Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2024 13:00 Fréttamaður heldur á útprentuðu eintaki af frétt frá 2016. Í þessari frétt birtist fyrsta skráða tilvikið af notkun Ingu á textabroti úr Stuðmannalaginu Sigurjón digri. Í það minnsta eftir því sem fréttamaður kemst næst. „Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga Sæland, sigurreifur formaður Flokks fólksins, á nýliðna kosninganótt þegar tölur tóku að birtast. Þarna kvað við kunnuglegan tón í Ingu, sem ítrekað vitnar í hið ástsæla Stuðmannalag þegar andinn kemur yfir hana. Eftir því sem fréttamaður kemst næst er elsta skráða tilfellið af notkun Ingu á textabrotinu úr þessari frétt sem birtist á Vísi á kosninganótt 2016, þegar Flokkur fólksins bauð fyrst fram lista. „Við erum komin til að vera. Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga þá í samtali við fréttamann, og vísaði í lagið Sigurjón digri sem flokksmenn höfðu verið að syngja á kosningavökunni í Faxafeni „þar sem harðasti kjarninn var enn í góðum gír,“ segir í fréttinni. Inga og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði í þeim kosningum en sigldu inn á þing í kosningum ári síðar. Ljóst er að textabrotið er Ingu tamt. Á ferli hennar sem þingmaður hefur hún ítrekað gripið til þess í pontu á Alþingi, eins og tekið er saman í fyrsta annál fréttastofu sem horfa má á hér fyrir neðan. Samantektin hefst um það bil á mínútu 2:30. Þá sveif andi Stuðmanna einnig yfir vötnum á fyrsta blaðamannafundi „Valkyrjanna“ svokölluðu, sem nú standa í stjórnarmyndunarviðræðum, á dögunum. Þar vísaði Inga ekki aðeins í Sigurjón digra heldur söng einnig brot úr laginu Íslenskir karlmenn, við undirtektir Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Fréttamaður má svo til með að minna á ítarlega umfjöllun um annan áberandi frasa úr orðabók Ingu Sæland, sem birtist hér á Vísi í haust. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Eftir því sem fréttamaður kemst næst er elsta skráða tilfellið af notkun Ingu á textabrotinu úr þessari frétt sem birtist á Vísi á kosninganótt 2016, þegar Flokkur fólksins bauð fyrst fram lista. „Við erum komin til að vera. Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga þá í samtali við fréttamann, og vísaði í lagið Sigurjón digri sem flokksmenn höfðu verið að syngja á kosningavökunni í Faxafeni „þar sem harðasti kjarninn var enn í góðum gír,“ segir í fréttinni. Inga og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði í þeim kosningum en sigldu inn á þing í kosningum ári síðar. Ljóst er að textabrotið er Ingu tamt. Á ferli hennar sem þingmaður hefur hún ítrekað gripið til þess í pontu á Alþingi, eins og tekið er saman í fyrsta annál fréttastofu sem horfa má á hér fyrir neðan. Samantektin hefst um það bil á mínútu 2:30. Þá sveif andi Stuðmanna einnig yfir vötnum á fyrsta blaðamannafundi „Valkyrjanna“ svokölluðu, sem nú standa í stjórnarmyndunarviðræðum, á dögunum. Þar vísaði Inga ekki aðeins í Sigurjón digra heldur söng einnig brot úr laginu Íslenskir karlmenn, við undirtektir Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Fréttamaður má svo til með að minna á ítarlega umfjöllun um annan áberandi frasa úr orðabók Ingu Sæland, sem birtist hér á Vísi í haust.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira