Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2024 07:43 Almenningur kallar eftir því að forsetinn verði handtekinn. Vísir/EPA Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. Forsætisráðherra landsins, Han Duck-soo, mun tímabundið taka við sem forseti. Samkvæmt frétt AP um málið hefur stjórnarskrárdómstóll landsins 180 daga til að ákveða hvort að honum verði vikið úr embætti eða ekki. Mikið uppnám hefur verið í samfélaginu frá því að Yoon setti fyrirvaralaust herlög á landið þann 3. desember. Tugir þúsunda hafa mótmælt á götum Seúl síðustu daga, og í morgun, og þegar ljóst var að forsetinn yrði kærður brutust út mikil fagnaðarlæti. Vika er síðan atkvæðagreiðsla um landráð var afgreidd á þinginu í fyrsta sinn en þá kom meirihluti stjórnarþingmanna sér hjá því að greiða atkvæði. Opinberum mótmælum gegn Yoon hefur fjölgað síðan þá og vinsældir hans hrakað. Í frétt AP segir að tugir þúsunda mótmæli nú þrátt fyrir mikinn kulda í Seúl og hafi gert það síðustu tvær vikurnar. Þau kalla eftir því að honum verði vikið úr embætti og hann handtekinn. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa einnig komið saman í Seúl en þau eru ekki eins mörg. Tugir þúsunda mótmæla ákvörðun forsetans og segja hann hafa framið landráð.Vísir/EPA Herlögin voru aðeins í gildi í um sex klukkustundir en höfðu ekki verið sett á í um fjóra áratugi. Ákvörðun Yoon hefur haft víðtæk áhrif pólitískt og á efnahagslífið. Þingið greiddi atkvæði um að snúa ákvörðuninni við samdægurs þannig hann neyddist til að gera það. Yoon hefur verið sakaður um uppreisn og hafa bent á að samkvæmt lögum má forseti landsins aðeins setja á herlög á stríðstímum eða í svipuðu neyðarástandi. Í tillögunni sem tekin var fyrir á þinginu í dag kom fram að hann hafi „framkvæmd uppreisn sem trufli friðinn í Lýðveldinu Kóreu með því að setja á svið röð óeirða“. Fólk hefur mótmælt daglega síðustu tæpar tvær vikurnar.Vísir/EPA Þá er það einnig gagnrýnt að hann hafi notað lögreglu og her í aðgerðum sínum. Yoon hefur mótmælt ásökunum en á meðan hann er til rannsóknar má hann ekki yfirgefa landið. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tillagan var afgreidd á þinginu í Suður-Kóreu. Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Forsætisráðherra landsins, Han Duck-soo, mun tímabundið taka við sem forseti. Samkvæmt frétt AP um málið hefur stjórnarskrárdómstóll landsins 180 daga til að ákveða hvort að honum verði vikið úr embætti eða ekki. Mikið uppnám hefur verið í samfélaginu frá því að Yoon setti fyrirvaralaust herlög á landið þann 3. desember. Tugir þúsunda hafa mótmælt á götum Seúl síðustu daga, og í morgun, og þegar ljóst var að forsetinn yrði kærður brutust út mikil fagnaðarlæti. Vika er síðan atkvæðagreiðsla um landráð var afgreidd á þinginu í fyrsta sinn en þá kom meirihluti stjórnarþingmanna sér hjá því að greiða atkvæði. Opinberum mótmælum gegn Yoon hefur fjölgað síðan þá og vinsældir hans hrakað. Í frétt AP segir að tugir þúsunda mótmæli nú þrátt fyrir mikinn kulda í Seúl og hafi gert það síðustu tvær vikurnar. Þau kalla eftir því að honum verði vikið úr embætti og hann handtekinn. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa einnig komið saman í Seúl en þau eru ekki eins mörg. Tugir þúsunda mótmæla ákvörðun forsetans og segja hann hafa framið landráð.Vísir/EPA Herlögin voru aðeins í gildi í um sex klukkustundir en höfðu ekki verið sett á í um fjóra áratugi. Ákvörðun Yoon hefur haft víðtæk áhrif pólitískt og á efnahagslífið. Þingið greiddi atkvæði um að snúa ákvörðuninni við samdægurs þannig hann neyddist til að gera það. Yoon hefur verið sakaður um uppreisn og hafa bent á að samkvæmt lögum má forseti landsins aðeins setja á herlög á stríðstímum eða í svipuðu neyðarástandi. Í tillögunni sem tekin var fyrir á þinginu í dag kom fram að hann hafi „framkvæmd uppreisn sem trufli friðinn í Lýðveldinu Kóreu með því að setja á svið röð óeirða“. Fólk hefur mótmælt daglega síðustu tæpar tvær vikurnar.Vísir/EPA Þá er það einnig gagnrýnt að hann hafi notað lögreglu og her í aðgerðum sínum. Yoon hefur mótmælt ásökunum en á meðan hann er til rannsóknar má hann ekki yfirgefa landið. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tillagan var afgreidd á þinginu í Suður-Kóreu.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32
Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52