum. Í stöðunni 17-19 fór að ganga betur hjá Keflvíkingum eftir tvær körfur í röð tók Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Heimakonur héldu áfram að finna opið skot og voru fimm stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 29-24. Keflvíkingar byggðu ofan á öflugan endi á fyrsta leikhluta og gerðu gott betur í öðrum leikhluta. Flæðið í sóknarleiknum var gott og varnarleikurinn var öflugur sem gerði gestunum úr Garðabæ erfitt fyrir. Á meðan gestirnir settu aðeins eitt þriggja stiga skot ofan í úr átta tilraunum í fyrri hálfleik fóru átta þristar ofan í hjá Keflvíkingum og þar var Thelma Dís Ágústsdóttir allt í öllu og gerði átján stig í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 58-40. Keflavík byrjaði seinni hálfleik hörmulega. Heimakonur slökuðu allt of mikið á eftir að hafa verið með átján stiga forskot. Það tók Stjörnuna tæplega þrjár mínútur að koma forskoti Keflavíkur undir tíu stig. Eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé og vakti liðið sitt eftir stuttan blund var allt annað sjá til Keflavíkur og heimakonur bitu frá sér. Heimakonur voru ellefu stigum yfir 75-64 þegar haldið var í fjórða leikhluta. Forskot Keflavíkur var aldrei í hættu í fjórða leikhluta og Keflvíkingar unnu að lokum nítján stiga sigur 105-86. Atvik leiksins Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, tekur ekki leikhlé nema mikil þörf sé á. Það var rauninn í upphafi seinni hálfleiks þegar Stjarnan gerði tíu stig gegn aðeins tveimur hjá Keflavík. Friðrik las yfir sínu liði og benti þeim á að þær væru að gera allt með hálfum hug. Eftir leikhlé Friðriks duttu Keflvíkingar aftur í gang og Stjarnan ógnaði forskoti Keflavíkur ekki að neinu viti. Stjörnur og skúrkar Jasmine Dickey, leikmaður Keflavíkur, fór hamförum og endaði með tvöfalda tvennu. Hún gerði 35 stig og tók 17 fráköst. Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í fyrri hálfleik og sá til þess að Keflavík var með átján stiga forystu í hálfleik. Thelma setti niður fjóra þrista úr fimm tilraunum og var með átján stig í fyrri hálfleik. Thelma endaði með 22 stig en hún tók einnig 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Diljá Ögn Lárusdóttir, leikmaður Stjörnunnar, gerði allt sem hún gat til að halda sínu liði á floti. Hún endaði með 29 stig en vandamál Stjörnunnar var varnarleikurinn. Dómararnir [7] Dómarar kvöldsins voru Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Daníel Steingrímsson. Leikur kvöldsins var virkilega vel dæmdur. Línan var skýr og það var ekkert óþarfa stopp eða flaut sem tafði leikinn. Stemning og umgjörð Það er alltaf gaman að mæta í Blue-höllina þar sem umgjörðin er alltaf til fyrirmyndar. Mætingin hefur oft verið betri en þeir sem mættu skemmtu sér vel og sáu góðan körfuboltaleik. „Varnarleikurinn í öðrum leikhluta var það sem gerði gæfumuninn“ Friðrik Ingi Rúnarsson var ánægður með sigur KeflavíkurVísir/Diego Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var nokkuð ánægður með sigur kvöldsins gegn Stjörnunni. „Við vorum að spila ágætis körfubolta að mestu leyti. Varnarleikurinn í öðrum leikhluta var það sem gerði gæfumuninn þar sem við vorum að skora það sama í fyrsta leikhluta en varnarleikurinn var það sem skildi liðin að,“ sagði Friðrik Ingi ánægður með vörnina í öðrum leikhluta. Keflavík var átján stigum yfir í hálfleik en byrjaði síðari hálfleikinn ansi illa sem gerði það að verkum að Friðrik þurfti að taka leikhlé og lesa yfir sínu liði. „Við náðum að skerpa á ákveðnum hlutum og leikmenn voru minntir á það að hlutirnir litu út fyrir að vera einfaldir í öðrum leikhluta en það var vegna þess að við vorum að berjast og spila vel saman. Við vorum ekki á þeim nótum í upphafi síðari hálfleiks þar sem við vorum linar og sóknarleikurinn var fyrirsjáanlegur.“ Friðrik var ánægður með viðbrögðin sem hann fékk frá liðinu eftir að hann tók leikhlé og hækkaði róminn. „Já við náðum að fara aftur upp í átján stig og náðum þessu jafnvægi og þetta var í höndunum á okkur,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum