„Þetta er bara komið til að vera“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. desember 2024 23:27 Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna. vísir/bjarni Nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag frá ellefu símenntunarmiðstöðvum um allt land. Nemendur sem ræddu við fréttastofu segjast hafa lært mikið og námið hafa verið skemmtilegt. Nokkrir eru þegar búnir að fá atvinnuviðtöl og -tilboð. Fréttastofa greindi frá því í byrjun september að nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hafi litið dagsins ljós undir nafninu: Færniþjálfun á vinnumarkaði. Ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu en námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu. Nemendur sem fréttastofa ræddi við á þeim tíma voru vongóðir um að fá vinnu að námi loknu. Ætlar að hafa það huggulegt og finna vinnu Núna er fyrsta misseri þessa nýja náms lokið en hvernig gekk nemendum? Við töluðum við nokkra nemendur sem voru að útskrifast í dag. Hin 22 ára Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi kunni einkar vel við sig í náminu. „Þetta var bara mjög gaman. Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég lærði mikið af þessu. Hvað ætlarðu að gera núna þegar að námið er búið? „Hafa það huggulegt og reyna finna vinnu.“ Ertu búin að sækja um einhvers staðar? „Já og ég fékk viðtal, það var á þriðjudaginn og ég er að bíða eftir því að þau heyra til baka.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Mælir með náminu sem sé þroskandi Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi segir námið hafa gengið vel. Hún hafi lært ýmislegt nýtt og eignast nýja vini. „Ég er búin að benda nokkrum sem ég þekki á þetta nám og þau eru bara: Hvar get ég sótt um þetta?“ Svo þú mælir með þessu? „Algjörlega, þetta er mjög gott námskeiði og mjög þroskandi.“ Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Komið til að vera Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fjölmennt, en um 70 nemendur á ellefu stöðum á landinu útskrifast nú úr náminu sem fór fram fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum víða um land. Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir útskriftina hafa mikla þýðingu. „Tækifærin sem þetta er að gefa, við heyrum að einstaklingar eru komnir með atvinnuviðtöl og tilboð og mögulega áframhaldandi nám hjá Mími, og þetta er bara svo stórkostlegt. Þetta er nákvæmlega það sem að markmiðið var. Að lyfta þessum hópi sem hefur fá tækifæri. Við förum af stað aftur eftir áramótin sem er bara mjög gleðilegt. Þetta er bara komið til að vera, Færni á vinnumarkaði.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna.vísir/bjarni Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í byrjun september að nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hafi litið dagsins ljós undir nafninu: Færniþjálfun á vinnumarkaði. Ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu en námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu. Nemendur sem fréttastofa ræddi við á þeim tíma voru vongóðir um að fá vinnu að námi loknu. Ætlar að hafa það huggulegt og finna vinnu Núna er fyrsta misseri þessa nýja náms lokið en hvernig gekk nemendum? Við töluðum við nokkra nemendur sem voru að útskrifast í dag. Hin 22 ára Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi kunni einkar vel við sig í náminu. „Þetta var bara mjög gaman. Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég lærði mikið af þessu. Hvað ætlarðu að gera núna þegar að námið er búið? „Hafa það huggulegt og reyna finna vinnu.“ Ertu búin að sækja um einhvers staðar? „Já og ég fékk viðtal, það var á þriðjudaginn og ég er að bíða eftir því að þau heyra til baka.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Mælir með náminu sem sé þroskandi Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi segir námið hafa gengið vel. Hún hafi lært ýmislegt nýtt og eignast nýja vini. „Ég er búin að benda nokkrum sem ég þekki á þetta nám og þau eru bara: Hvar get ég sótt um þetta?“ Svo þú mælir með þessu? „Algjörlega, þetta er mjög gott námskeiði og mjög þroskandi.“ Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Komið til að vera Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fjölmennt, en um 70 nemendur á ellefu stöðum á landinu útskrifast nú úr náminu sem fór fram fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum víða um land. Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir útskriftina hafa mikla þýðingu. „Tækifærin sem þetta er að gefa, við heyrum að einstaklingar eru komnir með atvinnuviðtöl og tilboð og mögulega áframhaldandi nám hjá Mími, og þetta er bara svo stórkostlegt. Þetta er nákvæmlega það sem að markmiðið var. Að lyfta þessum hópi sem hefur fá tækifæri. Við förum af stað aftur eftir áramótin sem er bara mjög gleðilegt. Þetta er bara komið til að vera, Færni á vinnumarkaði.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna.vísir/bjarni
Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira