Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 15. desember 2024 20:46 vísir/jón gautur Njarðvík tók á móti Keflavík í Bónus deild kvenna í IceMar-höllinni í kvöld. Það er rúm vika síðan þessi sömu lið mættust í Vís bikarnum þar sem Njarðvík fór með sigur af hólmi. Njarðvík spilaði fanta góðan körfubolta í kvöld og sóttu annan sigurinn á stuttum tíma gegn Keflavík og lögðu þær með tíu stiga mun 98-88. Njarðvík tók uppkastið og byrjaði af krafti. Emilie Hesseldal og Ena Viso settu fyrstu fimm stigin á töfluna sem var ágætis fyrirboði fyrir hvað koma skildi frá Njarðvík í þessum leikhluta. Þær grænklæddu voru skrefinu á undan út leikhlutann og leiddu með átta stigum þegar fyrsti leikhluti kláraðist 25-17. Eins vel og Njarðvík spilaði í fyrsta leikhluta þá voru þær lengi í gang í öðrum leikhluta. Keflavík kom með krafti í leikhlutann og gerðu frábærlega bæði varnar og sóknarlega til þess að snúa leiknum sér í vil með kröftugu 12-0 áhlaupi áður en Njarðvík komst á blað um miðjan leikhluta. Njarðvík náði aðeins að bíta frá sér og gerði vel að missa Keflavík ekki frá sér. Keflavík fór inn í hálfleikinn með minnsta mun 42-43. Njarðvík kom grimmari út í seinni hálfleikinn. Þær grænklæddu fóru að setja niður stór skot og hægt og rólega að taka völdin í leiknum. Njarðvík náði þó ekki að hrista lið Keflavíkur af sér en í hvert sinn sem þetta leit vel út fyrir Njarðvík kom stórt skot frá Keflavík sem dró þær inn í leikinn aftur. Eftir þriðja leikhluta leiddi Njarðvík með fimm stigum 70-65. Njarðvík byrjaði fjórða leikhluta vel en náði þó ekki alveg að hrista af sér sterkt lið Keflavíkur. Keflavík veitti fína mótspyrnu en náði ekki að vinna niður forskot Njarðvíkur. Njarðvík setti stór skot og átti stór „play“ undir lokin sem tryggði þeim tíu stiga sigur 98-88. Atvik leiksins Bo Guttormsdóttir-Frost setur niður laglegan þrist um miðjan fjórða leikhluta sem gaf Njarðvík smá andrými þegar Keflavík var búið að vera saxa á þær. Eftir að hún setti það skot fannst mér allt svægi með Njarðvík. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins var hrikalega öflug í liði Njarðvíkur og átti Keflavík fá svör við hennar leik. Brittany setti 41 stig á töfluna. Bo Guttormsdóttir-Frost var einnig frábær í liði Njarðvíkur og setti stór skot í kvöld. Hún endaði með 18 stig. Emilie Hesseldal var öflug undir körfunni og reif niður 18 fráköst. Hjá Keflavík er Jasmine Dickey sú sem getur gengið með höfuð hátt eftir leikinn. Setti niður 38 stig og reif niður 11 fráköst að auki. Dómarinn Mér fannst teymið standa sig bara þokkalega vel í kvöld. Ekkert út á þeirra störf að setja. Fannst teymið bara komast vel frá þessu hér í kvöld. Stemingin og umgjörð Það var fínasta mæting í IceMar-höllina í kvöld. Mikið í gangi svo allt hrós á alla þá sem lögðu leið sína í Njarðvík í kvöld. Umgjörð og annað er búið að lyfta sér upp á annað stig eftir að Njarðvík flutti í IceMar-höllina. „Það er ekkert eins og Njarðvík-Keflavík“ „Fáránleg gleði. Hrikalega ánægður með stelpurnar.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur. „Elja og vinnusemi. Aldrei hætta, við töluðum um það að dansa með þeim fram í fjórða og taka þær þar. Við lendum einhverjum átta stigum undir og bara einu sinni sem oftar þá börðumst við til baka,“ sagði Einar Árni aðspurður út í hvar honum hefði fundist leikurinn vinnast. Njarðvíkurliðið tók smá dýfu í öðrum leikhluta þar sem Keflavík komst yfir og náði öllum völdum en Njarðvík náði að klóra sig til baka. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var gríðarlega sáttur með sigurinn gegn Keflavík.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Það var enginn spurning að fara inn í eins stigs leik í hálfleik að það skipti ótrúlega miklu máli. Það hefði verið erfiðara að fara einhverjum átta, tíu stigum undir.“ „Í síðari hálfleik fannst mér við stjórna þessu. Spiluðum fínan varnarleik. Þær eru frábærar auðvitað og [Jasmine] Dickey erfið, Sara erfið og við erum að gera hrikalega vel á skotmennina þeirra, sérstaklega í seinni hálfleik. Við erum sóknarlega okkar meginn að stýra þessu vel. Brittany geggjuð og aðrar að leggja í púkkið, Bo Frost nátturlega setur risastór skot og það voru allar tilbúnar að leggja í púkkið í dag.“ Njarðvík fara inn í jólafríið með sigur gegn nágrönnum sínum úr Keflavík. Það gerist varla betra. „Þetta eru skemmtilegustu íþróttakappleikir sem að ég hef tekið þátt í sem þjálfari í gegnum minn feril. Það er ekkert eins og Njarðvík-Keflavík. Það er ofboðslega mikið alltaf. Það skiptir ekki máli hvort það sé deild eða bikar og að vinna hérna fyrir framan okkar fólk og það í tvisvar í röð gegn þessu gríðarlega öfluga liði er gríðarlega ánægjulegt og innspýting fyrir okkar stelpur að fara inn í nýtt ár.“ „Fannst munurinn á liðunum þegar að á reyndi vera leikstjórnunin og ákvarðanartökur“ „Ég er ekki sáttur með leikinn í heild sinni. Mér fannst við eiga ágætis kafla inn á milli og mér fannst við fara illa með tækifærin í fyrri hálfleik þegar við gátum byggt ofan á það forskot sem að við vorum komnar með.“ Sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur svekktur eftir tapið í kvöld. „Þá fannst mér dampurinn svona aðeins detta úr þessu [í seinni hálfleik] og ákvarðanatökur ekki kannski þær bestu og þær komast aftur inn í leikinn og byrja svo betur í seinni hálfleik og þá erum við að elta þar sem eftir er.“ Friðrik Ingi var ekki ánægður með leik Keflavíkurliðsins.Vísir/Diego Keflavík náði að snúa leiknum sér í vil í öðrum leikhluta en misstu leikinn svo frá sér aftur í þriðja leikhluta. Hvað gerðist sem varð til þess að Njarðvík tók yfir leikinn aftur? „Ég held að fyrst og fremst svona munurinn á liðunum í dag hafi verið stjórnun á leiknum. Ég held að það sé ekkert launungamál að við erum með leikstjórnanda sem að við fengum í það verkefni auðvitað utan vallar. Við höfum verið að reyna leysa þetta með ýmsum hætti og ég vill hrósa leikmönnum mínum fyrir að vera að leysa leikstöður sem að þær eru ekki endilega vanar að gera öllum stundum. Við höfum verið að færa leikmenn á milli leikstaða. Þær eiga hrós skilið fyrir það.“ „Mér fannst munurinn á liðunum kannski þegar að á reyndi vera leikstjórnunin og ákvarðanartökur. Þær [Njarðvík] nýttu færin betur og voru bara betri en við í dag. Við verðum bara að sætta okkur við það. “ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Njarðvík tók á móti Keflavík í Bónus deild kvenna í IceMar-höllinni í kvöld. Það er rúm vika síðan þessi sömu lið mættust í Vís bikarnum þar sem Njarðvík fór með sigur af hólmi. Njarðvík spilaði fanta góðan körfubolta í kvöld og sóttu annan sigurinn á stuttum tíma gegn Keflavík og lögðu þær með tíu stiga mun 98-88. Njarðvík tók uppkastið og byrjaði af krafti. Emilie Hesseldal og Ena Viso settu fyrstu fimm stigin á töfluna sem var ágætis fyrirboði fyrir hvað koma skildi frá Njarðvík í þessum leikhluta. Þær grænklæddu voru skrefinu á undan út leikhlutann og leiddu með átta stigum þegar fyrsti leikhluti kláraðist 25-17. Eins vel og Njarðvík spilaði í fyrsta leikhluta þá voru þær lengi í gang í öðrum leikhluta. Keflavík kom með krafti í leikhlutann og gerðu frábærlega bæði varnar og sóknarlega til þess að snúa leiknum sér í vil með kröftugu 12-0 áhlaupi áður en Njarðvík komst á blað um miðjan leikhluta. Njarðvík náði aðeins að bíta frá sér og gerði vel að missa Keflavík ekki frá sér. Keflavík fór inn í hálfleikinn með minnsta mun 42-43. Njarðvík kom grimmari út í seinni hálfleikinn. Þær grænklæddu fóru að setja niður stór skot og hægt og rólega að taka völdin í leiknum. Njarðvík náði þó ekki að hrista lið Keflavíkur af sér en í hvert sinn sem þetta leit vel út fyrir Njarðvík kom stórt skot frá Keflavík sem dró þær inn í leikinn aftur. Eftir þriðja leikhluta leiddi Njarðvík með fimm stigum 70-65. Njarðvík byrjaði fjórða leikhluta vel en náði þó ekki alveg að hrista af sér sterkt lið Keflavíkur. Keflavík veitti fína mótspyrnu en náði ekki að vinna niður forskot Njarðvíkur. Njarðvík setti stór skot og átti stór „play“ undir lokin sem tryggði þeim tíu stiga sigur 98-88. Atvik leiksins Bo Guttormsdóttir-Frost setur niður laglegan þrist um miðjan fjórða leikhluta sem gaf Njarðvík smá andrými þegar Keflavík var búið að vera saxa á þær. Eftir að hún setti það skot fannst mér allt svægi með Njarðvík. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins var hrikalega öflug í liði Njarðvíkur og átti Keflavík fá svör við hennar leik. Brittany setti 41 stig á töfluna. Bo Guttormsdóttir-Frost var einnig frábær í liði Njarðvíkur og setti stór skot í kvöld. Hún endaði með 18 stig. Emilie Hesseldal var öflug undir körfunni og reif niður 18 fráköst. Hjá Keflavík er Jasmine Dickey sú sem getur gengið með höfuð hátt eftir leikinn. Setti niður 38 stig og reif niður 11 fráköst að auki. Dómarinn Mér fannst teymið standa sig bara þokkalega vel í kvöld. Ekkert út á þeirra störf að setja. Fannst teymið bara komast vel frá þessu hér í kvöld. Stemingin og umgjörð Það var fínasta mæting í IceMar-höllina í kvöld. Mikið í gangi svo allt hrós á alla þá sem lögðu leið sína í Njarðvík í kvöld. Umgjörð og annað er búið að lyfta sér upp á annað stig eftir að Njarðvík flutti í IceMar-höllina. „Það er ekkert eins og Njarðvík-Keflavík“ „Fáránleg gleði. Hrikalega ánægður með stelpurnar.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur. „Elja og vinnusemi. Aldrei hætta, við töluðum um það að dansa með þeim fram í fjórða og taka þær þar. Við lendum einhverjum átta stigum undir og bara einu sinni sem oftar þá börðumst við til baka,“ sagði Einar Árni aðspurður út í hvar honum hefði fundist leikurinn vinnast. Njarðvíkurliðið tók smá dýfu í öðrum leikhluta þar sem Keflavík komst yfir og náði öllum völdum en Njarðvík náði að klóra sig til baka. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var gríðarlega sáttur með sigurinn gegn Keflavík.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Það var enginn spurning að fara inn í eins stigs leik í hálfleik að það skipti ótrúlega miklu máli. Það hefði verið erfiðara að fara einhverjum átta, tíu stigum undir.“ „Í síðari hálfleik fannst mér við stjórna þessu. Spiluðum fínan varnarleik. Þær eru frábærar auðvitað og [Jasmine] Dickey erfið, Sara erfið og við erum að gera hrikalega vel á skotmennina þeirra, sérstaklega í seinni hálfleik. Við erum sóknarlega okkar meginn að stýra þessu vel. Brittany geggjuð og aðrar að leggja í púkkið, Bo Frost nátturlega setur risastór skot og það voru allar tilbúnar að leggja í púkkið í dag.“ Njarðvík fara inn í jólafríið með sigur gegn nágrönnum sínum úr Keflavík. Það gerist varla betra. „Þetta eru skemmtilegustu íþróttakappleikir sem að ég hef tekið þátt í sem þjálfari í gegnum minn feril. Það er ekkert eins og Njarðvík-Keflavík. Það er ofboðslega mikið alltaf. Það skiptir ekki máli hvort það sé deild eða bikar og að vinna hérna fyrir framan okkar fólk og það í tvisvar í röð gegn þessu gríðarlega öfluga liði er gríðarlega ánægjulegt og innspýting fyrir okkar stelpur að fara inn í nýtt ár.“ „Fannst munurinn á liðunum þegar að á reyndi vera leikstjórnunin og ákvarðanartökur“ „Ég er ekki sáttur með leikinn í heild sinni. Mér fannst við eiga ágætis kafla inn á milli og mér fannst við fara illa með tækifærin í fyrri hálfleik þegar við gátum byggt ofan á það forskot sem að við vorum komnar með.“ Sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur svekktur eftir tapið í kvöld. „Þá fannst mér dampurinn svona aðeins detta úr þessu [í seinni hálfleik] og ákvarðanatökur ekki kannski þær bestu og þær komast aftur inn í leikinn og byrja svo betur í seinni hálfleik og þá erum við að elta þar sem eftir er.“ Friðrik Ingi var ekki ánægður með leik Keflavíkurliðsins.Vísir/Diego Keflavík náði að snúa leiknum sér í vil í öðrum leikhluta en misstu leikinn svo frá sér aftur í þriðja leikhluta. Hvað gerðist sem varð til þess að Njarðvík tók yfir leikinn aftur? „Ég held að fyrst og fremst svona munurinn á liðunum í dag hafi verið stjórnun á leiknum. Ég held að það sé ekkert launungamál að við erum með leikstjórnanda sem að við fengum í það verkefni auðvitað utan vallar. Við höfum verið að reyna leysa þetta með ýmsum hætti og ég vill hrósa leikmönnum mínum fyrir að vera að leysa leikstöður sem að þær eru ekki endilega vanar að gera öllum stundum. Við höfum verið að færa leikmenn á milli leikstaða. Þær eiga hrós skilið fyrir það.“ „Mér fannst munurinn á liðunum kannski þegar að á reyndi vera leikstjórnunin og ákvarðanartökur. Þær [Njarðvík] nýttu færin betur og voru bara betri en við í dag. Við verðum bara að sætta okkur við það. “
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti