Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 16:39 Inga, Kristrún og Þorgerður ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu. Vísir/Einar Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Þetta kom fram í máli þeirra þegar þær ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu í dag. Þar sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að viðræðum miðaði vel. Inga Sæland sagði slúður um ráðherra utanþings stórlega ýkt. „Við erum búin að fá skil frá öllum vinnuhópunum sem hafa verið í vinnu upp á síðkastið. Þetta er bara mjög góð vinna sem við erum að fara að leggjast yfir um helgina. Við stefnum að því strax eftir helgi að hefja skrif á stjórnarsáttmála. Við erum að ganga frá nokkrum efnum, búnar að fá þessa vinnu frá hópunum en erum vongóðar um framhaldið,“ sagði Kristrún. Ekki rætt hver fær hvaða stól Þær voru spurðar hver væru stærstu ágreiningsmálin, en Inga svaraði því til að þær væru ekki í neinum ágreiningi. „Er það nokkuð?“ spurði Inga þær Kristrúnu og Þorgerði. „Eins og þið sjáið þá ljómum við bara eins og sólin og hér gengur bara allt rosalega vel.“ Þá sögðu þær þrjár að ekki hefði komið til umræðu að fá utanþingsráðherra að borðinu, líkt og fjallað hefur verið um að kunni að verða niðurstaðan. Björn Ingi Hrafnsson, oft kenndur við Viljann, sagði meðal annars á X á þriðjudag að dr. Guðrún Johnsen hagfræðingur hefði verið tilnefnd sem utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Andrés Jónsson almannatengill sagði að samkvæmt hans heimildum kæmu allt að þrír utanþingsráðherrar til greina. „Ein sviðsmyndin er sú að Kristrún Frostadóttir verði forsætisráðherra, Þorgerður Katrín utanríkisráðherra, Inga Sæland félagsmálaráðherra og Daði Már Kristófersson verði fjármálaráðherra,“ sagði Andrés sem heldur úti pólitísku hlaðvarpi líkt og Björn Ingi. „Ég verð að segja að til dæmis er ég bendluð við eitthvað fólk sem ég hef aldrei hitt og aldrei talað við í lífi mínu. Ég veit ekki á hvaða vegferð Björn Ingi Hrafnsson er en hann er greinilega eitthvað viltur á aðventunni,“ sagði Inga. „Við erum búnar að vera í málefnavinnu,“ bætti Kristrún við. Rætt hafi verið um fækkun ráðuneyta og samsetningu þeirra, en engin endanleg mynd væri komin á mönnun þeirra. Aðalmálið væri að klára málefnavinnuna. „Allt annað hefur verið stórlega ýkt svo ekki sé meira sagt,“ sagði Inga. Enn mikil vinna eftir Þorgerður sagði rétt að taka fram að málefnahópar flokkanna hefðu skilað sinni vinnu, en þó ætti enn eftir að fara yfir hana. „Við eigum eftir að leggjast yfir það og samtalið er ekki búið. Við stefnum að því að fara að skrifa stjórnarsáttmála núna strax eftir helgi. Við ætlum að funda um helgina til þess að vonandi klára það sem eftir stendur. Það er eitt og annað, stór sem lítil mál, en það eru ekkert mörg eftir,“ sagði Þorgerður, sem vildi þó ekki gefa upp hvaða mál væri um að ræða. Formennirnir voru þá spurðir hvers vegna ákveðin leynd virtist ríkja yfir mönnun starfshópanna, og hvort hún gæti gefið vísbendingu um skipan ráðuneyta. „Ég myndi ekkert lesa í það. Við erum allar með stóra þingflokka, við erum með ráðgjafa, við erum með grasrót. Við erum með fullt af fólki sem hefur komið að vinnu flokkanna og fólk getur haft ýmislegt til málanna að leggja, óháð því hvort það verði ráðherra eða ekki,“ sagði Kristrún. Þorgerður ítrekaði þá að samkomulag hefði náðst um að fækka ráðuneytum, en engar ákvarðanir hefðu verið teknar um úthlutun ráðuneyta, hvorki til fólks né flokka. „Peppa okkur áfram til góðra verka“ Þorgerður sagði þá lykilatriði að út upp úr viðræðunum myndi spretta samhent ríkisstjórn sem gengi í verkin. „Miðað við samtölin eins og þau eru núna verður nákvæmlega þannig ríkisstjórn búin til á næstunni,“ sagði Þorgerður. Inga Sæland greip það á lofti og boðaði risafrétt: „Þetta verður verkstjórn. Við munum láta verkin tala. Þetta er ekki nein setustjórn sem við erum að mynda hér. Þannig að þið eigið bara að peppa okkur áfram, hætta að spá í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu. Peppa okkur áfram til góðra verka, vegna þess að við ætlum að standa okkur. Til þess erum við að þessu,“ sagði Inga. Ekki tímabært að upplýsa um einstök mál Kristrún sagði ekki tímabært að ræða um ákveðin mál á borð við Evrópusambandið. „Við tökum þessu alvarlega en síðan mun það koma í ljós þegar stjórnarsáttmáli verður birtur, hvernig hlutirnir líta út. Eins og staðan er núna stefnum við að því að hefja skrif á slíkum sáttmála eftir helgi. Það bendir nú til þess að við séum komin áfram með ákveðin mál, en það þýðir ekki að við séum búin að landa öllu. Þetta er bara ákveðin vinna,“ sagði Kristrún. Þorgerður sagði þá samtöl síðustu daga ýttu undir bjartsýni hennar um að flokkarnir næðu saman um sáttmála. Hún þekkti þó af fyrri reynslu að það væri tímafrekt ferli og að hvert orð skipti máli. „Allt það er eftir, en stóra myndin er að verða skýrari.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Við erum búin að fá skil frá öllum vinnuhópunum sem hafa verið í vinnu upp á síðkastið. Þetta er bara mjög góð vinna sem við erum að fara að leggjast yfir um helgina. Við stefnum að því strax eftir helgi að hefja skrif á stjórnarsáttmála. Við erum að ganga frá nokkrum efnum, búnar að fá þessa vinnu frá hópunum en erum vongóðar um framhaldið,“ sagði Kristrún. Ekki rætt hver fær hvaða stól Þær voru spurðar hver væru stærstu ágreiningsmálin, en Inga svaraði því til að þær væru ekki í neinum ágreiningi. „Er það nokkuð?“ spurði Inga þær Kristrúnu og Þorgerði. „Eins og þið sjáið þá ljómum við bara eins og sólin og hér gengur bara allt rosalega vel.“ Þá sögðu þær þrjár að ekki hefði komið til umræðu að fá utanþingsráðherra að borðinu, líkt og fjallað hefur verið um að kunni að verða niðurstaðan. Björn Ingi Hrafnsson, oft kenndur við Viljann, sagði meðal annars á X á þriðjudag að dr. Guðrún Johnsen hagfræðingur hefði verið tilnefnd sem utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Andrés Jónsson almannatengill sagði að samkvæmt hans heimildum kæmu allt að þrír utanþingsráðherrar til greina. „Ein sviðsmyndin er sú að Kristrún Frostadóttir verði forsætisráðherra, Þorgerður Katrín utanríkisráðherra, Inga Sæland félagsmálaráðherra og Daði Már Kristófersson verði fjármálaráðherra,“ sagði Andrés sem heldur úti pólitísku hlaðvarpi líkt og Björn Ingi. „Ég verð að segja að til dæmis er ég bendluð við eitthvað fólk sem ég hef aldrei hitt og aldrei talað við í lífi mínu. Ég veit ekki á hvaða vegferð Björn Ingi Hrafnsson er en hann er greinilega eitthvað viltur á aðventunni,“ sagði Inga. „Við erum búnar að vera í málefnavinnu,“ bætti Kristrún við. Rætt hafi verið um fækkun ráðuneyta og samsetningu þeirra, en engin endanleg mynd væri komin á mönnun þeirra. Aðalmálið væri að klára málefnavinnuna. „Allt annað hefur verið stórlega ýkt svo ekki sé meira sagt,“ sagði Inga. Enn mikil vinna eftir Þorgerður sagði rétt að taka fram að málefnahópar flokkanna hefðu skilað sinni vinnu, en þó ætti enn eftir að fara yfir hana. „Við eigum eftir að leggjast yfir það og samtalið er ekki búið. Við stefnum að því að fara að skrifa stjórnarsáttmála núna strax eftir helgi. Við ætlum að funda um helgina til þess að vonandi klára það sem eftir stendur. Það er eitt og annað, stór sem lítil mál, en það eru ekkert mörg eftir,“ sagði Þorgerður, sem vildi þó ekki gefa upp hvaða mál væri um að ræða. Formennirnir voru þá spurðir hvers vegna ákveðin leynd virtist ríkja yfir mönnun starfshópanna, og hvort hún gæti gefið vísbendingu um skipan ráðuneyta. „Ég myndi ekkert lesa í það. Við erum allar með stóra þingflokka, við erum með ráðgjafa, við erum með grasrót. Við erum með fullt af fólki sem hefur komið að vinnu flokkanna og fólk getur haft ýmislegt til málanna að leggja, óháð því hvort það verði ráðherra eða ekki,“ sagði Kristrún. Þorgerður ítrekaði þá að samkomulag hefði náðst um að fækka ráðuneytum, en engar ákvarðanir hefðu verið teknar um úthlutun ráðuneyta, hvorki til fólks né flokka. „Peppa okkur áfram til góðra verka“ Þorgerður sagði þá lykilatriði að út upp úr viðræðunum myndi spretta samhent ríkisstjórn sem gengi í verkin. „Miðað við samtölin eins og þau eru núna verður nákvæmlega þannig ríkisstjórn búin til á næstunni,“ sagði Þorgerður. Inga Sæland greip það á lofti og boðaði risafrétt: „Þetta verður verkstjórn. Við munum láta verkin tala. Þetta er ekki nein setustjórn sem við erum að mynda hér. Þannig að þið eigið bara að peppa okkur áfram, hætta að spá í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu. Peppa okkur áfram til góðra verka, vegna þess að við ætlum að standa okkur. Til þess erum við að þessu,“ sagði Inga. Ekki tímabært að upplýsa um einstök mál Kristrún sagði ekki tímabært að ræða um ákveðin mál á borð við Evrópusambandið. „Við tökum þessu alvarlega en síðan mun það koma í ljós þegar stjórnarsáttmáli verður birtur, hvernig hlutirnir líta út. Eins og staðan er núna stefnum við að því að hefja skrif á slíkum sáttmála eftir helgi. Það bendir nú til þess að við séum komin áfram með ákveðin mál, en það þýðir ekki að við séum búin að landa öllu. Þetta er bara ákveðin vinna,“ sagði Kristrún. Þorgerður sagði þá samtöl síðustu daga ýttu undir bjartsýni hennar um að flokkarnir næðu saman um sáttmála. Hún þekkti þó af fyrri reynslu að það væri tímafrekt ferli og að hvert orð skipti máli. „Allt það er eftir, en stóra myndin er að verða skýrari.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira