Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 15:31 Vituð ér enn - eða hvat? Grímur Grímsson leggur hér við hlustir. Vísir/Vilhelm Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. „Það er mjög gaman að kynnast starfsfólki þingsins og hvernig starfið er sett í skorður hér. Þetta er í föstum skorðum og áhugavert að kynnast því,“ sagði Grímur Grímsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur, sem var í þinghúsinu í dag. Hann segist spenntur að byrja starf sitt, þar sem hlutirnir fari nokkuð rólega af stað á meðan formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standa í stjórnarmyndunarviðræðum. Nýliðadagurinn sé því ákveðinn bautasteinn á vegferð nýkjörinna þingmanna. Byrjað á föstudeginum þrettánda Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknar, sagði að sér litist vel á fyrsta daginn. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að taka þátt á þessum vettvangi, og gaman að byrja á föstudeginum þrettánda. Ég treysti því að það verði fyrir því að við séum að stíga inn í góða tíma,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund var hress og kát á nýliðadeginum.Vísir/Vilhelm Hún sagði um stóran hóp nýliða að ræða, en sagðist eiga von á góðri samvinnu á þingi. Hún er eini nýliðinn í fimm manna þingflokki Framsóknar, sem er nú minnsti flokkurinn á þingi. Fer varlega í mötuneytið Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, var upplitsdjarfur á fyrsta degi. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er mjög spennandi að koma inn á þennan vettvang og sjá allt sem verið er að gera hér á þingi. Það verður spennandi að taka þátt í þessu,“ sagði hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Enn sem komið væri hefði ekkert komið honum á óvart, en hann ætti eftir að kynnast mörgu. „Ég er búinn að smakka matinn, og hingað til hefur hann verið alveg meiriháttar. Ég hef pínu áhyggjur af því, maður þarf að gæta hófs þar og ég mun reyna það,“ sagði Kristján glaður í bragði. Nýr inn í annað sinn Karl Gauti Hjaltason, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins, var mættur á nýliðadaginn. Hann er þó ekki glænýr á þingi, en hann var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017. Síðar á kjörtímabilinu skipti hann yfir í Miðflokkinn. Hann var ekki á þingi frá 2021 til loka síðasta kjörtímabils, og kemur því nýr inn á þing í annað sinn. Karl Gauti Hjaltason kemur nýr inn á þing, en samt ekki.Vísir/Vilhelm „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Ég hef nú verið hér áður en þetta er alltaf jafn spennandi og gaman,“ sagði Karl Gauti. Hann sagði gaman að fá nýtt fólk inn, en reynsla væri ekki síður mikils virði. „Við erum líka með fullt af reyndu fólki,“ sagði Karl Gauti. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók í þinghúsinu í dag. Nýir Alþingismenn streyma hér niður tröppur þinghússins.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er sestur á þing fyrir Viðreisn.Vísir/Vilhelm Arna Lára Jónsdóttir og Eydís Ásbjörnsdóttir skoða eitthvað sniðugt. Þær eru báðar í Samfylkingunni.Vísir/Vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir kemur úr borgarstjórnarflokki Flokks fólksins yfir í þingliðið.Vísir/Vilhelm Snorri Másson er einn nýrra þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ingvar Þóroddsson í Viðreisn er yngsti þingmaður þessa kjörtímabils.Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Það er mjög gaman að kynnast starfsfólki þingsins og hvernig starfið er sett í skorður hér. Þetta er í föstum skorðum og áhugavert að kynnast því,“ sagði Grímur Grímsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur, sem var í þinghúsinu í dag. Hann segist spenntur að byrja starf sitt, þar sem hlutirnir fari nokkuð rólega af stað á meðan formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standa í stjórnarmyndunarviðræðum. Nýliðadagurinn sé því ákveðinn bautasteinn á vegferð nýkjörinna þingmanna. Byrjað á föstudeginum þrettánda Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknar, sagði að sér litist vel á fyrsta daginn. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að taka þátt á þessum vettvangi, og gaman að byrja á föstudeginum þrettánda. Ég treysti því að það verði fyrir því að við séum að stíga inn í góða tíma,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund var hress og kát á nýliðadeginum.Vísir/Vilhelm Hún sagði um stóran hóp nýliða að ræða, en sagðist eiga von á góðri samvinnu á þingi. Hún er eini nýliðinn í fimm manna þingflokki Framsóknar, sem er nú minnsti flokkurinn á þingi. Fer varlega í mötuneytið Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, var upplitsdjarfur á fyrsta degi. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er mjög spennandi að koma inn á þennan vettvang og sjá allt sem verið er að gera hér á þingi. Það verður spennandi að taka þátt í þessu,“ sagði hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Enn sem komið væri hefði ekkert komið honum á óvart, en hann ætti eftir að kynnast mörgu. „Ég er búinn að smakka matinn, og hingað til hefur hann verið alveg meiriháttar. Ég hef pínu áhyggjur af því, maður þarf að gæta hófs þar og ég mun reyna það,“ sagði Kristján glaður í bragði. Nýr inn í annað sinn Karl Gauti Hjaltason, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins, var mættur á nýliðadaginn. Hann er þó ekki glænýr á þingi, en hann var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017. Síðar á kjörtímabilinu skipti hann yfir í Miðflokkinn. Hann var ekki á þingi frá 2021 til loka síðasta kjörtímabils, og kemur því nýr inn á þing í annað sinn. Karl Gauti Hjaltason kemur nýr inn á þing, en samt ekki.Vísir/Vilhelm „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Ég hef nú verið hér áður en þetta er alltaf jafn spennandi og gaman,“ sagði Karl Gauti. Hann sagði gaman að fá nýtt fólk inn, en reynsla væri ekki síður mikils virði. „Við erum líka með fullt af reyndu fólki,“ sagði Karl Gauti. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók í þinghúsinu í dag. Nýir Alþingismenn streyma hér niður tröppur þinghússins.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er sestur á þing fyrir Viðreisn.Vísir/Vilhelm Arna Lára Jónsdóttir og Eydís Ásbjörnsdóttir skoða eitthvað sniðugt. Þær eru báðar í Samfylkingunni.Vísir/Vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir kemur úr borgarstjórnarflokki Flokks fólksins yfir í þingliðið.Vísir/Vilhelm Snorri Másson er einn nýrra þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ingvar Þóroddsson í Viðreisn er yngsti þingmaður þessa kjörtímabils.Vísir/Vilhelm
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent