Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2024 14:32 Sædís Rún hafði miklu að fagna á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. Vísir/Stöð 2 Sædís Rún Heiðarsdóttir náði þeim merka áfanga að verða bæði Noregsmeistari og bikarmeistari með félagi sínu Vålerenga á hennar fyrsta ári með norska liðinu. Sædís er tvítug og uppalin í Ólafsvík en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2020 þar sem hún lék í þrjú tímabil. Vålerenga var orðið meistari þegar þrjár umferðir voru eftir af norsku deildinni en liðið landaði svo bikarmeistaratitlinum í nóvember eftir 1-0 sigur á Rosenborg í úrslitum. „Tilfinningin er góð, það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sædís aðspurð um hvernig það sé að vera tvöfaldur meistari. En hvernig var tímabilið? „Heilt yfir mjög gott og kannski frekar stabílt. Það var ekki mikið um sveiflur hjá okkar liði. Það var kannski það sem gerði okkur kleift að vera komnar með þetta tiltölulega snemma í hendurnar. Ég held að það sé mjög jákvætt fyrir okkur og eitthvað sem við munum klárlega nýta okkur inn í næsta tímabil,“ segir Sædís. Markmiðin hafi þá verið skýr fyrir leiktíðina. „Ég man eftir einhverjum fundi sem við settumst á í febrúar þar sem við vorum einhverja æfingaleiki í Svíþjóð. Ég held að sá fundur hafi tekið rúmar sjö mínútur þar sem var: Við vinnum deildina, við vinnum bikarinn og svo ætlum að komast ákveðið langt í Meistaradeildinni. Ég held það hafi verið mjög skýrt frá upphafi og fínt að það allt náðist,“ segir Sædís sem fékk örsnöggt frí hér á landi í síðustu viku en býr sig nú undir leiki við Arsenal og Juventus í lokaleikjum Vålerenga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Aðlögun hefur gengið vel á nýjum stað í Osló. „Eitthvað sem maður hefur unnið að mjög lengi. Þetta er smá eins og maður bjóst við, þetta er auðvitað erfitt á tímum þar sem maður er einn sem getur verið krefjandi. En þetta er það sem maður hefur unnið að og þegar það er komið getur maður ekki verið að kvarta,“ segir Sædís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Norski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Sædís er tvítug og uppalin í Ólafsvík en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2020 þar sem hún lék í þrjú tímabil. Vålerenga var orðið meistari þegar þrjár umferðir voru eftir af norsku deildinni en liðið landaði svo bikarmeistaratitlinum í nóvember eftir 1-0 sigur á Rosenborg í úrslitum. „Tilfinningin er góð, það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sædís aðspurð um hvernig það sé að vera tvöfaldur meistari. En hvernig var tímabilið? „Heilt yfir mjög gott og kannski frekar stabílt. Það var ekki mikið um sveiflur hjá okkar liði. Það var kannski það sem gerði okkur kleift að vera komnar með þetta tiltölulega snemma í hendurnar. Ég held að það sé mjög jákvætt fyrir okkur og eitthvað sem við munum klárlega nýta okkur inn í næsta tímabil,“ segir Sædís. Markmiðin hafi þá verið skýr fyrir leiktíðina. „Ég man eftir einhverjum fundi sem við settumst á í febrúar þar sem við vorum einhverja æfingaleiki í Svíþjóð. Ég held að sá fundur hafi tekið rúmar sjö mínútur þar sem var: Við vinnum deildina, við vinnum bikarinn og svo ætlum að komast ákveðið langt í Meistaradeildinni. Ég held það hafi verið mjög skýrt frá upphafi og fínt að það allt náðist,“ segir Sædís sem fékk örsnöggt frí hér á landi í síðustu viku en býr sig nú undir leiki við Arsenal og Juventus í lokaleikjum Vålerenga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Aðlögun hefur gengið vel á nýjum stað í Osló. „Eitthvað sem maður hefur unnið að mjög lengi. Þetta er smá eins og maður bjóst við, þetta er auðvitað erfitt á tímum þar sem maður er einn sem getur verið krefjandi. En þetta er það sem maður hefur unnið að og þegar það er komið getur maður ekki verið að kvarta,“ segir Sædís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Norski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira