Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 19:13 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir héldu blaðamannafund í dag um stjórnarmyndunarviðræður. vísir/einar „Ég myndi vísa þessu á Bjarna Benediktsson, hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð og félagar hans.“ Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins á blaðamannafundi í dag. Þar svaraði hún ummælum Bjarna Benediktssyni sem tjáði mbl.is í dag að hann teldi formennina búna að „pakka í vörn“. „Hún er búin að pakka í vörn með því að senda út skilaboð um það að staðan sé nú kannski miklu erfiðari og kannski sé þetta miklu flóknara og kannski þurfi mjög miklar málamiðlanir,“ er haft eftir Bjarna. Sigurður Ingi tók í svipaðan streng í samtali við fréttastofu í dag, þar sem hann sagði tölur um verri ríkisafkomu næstu ára hafa legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Auðvelt væri að framreikna þær tölur. „Ég tek hundrað prósent undir það hjá Ingu, þetta er afkoma sem við höfum ekki snert,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Þetta eru þeirra fjárlög, sem þau samþykktu með þessum hætti. Þetta er þeirra bú, sem þau eru að skilja við með þessum hætti. Við erum bara meðvituð um hvaða búi við erum að taka. Þannig spurningin ætti frekar að beinast að starfandi starfsstjórn og fyrri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna þau hafi ekki haldið betur utan um hlutina? Við erum einfaldlega að vitna í staðreyndir sem birtust á vefsíðu fjármálaráðuneytis. Þetta er ekki mat, ekki skoðun, þetta eru staðreyndir máls. Við, þessi hópur, kannski ólíkt fyrri ríkisstjórnum, tekur þessari stöðu alvarlega, en við erum samt jákvæðar á að það sé hægt að vinna vel úr því. Þess vegna erum við að leggja á okkur alla þessa vinnu, í staðinn fyrir að setja saman bara samsuðu af orðum, sem við getum ekki staðið við,“ sagði Kristrún ennfremur. Þær stefna á að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Nánar um það hér: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins á blaðamannafundi í dag. Þar svaraði hún ummælum Bjarna Benediktssyni sem tjáði mbl.is í dag að hann teldi formennina búna að „pakka í vörn“. „Hún er búin að pakka í vörn með því að senda út skilaboð um það að staðan sé nú kannski miklu erfiðari og kannski sé þetta miklu flóknara og kannski þurfi mjög miklar málamiðlanir,“ er haft eftir Bjarna. Sigurður Ingi tók í svipaðan streng í samtali við fréttastofu í dag, þar sem hann sagði tölur um verri ríkisafkomu næstu ára hafa legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Auðvelt væri að framreikna þær tölur. „Ég tek hundrað prósent undir það hjá Ingu, þetta er afkoma sem við höfum ekki snert,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Þetta eru þeirra fjárlög, sem þau samþykktu með þessum hætti. Þetta er þeirra bú, sem þau eru að skilja við með þessum hætti. Við erum bara meðvituð um hvaða búi við erum að taka. Þannig spurningin ætti frekar að beinast að starfandi starfsstjórn og fyrri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna þau hafi ekki haldið betur utan um hlutina? Við erum einfaldlega að vitna í staðreyndir sem birtust á vefsíðu fjármálaráðuneytis. Þetta er ekki mat, ekki skoðun, þetta eru staðreyndir máls. Við, þessi hópur, kannski ólíkt fyrri ríkisstjórnum, tekur þessari stöðu alvarlega, en við erum samt jákvæðar á að það sé hægt að vinna vel úr því. Þess vegna erum við að leggja á okkur alla þessa vinnu, í staðinn fyrir að setja saman bara samsuðu af orðum, sem við getum ekki staðið við,“ sagði Kristrún ennfremur. Þær stefna á að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Nánar um það hér:
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira