Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Aron Guðmundsson skrifar 14. desember 2024 09:30 Orri Óskarsson, sóknarmaður Íslands mun leika stórt hlutverk í komandi undankeppni Íslands fyrir HM 2026 í fótbolta. Hann er einn af þessum frambærilegum sóknarmönnum sem Baldur Sigurðsson segir Ísland eiga. vísir/Hulda Margrét Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2026 í fótbolta karla í gær. Íslenska landsliðið var í pottinum og tekur sérfræðingurinn og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Baldur Sigurðsson ekki undir bölsýnisspár um möguleika Íslands. Hann hefur trú. Ísland mun verða í krefjandi riðli með sigurvegaranum úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni sem og Úkraínu og Azerbaijan. Efsta lið hvers riðils fer beint áfram. Liðin í 2.sæti fara í umspil. „Mér lýst bara nokkuð vel á þetta. Að sjálfsögðu hefði maður alltaf geta óskað sér betri riðils en mér finnst þetta ekkert svartnætti. Maður varð strax var við neikvæðnisraddir en ég er ekki alveg jafn neikvæður. Ef ég horfi á liðin sem við erum að fara mæta. Tökum fyrst efsta styrkleikaflokkinn fyrir þar sem að við mætum annað hvort Frökkum eða Króötum þá finnst mér líklegt að við séum að fara fá Frakkana í okkar riðil. Staðan hjá þeim hefur verið betri. Í Úkraínu erum við svo að fara mæta andstæðingi sem við könnumst nú við. Mættum þeim nú síðast í umspili á síðasta ári úti og vorum býsna nálægt því að slá þá út. Ég er miðlungs sáttur með þetta. Hef ekki miklar áhyggjur af Azerbaíjan en það verða vissulega mjög krefjandi leikir við Úkraínu og liðið úr efsta styrkleikaflokki. Ég sé möguleika.“ Klippa: Bjartsýnn á möguleika Íslands í undankeppni HM Ef horft sé á riðilinn með raunsæis gleraugum ætti baráttan um annað sætið að vera við Úkraínu. „Sem mér finnst alveg gerlegt. Úkraína er skrýtinn andstæðingur að mæta. Geta gert bestu landsliðum heims skráveifu en maður sér það þó einnig á úrslitum þeirra að þeir geta dottið niður og átt slæm úrslit á móti minni spámönnum sem við kannski erum í þessu tilfelli. Mér finnst íslenska liðið spennandi. Finnst við hafa lið sem getur strítt þessum stærri liðum ef við náum aðeins að þétta varnarleikinn því sóknarlega lítum við frábærlega út ef við höfum úr öllum okkar mönnum að velja. Það er spennandi mót fram undan. Fyrsta HM sem að ég féll fyrir var árið 1994 í Bandaríkjunum. Ég er fæddur árið 1985 og það vekur upp frábærar minningar að hugsa til þess að Ísland gæti mögulega verið með lið á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu og verð fyrsti maður til að kaupa mér miða á leiki Íslands á HM ef við förum þangað. Ég vona að við förum áfram úr þessum riðli.“ Ísland hefur leik í riðlakeppninni í september á næsta ári og henni lýkur í nóvember, eins konar hraðmót. Óvíst er á þessari stundu hver muni stýra liðinu í undankeppninni. Leit að landsliðsþjálfara stendur yfir. Sá mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. „Mómentum, meiðsli, hvaða þjálfara erum við að fara fá í brúna og hvaða tíma hefur hann til að undirbúa sig. Nú liggur dálítið á. Nú þurfum við að fara fá inn þjálfara. Fá inn verkefni og hann þarf að fá tíma. Öll smáatriði skipta máli í þessum heimi. Sérstaklega þegar að þú ert kominn inn í þennan landsliðsheim. Nú ærið verkefni framu og mjög spennandi að sjá hvað KSÍ ætlar að gera með þjálfarann.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Ísland mun verða í krefjandi riðli með sigurvegaranum úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni sem og Úkraínu og Azerbaijan. Efsta lið hvers riðils fer beint áfram. Liðin í 2.sæti fara í umspil. „Mér lýst bara nokkuð vel á þetta. Að sjálfsögðu hefði maður alltaf geta óskað sér betri riðils en mér finnst þetta ekkert svartnætti. Maður varð strax var við neikvæðnisraddir en ég er ekki alveg jafn neikvæður. Ef ég horfi á liðin sem við erum að fara mæta. Tökum fyrst efsta styrkleikaflokkinn fyrir þar sem að við mætum annað hvort Frökkum eða Króötum þá finnst mér líklegt að við séum að fara fá Frakkana í okkar riðil. Staðan hjá þeim hefur verið betri. Í Úkraínu erum við svo að fara mæta andstæðingi sem við könnumst nú við. Mættum þeim nú síðast í umspili á síðasta ári úti og vorum býsna nálægt því að slá þá út. Ég er miðlungs sáttur með þetta. Hef ekki miklar áhyggjur af Azerbaíjan en það verða vissulega mjög krefjandi leikir við Úkraínu og liðið úr efsta styrkleikaflokki. Ég sé möguleika.“ Klippa: Bjartsýnn á möguleika Íslands í undankeppni HM Ef horft sé á riðilinn með raunsæis gleraugum ætti baráttan um annað sætið að vera við Úkraínu. „Sem mér finnst alveg gerlegt. Úkraína er skrýtinn andstæðingur að mæta. Geta gert bestu landsliðum heims skráveifu en maður sér það þó einnig á úrslitum þeirra að þeir geta dottið niður og átt slæm úrslit á móti minni spámönnum sem við kannski erum í þessu tilfelli. Mér finnst íslenska liðið spennandi. Finnst við hafa lið sem getur strítt þessum stærri liðum ef við náum aðeins að þétta varnarleikinn því sóknarlega lítum við frábærlega út ef við höfum úr öllum okkar mönnum að velja. Það er spennandi mót fram undan. Fyrsta HM sem að ég féll fyrir var árið 1994 í Bandaríkjunum. Ég er fæddur árið 1985 og það vekur upp frábærar minningar að hugsa til þess að Ísland gæti mögulega verið með lið á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu og verð fyrsti maður til að kaupa mér miða á leiki Íslands á HM ef við förum þangað. Ég vona að við förum áfram úr þessum riðli.“ Ísland hefur leik í riðlakeppninni í september á næsta ári og henni lýkur í nóvember, eins konar hraðmót. Óvíst er á þessari stundu hver muni stýra liðinu í undankeppninni. Leit að landsliðsþjálfara stendur yfir. Sá mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. „Mómentum, meiðsli, hvaða þjálfara erum við að fara fá í brúna og hvaða tíma hefur hann til að undirbúa sig. Nú liggur dálítið á. Nú þurfum við að fara fá inn þjálfara. Fá inn verkefni og hann þarf að fá tíma. Öll smáatriði skipta máli í þessum heimi. Sérstaklega þegar að þú ert kominn inn í þennan landsliðsheim. Nú ærið verkefni framu og mjög spennandi að sjá hvað KSÍ ætlar að gera með þjálfarann.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira