Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2024 10:52 Sem hlutfall af heildarmannfjölda búa langflestir innflytjendur á Íslandi á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Hátt í sjötíu þúsund íbúa á Íslandi voru innflytjendur samkvæmt gögnum Hagstofunnar sé miðað við 1. janúar á þessu ári. Það gera 18,2% allra íbúa landsins. Innflytjendum hefur þannig haldið áfram að fjölga á milli ára en í fyrra voru innflytjendur rétt tæplega 63 þúsund, eða 16,7% íbúa. Ljóst er að innflytjendum hefur fjölgað verulega á Íslandi undanfarin áratug en sé litið til ársins 2012 var hlutfall innflytjenda af heildarmannfjölda ekki nema 7,4%. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands í dag. „Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, voru 6.855 í byrjun árs 2023 en 7.351 á þessu ári. Samanlagt var fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 20,1% af mannfjöldanum og hafði það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega á milli ára og voru 7,3% mannfjöldans,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar eru innflytjendur þeir einstaklingar sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra, afa og ömmur sem fædd eru erlendis. Önnur kynslóð innflytjenda vísar hins vegar til þeirra sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem sjálfir eru báðir innflytjendur. Að hafa erlendan bakgrunn á við um þá sem ýmist eiga eitt erlent foreldri eða sem fæddust erlendis en eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi. Langflestir frá Póllandi og hlutfallslega búa flestir á Suðurnesjum Líkt og undanfarin ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi en 32,1 prósent allra innflytjenda á Íslandi við upphaf þessa árs voru Pólverjar. Næst stærstu hóparnir eru innflytjendur frá Úkraínu, 5,3 prósent, og Litháen, 5,1 prósent. „Pólskir karlar voru 33,8% allra karlkyns innflytjenda eða 12.737 af 37.691. Litháískir karlar voru næst fjölmennastir (5,9%) og síðan komu karlar með uppruna frá Rúmeníu (5,5%). Pólskar konur voru 30,2% kvenkyns innflytjenda, næst á eftir þeim komu konur frá Úkraínu (6,6%) og þá konur frá Filippseyjum (5,1%),“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur einnig að um 64 prósent allra innflytjenda á Íslandi voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en sem hlutfall af mannfjölda búa flestir þeirra á Suðurnesjum. Þannig voru 31,5 prósent allra íbúa á Suðurnesjum innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Næsthæst var hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 23,8% mannfjöldans voru innflytjendur og börn þeirra. Lægst var hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 10,6% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra.“ Grafið hér að neðan sem fengið er af vef Hagstofunnar sýnir hlutfall fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi í ár eftir landshlutum. Í fyrra fengu 649 einstaklingar íslnskt ríkisfang sem er nokkuð sambærilegur fjöldi og árið á undan þegar 706 fengu Íslenskan ríkisborgararétt. Langflestir í þeim hópi voru áður með pólskt ríkisfang og næstflestir með taílenskt ríkisfang. Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands í dag. „Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, voru 6.855 í byrjun árs 2023 en 7.351 á þessu ári. Samanlagt var fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 20,1% af mannfjöldanum og hafði það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega á milli ára og voru 7,3% mannfjöldans,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar eru innflytjendur þeir einstaklingar sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra, afa og ömmur sem fædd eru erlendis. Önnur kynslóð innflytjenda vísar hins vegar til þeirra sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem sjálfir eru báðir innflytjendur. Að hafa erlendan bakgrunn á við um þá sem ýmist eiga eitt erlent foreldri eða sem fæddust erlendis en eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi. Langflestir frá Póllandi og hlutfallslega búa flestir á Suðurnesjum Líkt og undanfarin ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi en 32,1 prósent allra innflytjenda á Íslandi við upphaf þessa árs voru Pólverjar. Næst stærstu hóparnir eru innflytjendur frá Úkraínu, 5,3 prósent, og Litháen, 5,1 prósent. „Pólskir karlar voru 33,8% allra karlkyns innflytjenda eða 12.737 af 37.691. Litháískir karlar voru næst fjölmennastir (5,9%) og síðan komu karlar með uppruna frá Rúmeníu (5,5%). Pólskar konur voru 30,2% kvenkyns innflytjenda, næst á eftir þeim komu konur frá Úkraínu (6,6%) og þá konur frá Filippseyjum (5,1%),“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur einnig að um 64 prósent allra innflytjenda á Íslandi voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en sem hlutfall af mannfjölda búa flestir þeirra á Suðurnesjum. Þannig voru 31,5 prósent allra íbúa á Suðurnesjum innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Næsthæst var hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 23,8% mannfjöldans voru innflytjendur og börn þeirra. Lægst var hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 10,6% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra.“ Grafið hér að neðan sem fengið er af vef Hagstofunnar sýnir hlutfall fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi í ár eftir landshlutum. Í fyrra fengu 649 einstaklingar íslnskt ríkisfang sem er nokkuð sambærilegur fjöldi og árið á undan þegar 706 fengu Íslenskan ríkisborgararétt. Langflestir í þeim hópi voru áður með pólskt ríkisfang og næstflestir með taílenskt ríkisfang.
Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira