GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 11:31 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon spáðu í spilin fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur, tveggja af þremur efstu liðum Bónus-deildarinnar. Stöð 2 Sport „Það var svo gaman síðast að við ákváðum að endurtaka þetta,“ segir Pavel Ermolinskij um þá ákvörðun GAZ-manna að beina sjónum sínum að Sauðárkróki í kvöld, á leik Tindastóls og Njarðvíkur. Pavel og Helgi Már Magnússon hafa tekið einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur og munu lýsa leiknum á Króknum í kvöld með sínum hætti, á Stöð 2 BD. „Tindastóll er að koma úr erfiðri ferð suður í Reykjanesbæ, tveir tapleikir á þremur dögum, á meðan að Njarðvíkingar hafa verið að vinna leiki endalaust. Lið sem þú hefur ekki haft mikla trú á,“ baunaði Pavel á Helga: „Það er alveg rétt. Njarðvíkingar eru búnir að þagga niður í mér og koma mér svakalega á óvart, sérstaklega til dæmis í síðasta leik. Mögulega hefur það eitthvað með vonbrigði mín með Grindavík að gera líka, en Njarðvíkingar eru búnir að vera ótrúlega flottir. Njarðvík hefur sýnt okkur að þeir geta alveg spilað þó að það vanti einn leikmann. Þeir halda alveg sínu, spila sinn bolta og geta alltaf haldið sínu striki.“ Klippa: GAZ-upphitun fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur Njarðvík kynnir til leiks nýjan leikmann, Evans Ganapamo, sem þeir Helgi og Pavel bíða spenntir eftir að sjá en þar er á ferðinni landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins. Stólarnir verða hins vegar án Adomas Drungilas vegna leikbanns, og virtust illa mega við því að Sadio Doucoure skyldi meiðast: „Við sáum Tindastól um helgina missa Sadio út, vegna puttameiðsla. Hann spilaði einhverjar mínútur í báðum leikjum við Keflavík en augljóslega ekki á fullri getu, og núna verður Drungilas ekki með. Stólarnir hafa ekki sýnt okkur að þeir geti aðlagað sig að þessu,“ sagði Helgi. Þeir Pavel voru sammála um að lið Tindastóls yrði mögulega of lágvaxið í kvöld fyrir baráttu við menn á borð við Dominykas Mikla og Mario Matasovic. „Þetta verður krefjandi fyrir lágvaxið lið Tindastóls. Njarðvík getur leikið sér með þetta og það verður alltaf annar þeirra inni á vellinum, og oft báðir,“ sagði Helgi en umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Pavel og Helgi Már Magnússon hafa tekið einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur og munu lýsa leiknum á Króknum í kvöld með sínum hætti, á Stöð 2 BD. „Tindastóll er að koma úr erfiðri ferð suður í Reykjanesbæ, tveir tapleikir á þremur dögum, á meðan að Njarðvíkingar hafa verið að vinna leiki endalaust. Lið sem þú hefur ekki haft mikla trú á,“ baunaði Pavel á Helga: „Það er alveg rétt. Njarðvíkingar eru búnir að þagga niður í mér og koma mér svakalega á óvart, sérstaklega til dæmis í síðasta leik. Mögulega hefur það eitthvað með vonbrigði mín með Grindavík að gera líka, en Njarðvíkingar eru búnir að vera ótrúlega flottir. Njarðvík hefur sýnt okkur að þeir geta alveg spilað þó að það vanti einn leikmann. Þeir halda alveg sínu, spila sinn bolta og geta alltaf haldið sínu striki.“ Klippa: GAZ-upphitun fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur Njarðvík kynnir til leiks nýjan leikmann, Evans Ganapamo, sem þeir Helgi og Pavel bíða spenntir eftir að sjá en þar er á ferðinni landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins. Stólarnir verða hins vegar án Adomas Drungilas vegna leikbanns, og virtust illa mega við því að Sadio Doucoure skyldi meiðast: „Við sáum Tindastól um helgina missa Sadio út, vegna puttameiðsla. Hann spilaði einhverjar mínútur í báðum leikjum við Keflavík en augljóslega ekki á fullri getu, og núna verður Drungilas ekki með. Stólarnir hafa ekki sýnt okkur að þeir geti aðlagað sig að þessu,“ sagði Helgi. Þeir Pavel voru sammála um að lið Tindastóls yrði mögulega of lágvaxið í kvöld fyrir baráttu við menn á borð við Dominykas Mikla og Mario Matasovic. „Þetta verður krefjandi fyrir lágvaxið lið Tindastóls. Njarðvík getur leikið sér með þetta og það verður alltaf annar þeirra inni á vellinum, og oft báðir,“ sagði Helgi en umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira