Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2024 10:52 Sem hlutfall af heildarmannfjölda búa langflestir innflytjendur á Íslandi á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Hátt í sjötíu þúsund íbúa á Íslandi voru innflytjendur samkvæmt gögnum Hagstofunnar sé miðað við 1. janúar á þessu ári. Það gera 18,2% allra íbúa landsins. Innflytjendum hefur þannig haldið áfram að fjölga á milli ára en í fyrra voru innflytjendur rétt tæplega 63 þúsund, eða 16,7% íbúa. Ljóst er að innflytjendum hefur fjölgað verulega á Íslandi undanfarin áratug en sé litið til ársins 2012 var hlutfall innflytjenda af heildarmannfjölda ekki nema 7,4%. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands í dag. „Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, voru 6.855 í byrjun árs 2023 en 7.351 á þessu ári. Samanlagt var fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 20,1% af mannfjöldanum og hafði það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega á milli ára og voru 7,3% mannfjöldans,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar eru innflytjendur þeir einstaklingar sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra, afa og ömmur sem fædd eru erlendis. Önnur kynslóð innflytjenda vísar hins vegar til þeirra sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem sjálfir eru báðir innflytjendur. Að hafa erlendan bakgrunn á við um þá sem ýmist eiga eitt erlent foreldri eða sem fæddust erlendis en eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi. Langflestir frá Póllandi og hlutfallslega búa flestir á Suðurnesjum Líkt og undanfarin ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi en 32,1 prósent allra innflytjenda á Íslandi við upphaf þessa árs voru Pólverjar. Næst stærstu hóparnir eru innflytjendur frá Úkraínu, 5,3 prósent, og Litháen, 5,1 prósent. „Pólskir karlar voru 33,8% allra karlkyns innflytjenda eða 12.737 af 37.691. Litháískir karlar voru næst fjölmennastir (5,9%) og síðan komu karlar með uppruna frá Rúmeníu (5,5%). Pólskar konur voru 30,2% kvenkyns innflytjenda, næst á eftir þeim komu konur frá Úkraínu (6,6%) og þá konur frá Filippseyjum (5,1%),“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur einnig að um 64 prósent allra innflytjenda á Íslandi voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en sem hlutfall af mannfjölda búa flestir þeirra á Suðurnesjum. Þannig voru 31,5 prósent allra íbúa á Suðurnesjum innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Næsthæst var hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 23,8% mannfjöldans voru innflytjendur og börn þeirra. Lægst var hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 10,6% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra.“ Grafið hér að neðan sem fengið er af vef Hagstofunnar sýnir hlutfall fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi í ár eftir landshlutum. Í fyrra fengu 649 einstaklingar íslnskt ríkisfang sem er nokkuð sambærilegur fjöldi og árið á undan þegar 706 fengu Íslenskan ríkisborgararétt. Langflestir í þeim hópi voru áður með pólskt ríkisfang og næstflestir með taílenskt ríkisfang. Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands í dag. „Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, voru 6.855 í byrjun árs 2023 en 7.351 á þessu ári. Samanlagt var fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 20,1% af mannfjöldanum og hafði það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega á milli ára og voru 7,3% mannfjöldans,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar eru innflytjendur þeir einstaklingar sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra, afa og ömmur sem fædd eru erlendis. Önnur kynslóð innflytjenda vísar hins vegar til þeirra sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem sjálfir eru báðir innflytjendur. Að hafa erlendan bakgrunn á við um þá sem ýmist eiga eitt erlent foreldri eða sem fæddust erlendis en eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi. Langflestir frá Póllandi og hlutfallslega búa flestir á Suðurnesjum Líkt og undanfarin ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi en 32,1 prósent allra innflytjenda á Íslandi við upphaf þessa árs voru Pólverjar. Næst stærstu hóparnir eru innflytjendur frá Úkraínu, 5,3 prósent, og Litháen, 5,1 prósent. „Pólskir karlar voru 33,8% allra karlkyns innflytjenda eða 12.737 af 37.691. Litháískir karlar voru næst fjölmennastir (5,9%) og síðan komu karlar með uppruna frá Rúmeníu (5,5%). Pólskar konur voru 30,2% kvenkyns innflytjenda, næst á eftir þeim komu konur frá Úkraínu (6,6%) og þá konur frá Filippseyjum (5,1%),“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur einnig að um 64 prósent allra innflytjenda á Íslandi voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en sem hlutfall af mannfjölda búa flestir þeirra á Suðurnesjum. Þannig voru 31,5 prósent allra íbúa á Suðurnesjum innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Næsthæst var hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 23,8% mannfjöldans voru innflytjendur og börn þeirra. Lægst var hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 10,6% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra.“ Grafið hér að neðan sem fengið er af vef Hagstofunnar sýnir hlutfall fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi í ár eftir landshlutum. Í fyrra fengu 649 einstaklingar íslnskt ríkisfang sem er nokkuð sambærilegur fjöldi og árið á undan þegar 706 fengu Íslenskan ríkisborgararétt. Langflestir í þeim hópi voru áður með pólskt ríkisfang og næstflestir með taílenskt ríkisfang.
Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira