„Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 07:26 Arnar Gunnlaugsson og tíu mánaða dóttir hans mættu saman í viðtal fyrir leik Víkings við Djurgården. Stöð 2 Sport Víkingar eru í þeirri stórkostlegu stöðu að geta upp úr hádegi í dag tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson á von á mikilli stemningu á Kópavogsvelli en þar verða hundruð sænskra stuðningsmanna Djurgården. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Það lá vel á Arnari þegar hann ræddi við Vísi í gær, með tíu mánaða dóttur sína í fanginu. Rétt eins og hún fer brátt að læra að labba þá hafa Víkingar náð að fóta sig í nýrri keppni, og orðið fyrstir íslenskra liða til að vinna sigra í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar hafa unnið báða heimaleiki sína á Kópavogsvelli til þessa í keppninni, og eru með sjö stig líkt og mótherji dagsins, Djurgården, nú þegar fjórum umferðum af sex er lokið. Sá stigafjöldi gæti hreinlega dugað til að vera í hópi þeirra 24 liða sem fara áfram í keppninni, en það er ekki alveg víst. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, í febrúar. Mikið í húfi og algjör veisla í vændum „Bæði lið þurfa á stigi eða stigum að halda. Þeir eru að koma með einhverja geðveika stuðningsmenn, í góðri merkingu þess orðs, og ég á von á mikilli stemningu hjá bæði okkar og þeirra fólki. Miðað við hve mikið er í húfi, og hve báðum liðum hefur gengið vel hingað til í keppninni, þá held ég að þetta verði algjör veisla,“ segir Arnar um leik dagsins sem hefst klukkan 13. Arnar býst að sjálfsögðu við hörkuleik gegn Svíunum: „Við náðum góðum úrslitum gegn Malmö fyrir tveimur árum síðan. Miðað við okkar heimavallarárangur undanfarin fjögur ár í Evrópukeppni, sem hefur verið algjörlega frábær, þá held ég að það verði ekkert vanmat hjá frændum okkar Svíum. Þeir munu taka harkalega á móti okkur. Þetta er mjög rútínerað lið. Ekta sænskt lið þar sem allir kunna sitt hlutverk upp á tíu. Þeir hafa verið virkilega sterkir í Evrópukeppninni hingað til, þannig að ég gef þeim bara mín bestu meðmæli,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar og dóttir í viðtali fyrir leik „Algjör draumur fyrir okkur þjálfarana“ Talsvert er liðið síðan að Íslandsmótinu lauk og því lítið um alvöru leiki hjá Víkingum þessa dagana, öfug við í sumar: „Þetta er búið að vera algjör draumur fyrir okkur þjálfarana. Það var svo lítið um æfingar þegar leikjaálagið var sem mest í sumar. Mér leið eins og við fengjum aldrei alvöru æfingar með strákunum – bara fundi og endurheimt. Núna loksins höfum við í 3-4 vikur getað tekið mjög góðar æfingar, lagt áherslu á taktík í bland við fitness, sem hefur nýst okkur vel í þessum Evrópukeppnum. Mér líður eins og við séum að fá aftur gamla, góða Víkingsliðið í hendurnar,“ sagði Arnar, og hver veit hvar þetta gamla, góða Víkingslið endar? „Ég held að við séum búnir að sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima á þessu stigi. Þetta hefur verið frábær keppni fyrir okkur og núna erum við allt í einu komnir í draumalandið. Eitt stig gulltryggir okkur í umspil, og ef við vinnum leikinn þá förum við í flugvélina til Austurríkis með það markmið að komast í topp átta, sem er alveg fáránlegt. Við förum ekki fram úr sjálfum okkur en vonandi náum við að gulltryggja þetta stig og fara áhyggjulausir til Austurríkis,“ sagði Arnar en þar spilar Víkingur lokaleik sinn í deildarkeppninni, gegn LASK eftir viku. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Sjá meira
Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Það lá vel á Arnari þegar hann ræddi við Vísi í gær, með tíu mánaða dóttur sína í fanginu. Rétt eins og hún fer brátt að læra að labba þá hafa Víkingar náð að fóta sig í nýrri keppni, og orðið fyrstir íslenskra liða til að vinna sigra í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar hafa unnið báða heimaleiki sína á Kópavogsvelli til þessa í keppninni, og eru með sjö stig líkt og mótherji dagsins, Djurgården, nú þegar fjórum umferðum af sex er lokið. Sá stigafjöldi gæti hreinlega dugað til að vera í hópi þeirra 24 liða sem fara áfram í keppninni, en það er ekki alveg víst. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, í febrúar. Mikið í húfi og algjör veisla í vændum „Bæði lið þurfa á stigi eða stigum að halda. Þeir eru að koma með einhverja geðveika stuðningsmenn, í góðri merkingu þess orðs, og ég á von á mikilli stemningu hjá bæði okkar og þeirra fólki. Miðað við hve mikið er í húfi, og hve báðum liðum hefur gengið vel hingað til í keppninni, þá held ég að þetta verði algjör veisla,“ segir Arnar um leik dagsins sem hefst klukkan 13. Arnar býst að sjálfsögðu við hörkuleik gegn Svíunum: „Við náðum góðum úrslitum gegn Malmö fyrir tveimur árum síðan. Miðað við okkar heimavallarárangur undanfarin fjögur ár í Evrópukeppni, sem hefur verið algjörlega frábær, þá held ég að það verði ekkert vanmat hjá frændum okkar Svíum. Þeir munu taka harkalega á móti okkur. Þetta er mjög rútínerað lið. Ekta sænskt lið þar sem allir kunna sitt hlutverk upp á tíu. Þeir hafa verið virkilega sterkir í Evrópukeppninni hingað til, þannig að ég gef þeim bara mín bestu meðmæli,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar og dóttir í viðtali fyrir leik „Algjör draumur fyrir okkur þjálfarana“ Talsvert er liðið síðan að Íslandsmótinu lauk og því lítið um alvöru leiki hjá Víkingum þessa dagana, öfug við í sumar: „Þetta er búið að vera algjör draumur fyrir okkur þjálfarana. Það var svo lítið um æfingar þegar leikjaálagið var sem mest í sumar. Mér leið eins og við fengjum aldrei alvöru æfingar með strákunum – bara fundi og endurheimt. Núna loksins höfum við í 3-4 vikur getað tekið mjög góðar æfingar, lagt áherslu á taktík í bland við fitness, sem hefur nýst okkur vel í þessum Evrópukeppnum. Mér líður eins og við séum að fá aftur gamla, góða Víkingsliðið í hendurnar,“ sagði Arnar, og hver veit hvar þetta gamla, góða Víkingslið endar? „Ég held að við séum búnir að sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima á þessu stigi. Þetta hefur verið frábær keppni fyrir okkur og núna erum við allt í einu komnir í draumalandið. Eitt stig gulltryggir okkur í umspil, og ef við vinnum leikinn þá förum við í flugvélina til Austurríkis með það markmið að komast í topp átta, sem er alveg fáránlegt. Við förum ekki fram úr sjálfum okkur en vonandi náum við að gulltryggja þetta stig og fara áhyggjulausir til Austurríkis,“ sagði Arnar en þar spilar Víkingur lokaleik sinn í deildarkeppninni, gegn LASK eftir viku. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti