Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2024 09:02 Cristiano Ronaldo er ekkert að fara að hætta í landsliðinu nærri því strax ef marka má gamlan liðsfélaga hans. Getty/Octavio Passos Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður allra tíma í fótboltanum og hann er hvergi nærri hættur ef marka má fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu. Samkvæmt Nani þá er nokkuð öruggt að Cristiano Ronaldo spili á HM 2026 því hann sé þegar farinn að stefna á HM 2030. Ronaldo heldur upp á fertugsafmælið í febrúar næstkomandi. Hann verður 41 árs þegar næsta heimsmeistaramót fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026 en hann verður orðinn 45 ára þegar heimsmeistaramótið fer fram 2030. Heimsmeistaramótið 2030 fer einmitt fram í Portúgal en landið heldur mótið ásamt nágrönnum sínum Spáni og Marokkó. „Cristiano Ronaldo á HM 2030? Hann er að byrja á nýjum matarkúr svo hann verði tilbúinn,“ sagði Nani. Það er ekki aðeins möguleikinn á því að keppa á sjöunda heimsmeistaramótinu fyrstur allra karla eða að keppa á HM á heimavelli heldur gæti farið svo að í portúgalska liðinu verði einnig sonur hans. Cristiano Ronaldo yngri fæddist 17. júní 2010 og verður því nítján ára gamall þegar mótið fer fram eftir tæp sex ár. Ronaldo hefur þegar tekið þátt í fimm heimsmeistaramótum (2006, 2010, 2014, 2018, 2022) og skoraði á þeim 8 mörk í 22 leikjum. Hann er fjórði leikjahæsti leikmaður HM frá upphafi á eftir þeim Lionel Messi (26), Lothar Matthäus (25) og Miroslav Klose (24). Þetta er eflaust sagt meira í gamni en alvöru hjá Nani en menn hafa fyrir löngu lært það að vanmeta ekki Ronaldo. Kapppinn er búinn að skora 43 mörk í 51 leik á árinu fyrir félagslið og landslið. Sjö af þessum mörkum skoraði hann fyrir landsliðið en hann bætir heimsmetið yfir flest mörk með hverju marki. Ronaldo hefur alls skorað 135 mörk í 217 landsleikjum og samtals 916 opinber mörk á öllum fótboltaferlinum. View this post on Instagram A post shared by Pubity Sport (@pubitysport) HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Samkvæmt Nani þá er nokkuð öruggt að Cristiano Ronaldo spili á HM 2026 því hann sé þegar farinn að stefna á HM 2030. Ronaldo heldur upp á fertugsafmælið í febrúar næstkomandi. Hann verður 41 árs þegar næsta heimsmeistaramót fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026 en hann verður orðinn 45 ára þegar heimsmeistaramótið fer fram 2030. Heimsmeistaramótið 2030 fer einmitt fram í Portúgal en landið heldur mótið ásamt nágrönnum sínum Spáni og Marokkó. „Cristiano Ronaldo á HM 2030? Hann er að byrja á nýjum matarkúr svo hann verði tilbúinn,“ sagði Nani. Það er ekki aðeins möguleikinn á því að keppa á sjöunda heimsmeistaramótinu fyrstur allra karla eða að keppa á HM á heimavelli heldur gæti farið svo að í portúgalska liðinu verði einnig sonur hans. Cristiano Ronaldo yngri fæddist 17. júní 2010 og verður því nítján ára gamall þegar mótið fer fram eftir tæp sex ár. Ronaldo hefur þegar tekið þátt í fimm heimsmeistaramótum (2006, 2010, 2014, 2018, 2022) og skoraði á þeim 8 mörk í 22 leikjum. Hann er fjórði leikjahæsti leikmaður HM frá upphafi á eftir þeim Lionel Messi (26), Lothar Matthäus (25) og Miroslav Klose (24). Þetta er eflaust sagt meira í gamni en alvöru hjá Nani en menn hafa fyrir löngu lært það að vanmeta ekki Ronaldo. Kapppinn er búinn að skora 43 mörk í 51 leik á árinu fyrir félagslið og landslið. Sjö af þessum mörkum skoraði hann fyrir landsliðið en hann bætir heimsmetið yfir flest mörk með hverju marki. Ronaldo hefur alls skorað 135 mörk í 217 landsleikjum og samtals 916 opinber mörk á öllum fótboltaferlinum. View this post on Instagram A post shared by Pubity Sport (@pubitysport)
HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira