„Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. desember 2024 22:29 Pétur Ingvarsson freistar þess að stappa stálinu í sína menn. Vísir/Anton Brink Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, hefði viljað sjá lið sitt stíga betur út í fráköstum og nýta opin sniðskot betur þegar lið hans laut í minni pokann og tapaði fyrir Stjörnunni í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. „Mér fannst við sýna það í kvöld að við erum á pari við topplið deildarinnar og eftir hörkuleik er svekkjandi að hafa ekki náð að knýja fram sigur. Það er aftur á móti margt sem við getum tekið með okkur frá þessum leik þrátt fyrir tapið,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. „Það eru sóknarfráköst þeirra og mislukkuð lay up hinu megin sem verða okkur að falli og það er grátlegt að horfa upp á það. Eftir að hafa byrjað leikinn vel vorum við að elta í seinni hálfleik. Við náðum áhlaupum en ekki að komast yfir hjallann að komast aftur yfir,“ sagði Pétur þar að auki. Tölfræðin bakkar upp greiningu Péturs á leiknum en Stjarnan tók 50 fráköst í þessum leik á móti 33 fráköstum hjá gestunum frá Keflavík. Eftir þennan ósigur hefur Keflavík halað inn 10 stigum í fyrstu 10 leikjum sem er undir pari miðað við væntingar suður með sjó þegar lagt var af stað inn í keppnistímabilið. „Við erum ekki sáttir við stigasöfnunina. Það er alveg á hreinu. Við settum saman lið sem stefnir á að berjast um alla þá titla sem í boði. Það jákvæðasta er kannski að það eru 12 leikir og nóg af stigum enn í pottinum góða“ sagði hann um stöðu mála. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira
„Mér fannst við sýna það í kvöld að við erum á pari við topplið deildarinnar og eftir hörkuleik er svekkjandi að hafa ekki náð að knýja fram sigur. Það er aftur á móti margt sem við getum tekið með okkur frá þessum leik þrátt fyrir tapið,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. „Það eru sóknarfráköst þeirra og mislukkuð lay up hinu megin sem verða okkur að falli og það er grátlegt að horfa upp á það. Eftir að hafa byrjað leikinn vel vorum við að elta í seinni hálfleik. Við náðum áhlaupum en ekki að komast yfir hjallann að komast aftur yfir,“ sagði Pétur þar að auki. Tölfræðin bakkar upp greiningu Péturs á leiknum en Stjarnan tók 50 fráköst í þessum leik á móti 33 fráköstum hjá gestunum frá Keflavík. Eftir þennan ósigur hefur Keflavík halað inn 10 stigum í fyrstu 10 leikjum sem er undir pari miðað við væntingar suður með sjó þegar lagt var af stað inn í keppnistímabilið. „Við erum ekki sáttir við stigasöfnunina. Það er alveg á hreinu. Við settum saman lið sem stefnir á að berjast um alla þá titla sem í boði. Það jákvæðasta er kannski að það eru 12 leikir og nóg af stigum enn í pottinum góða“ sagði hann um stöðu mála.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira