Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Hjörvar Ólafsson skrifar 12. desember 2024 18:30 Stjörnumaðurinn Orri Gunnarsson sækir að körfu Keflvíkinga en Marek Dolezaj er til varnar. Vísir/Anton Stjörnumenn stöðvuðu sigurgöngu Keflvíkinga með 97-93 sigri sínum í hörkuleik liðanna í 10. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Bæði lið hafa litið mjög vel út síðustu vikurnar og leikurinn í kvöld var frábær skemmtun þar sem Stjörnumenn voru þó skrefinu á undan nær allan leikinn. Keflvíkingar sáu þó til þess að úrslitin réðust ekki fyrr en í lokin. Sigurður Pétursson sækir að körfu Stjörnunnar. Vísir/Anton Brink Keflavík hóf raunar leikinn betur en gestirnir voru 20-28 yfir eftir fyrsta leikhluta. Keflvíkingar fengu stig úr mörgum áttum en Sigurður Pétursson og Igor Maric komu vel stemmdir af varamannabekknum og skoruðu 11 stig í fyrri hálfleik. Maric skoraði tvo partýþrista sem glöddu augað. Stjarnan kom af miklum krafti inn í annan leikhluta en Shaquille Rombley dró vagninn í sóknarleik heimamanna framan af leik en Viktor Jónas Lúðvíksson kom sterkur inn af bekknum og lagði allt í seinn stig, fráköst og sterka vörn í púkkinn. Viktor Jónas Lúðvíksson skilaði góðu framlagi þær mínútur sem hann spilaði. Vísir/Anton Brink Remu Emil Raitanen batt endahnútinn á fyrri hálfleikinn með því að jafna metin, 50-50 með síðasta skoti fyrri hálfleiks. Stjörnumenn náðu góðum kafla í upphafi þriðja leikhluta og komust 11 stigum yfir 64-53 og voru skrefinu á undan út leikinn. Heimamenn svöruðu öllum áhlaupum gestanna í sömu mynt og niðurstaðan fjögurra stiga sigur Stjörnuliðsins. Stjarnan er á toppi deildarinnar með 18 stig eftir níu leiki en Tindastóll sem vann Njarðvík í kvöld fylgir fast á hæla Garðabæjarliðsins með 16 stig. Njarðvík er svo með 12 stig og þar á eftir koma Keflavík, Grindavík, KR og Þór Þorlákshöfn í fjórða til sjöunda sæti með 10 stig hvert lið. Shaquille Rombley tók mikið til sín. Vísir/Anton Brink Baldur Þór: Virkilega sáttur með þennan sigur „Við náðum að leggja að velli hörkugott lið Keflavíkur sem var að hitta vel í þessum leik. Mér fannst við spila vel í þessum leik og ég er bara virkilega sáttur með þennan sigur. Við fengum á okkur 93 stig sem er vissulega full mikið en svörum því með góðum sóknarleik og innbyrðum sigur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar. „Það er kannski ekkert eitt sem lagði grunninn að þessum sigri. Við spiluðum hraðan og góðan sóknarleik og tökum mörg sóknarfráköst. Svo var bara ákefð í því sem við vorum að gera og þannig viljum við hafa það,“ sagði Baldur Þór enn fremur. „Spilamennskan hefur verið góð það sem af er vetri og við erum á þeim stað sem við stefndum að fyrir tímabilið. Við þurfum að passa okkur að verða ekki saddir og halda áfram að ýta á hvorn annan að gera sífellt betur dag frá degi. Það er ýmistlegt sem við getum lagað þrátt fyrir að við séum á flottum stað með liðið,“ sagði hann. Baldur Þór Ragnarsson fer yfir málin með leikmönnum sínum. Vísir/Anton Brink Pétur Ingvarsson: Vorum undir í baráttunni um fráköst „Mér fannst við sýna það í kvöld að við erum á pari við topplið deildarinnar og eftir hörkuleik er svekkjandi að hafa ekki náð að knýja fram sigur. Það er aftur á móti margt sem við getum tekið með okkur frá þessum leik þrátt fyrir tapið,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. „Það eru sóknarfráköst þeirra og mislukkuð lay up hinu megin sem verða okkur að falli og það er grátlegt að horfa upp á það. Eftir að hafa byrjað leikinn vel vorum við að elta í seinni hálfleik. Við náðum áhlaupum en ekki að komast yfir hjallann að komast aftur yfir,“ sagði Pétur þar að auki. Tölfræðin bakkar upp greiningu Péturs á leiknum en Stjarnan tók 50 fráköst í þessum leik á móti 33 fráköstum hjá gestunum frá Keflavík. „Við erum ekki sáttir við stigasöfnunina. Það er alveg á hreinu. Við settum saman lið sem stefnir á að berjast um alla þá titla sem í boði. Það jákvæðasta er kannski að það eru 12 leikir og nóg af stigum enn í pottinum góðam“ sagði hann um stöðu mála. Pétur Ingvarsson gefur lærisveinum sínum góð ráð. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Shaquille Rombley gladdi augu þeirra sem lögðu leið sína í Umhyggjuhöllina í kvöld með nokkrum huggulegum troðslum. Fleiri troðslur litu dagsins ljós í Garðabænum en leikurinn var bara heilt yfir hraður og skemmtilegur áhorfs. Stjörnur og skúrkar Shaquille Rombley skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og var stigahæstur. Ægir Þór Steinarsson gaf 15 stoðsendingar. Hilmar Smári Henningsson var aðsópsmikill undir lok leiksins og þegar yfir lauk setti hann 22 stig á töfluna. Hjá Keflavík var Ty-Shon Alexander atkvæðamestur með 22 stig en Igor Maric kom næstur með sín 19 stig og Sigurður Pétursson skilaði 17 stigum. Ægir Þór Steinarsson mataði samherja sína með stoðsendingum. Vísir/Anton Brink Hilmar Smári Henningsson skoraði körfur á mikilvægum augnablikum. Vísir/Anton Brikn Ty-Shon Alexander skoraði mest fyrir Keflavík.Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Gunnlaugur Briem, Birgir Örn Hjörvarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson, höfðu heilt yfir góð tök á þessum leik. Mikil gagnrýni var á þeirra störf af bekkjum beggja liða og úr stúkunni. Sú gagnrýni var ekki réttmæt og fá þeir félagar sjö fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Það var vel mætt í Garðabæinn í kvöld og fínasta stemming. Nokkrir áhorfendur einbeittu sér full mikið að störfum dómarans fyrir minn smekk en heilt yfir var bara létt yfir mannskapnum bæði innan vallar sem utan. Flottur körfuboltaleikur tveggja hörkuliða sem ætla sér stóra hluti á keppnistímabilinu. Orri Gunnarsson stígur léttan dans. Vísir/Anton Brink Bónus-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF
Stjörnumenn stöðvuðu sigurgöngu Keflvíkinga með 97-93 sigri sínum í hörkuleik liðanna í 10. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Bæði lið hafa litið mjög vel út síðustu vikurnar og leikurinn í kvöld var frábær skemmtun þar sem Stjörnumenn voru þó skrefinu á undan nær allan leikinn. Keflvíkingar sáu þó til þess að úrslitin réðust ekki fyrr en í lokin. Sigurður Pétursson sækir að körfu Stjörnunnar. Vísir/Anton Brink Keflavík hóf raunar leikinn betur en gestirnir voru 20-28 yfir eftir fyrsta leikhluta. Keflvíkingar fengu stig úr mörgum áttum en Sigurður Pétursson og Igor Maric komu vel stemmdir af varamannabekknum og skoruðu 11 stig í fyrri hálfleik. Maric skoraði tvo partýþrista sem glöddu augað. Stjarnan kom af miklum krafti inn í annan leikhluta en Shaquille Rombley dró vagninn í sóknarleik heimamanna framan af leik en Viktor Jónas Lúðvíksson kom sterkur inn af bekknum og lagði allt í seinn stig, fráköst og sterka vörn í púkkinn. Viktor Jónas Lúðvíksson skilaði góðu framlagi þær mínútur sem hann spilaði. Vísir/Anton Brink Remu Emil Raitanen batt endahnútinn á fyrri hálfleikinn með því að jafna metin, 50-50 með síðasta skoti fyrri hálfleiks. Stjörnumenn náðu góðum kafla í upphafi þriðja leikhluta og komust 11 stigum yfir 64-53 og voru skrefinu á undan út leikinn. Heimamenn svöruðu öllum áhlaupum gestanna í sömu mynt og niðurstaðan fjögurra stiga sigur Stjörnuliðsins. Stjarnan er á toppi deildarinnar með 18 stig eftir níu leiki en Tindastóll sem vann Njarðvík í kvöld fylgir fast á hæla Garðabæjarliðsins með 16 stig. Njarðvík er svo með 12 stig og þar á eftir koma Keflavík, Grindavík, KR og Þór Þorlákshöfn í fjórða til sjöunda sæti með 10 stig hvert lið. Shaquille Rombley tók mikið til sín. Vísir/Anton Brink Baldur Þór: Virkilega sáttur með þennan sigur „Við náðum að leggja að velli hörkugott lið Keflavíkur sem var að hitta vel í þessum leik. Mér fannst við spila vel í þessum leik og ég er bara virkilega sáttur með þennan sigur. Við fengum á okkur 93 stig sem er vissulega full mikið en svörum því með góðum sóknarleik og innbyrðum sigur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar. „Það er kannski ekkert eitt sem lagði grunninn að þessum sigri. Við spiluðum hraðan og góðan sóknarleik og tökum mörg sóknarfráköst. Svo var bara ákefð í því sem við vorum að gera og þannig viljum við hafa það,“ sagði Baldur Þór enn fremur. „Spilamennskan hefur verið góð það sem af er vetri og við erum á þeim stað sem við stefndum að fyrir tímabilið. Við þurfum að passa okkur að verða ekki saddir og halda áfram að ýta á hvorn annan að gera sífellt betur dag frá degi. Það er ýmistlegt sem við getum lagað þrátt fyrir að við séum á flottum stað með liðið,“ sagði hann. Baldur Þór Ragnarsson fer yfir málin með leikmönnum sínum. Vísir/Anton Brink Pétur Ingvarsson: Vorum undir í baráttunni um fráköst „Mér fannst við sýna það í kvöld að við erum á pari við topplið deildarinnar og eftir hörkuleik er svekkjandi að hafa ekki náð að knýja fram sigur. Það er aftur á móti margt sem við getum tekið með okkur frá þessum leik þrátt fyrir tapið,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. „Það eru sóknarfráköst þeirra og mislukkuð lay up hinu megin sem verða okkur að falli og það er grátlegt að horfa upp á það. Eftir að hafa byrjað leikinn vel vorum við að elta í seinni hálfleik. Við náðum áhlaupum en ekki að komast yfir hjallann að komast aftur yfir,“ sagði Pétur þar að auki. Tölfræðin bakkar upp greiningu Péturs á leiknum en Stjarnan tók 50 fráköst í þessum leik á móti 33 fráköstum hjá gestunum frá Keflavík. „Við erum ekki sáttir við stigasöfnunina. Það er alveg á hreinu. Við settum saman lið sem stefnir á að berjast um alla þá titla sem í boði. Það jákvæðasta er kannski að það eru 12 leikir og nóg af stigum enn í pottinum góðam“ sagði hann um stöðu mála. Pétur Ingvarsson gefur lærisveinum sínum góð ráð. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Shaquille Rombley gladdi augu þeirra sem lögðu leið sína í Umhyggjuhöllina í kvöld með nokkrum huggulegum troðslum. Fleiri troðslur litu dagsins ljós í Garðabænum en leikurinn var bara heilt yfir hraður og skemmtilegur áhorfs. Stjörnur og skúrkar Shaquille Rombley skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og var stigahæstur. Ægir Þór Steinarsson gaf 15 stoðsendingar. Hilmar Smári Henningsson var aðsópsmikill undir lok leiksins og þegar yfir lauk setti hann 22 stig á töfluna. Hjá Keflavík var Ty-Shon Alexander atkvæðamestur með 22 stig en Igor Maric kom næstur með sín 19 stig og Sigurður Pétursson skilaði 17 stigum. Ægir Þór Steinarsson mataði samherja sína með stoðsendingum. Vísir/Anton Brink Hilmar Smári Henningsson skoraði körfur á mikilvægum augnablikum. Vísir/Anton Brikn Ty-Shon Alexander skoraði mest fyrir Keflavík.Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Gunnlaugur Briem, Birgir Örn Hjörvarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson, höfðu heilt yfir góð tök á þessum leik. Mikil gagnrýni var á þeirra störf af bekkjum beggja liða og úr stúkunni. Sú gagnrýni var ekki réttmæt og fá þeir félagar sjö fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Það var vel mætt í Garðabæinn í kvöld og fínasta stemming. Nokkrir áhorfendur einbeittu sér full mikið að störfum dómarans fyrir minn smekk en heilt yfir var bara létt yfir mannskapnum bæði innan vallar sem utan. Flottur körfuboltaleikur tveggja hörkuliða sem ætla sér stóra hluti á keppnistímabilinu. Orri Gunnarsson stígur léttan dans. Vísir/Anton Brink
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti