„Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. desember 2024 16:10 Arnar Bergmann Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Arnari Bergmanni Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fannst ýmislegt ábótavant þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Djurgården í fimmtu umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. „Þetta var sanngjarn sigur hjá þeim. Við fórum illa að ráði okkar í fyrri hálfleik. Við fengum svo ekki mikið af færum en fengum hornspyrnur og aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem við framkvæmdum illa. Þegar þú ert kominn á þetta gæðastig þarft þú að framkvæma hlutina upp á 10. Við gerðum það ekki og sóknarleikurinn var svo sloppy í seinni hálfleik. Við vorum ekki í réttum stöðum til þess að fá boltann og svo ekki vel staðsettir varnarlega þegar við misstum boltann. Okkur var refsað fyrir það,“ sagði Arnar Bergmann svekktur að leik loknum. “ „Viðvörunabjöllurnar voru farnar að hringja áður en þeir skoruðu mörkin sín. Við sýndum hins vegar karakter í stöðunni 2-0 og komum okkur inn í leikinn. Mögulega hefði bara verið betra að hafa áfram 11 á móti 11 þar sem þeir fóru í mikla lágblokk eftir að lenda manni undir. Við náðum ekki að skapa opin færi undir og hefðum kannski átt að fara meira í að dæla bara boltanum inn í teiginn og skapa slagsmál þar um boltann. Því fór sem fór og svekkjandi tap niðurstaðan,“ sagði Arnar enn fremur. „Enn og aftur er það einbeitingaleysi hjá íslenskum liðum sem verður okkur að falli. Það er eins og náum ekki að fókusa almennilega allan leikinn eins og erlend lið gera í Evrópukeppnum. Við erum alltaf að tala um að við þurfum að læra en við vorum ekki komnir þangað í þessum leik. Við vorum allt of langt frá mönnunum þegar við misstum boltann og færslurnar í varnarleiknun. Það hefur líklega verið blanda af þreytu en stærri held ég að hafi verið skortur á einbeitingu sem þarf að vera full on á þessu getustigi. Á öllum levelum eru þau mistök sem við gerum í aðdraganda markanna sem þeir skora óboðleg,“ sagði hann vonsvikinn. „Ég hélt að við værum komnir lengra en mér fannst leikmenn mínir fara aðeins fram úr sér í seinni hálfeik. Fara að slaka á og halda að þeir væru það góðir að þeir gætu slakað á einbeitingunni. Við þurfum að spila miklu betur gegn LASK í Austurríki. Við förum bjartsýnir og nú er það okkar verk í þjálfarateyminu að færa trú í leikmannahópinn fyrir þann leik,“ sagði Arnar borubrattur um framhaldið. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Sjá meira
„Þetta var sanngjarn sigur hjá þeim. Við fórum illa að ráði okkar í fyrri hálfleik. Við fengum svo ekki mikið af færum en fengum hornspyrnur og aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem við framkvæmdum illa. Þegar þú ert kominn á þetta gæðastig þarft þú að framkvæma hlutina upp á 10. Við gerðum það ekki og sóknarleikurinn var svo sloppy í seinni hálfleik. Við vorum ekki í réttum stöðum til þess að fá boltann og svo ekki vel staðsettir varnarlega þegar við misstum boltann. Okkur var refsað fyrir það,“ sagði Arnar Bergmann svekktur að leik loknum. “ „Viðvörunabjöllurnar voru farnar að hringja áður en þeir skoruðu mörkin sín. Við sýndum hins vegar karakter í stöðunni 2-0 og komum okkur inn í leikinn. Mögulega hefði bara verið betra að hafa áfram 11 á móti 11 þar sem þeir fóru í mikla lágblokk eftir að lenda manni undir. Við náðum ekki að skapa opin færi undir og hefðum kannski átt að fara meira í að dæla bara boltanum inn í teiginn og skapa slagsmál þar um boltann. Því fór sem fór og svekkjandi tap niðurstaðan,“ sagði Arnar enn fremur. „Enn og aftur er það einbeitingaleysi hjá íslenskum liðum sem verður okkur að falli. Það er eins og náum ekki að fókusa almennilega allan leikinn eins og erlend lið gera í Evrópukeppnum. Við erum alltaf að tala um að við þurfum að læra en við vorum ekki komnir þangað í þessum leik. Við vorum allt of langt frá mönnunum þegar við misstum boltann og færslurnar í varnarleiknun. Það hefur líklega verið blanda af þreytu en stærri held ég að hafi verið skortur á einbeitingu sem þarf að vera full on á þessu getustigi. Á öllum levelum eru þau mistök sem við gerum í aðdraganda markanna sem þeir skora óboðleg,“ sagði hann vonsvikinn. „Ég hélt að við værum komnir lengra en mér fannst leikmenn mínir fara aðeins fram úr sér í seinni hálfeik. Fara að slaka á og halda að þeir væru það góðir að þeir gætu slakað á einbeitingunni. Við þurfum að spila miklu betur gegn LASK í Austurríki. Við förum bjartsýnir og nú er það okkar verk í þjálfarateyminu að færa trú í leikmannahópinn fyrir þann leik,“ sagði Arnar borubrattur um framhaldið.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Sjá meira