Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2024 08:47 Mangum segist sjá eftir því að hafa logið. Hún afplánar nú dóm fyrir manndráp. Skjáskot/Let‘s talk with Kat Crystal Mangum, dansarinn fyrrverandi sem sakaði þrjá Lacrosse leikmenn um nauðgun árið 2006, hefur nú viðurkennt að hún laug um nauðgunina. Mennirnir sem hún sakaði um nauðgun voru allir á þeim tíma Lacrosse leikmenn í Duke háskóla. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. „Ég laug með því að segja að þeir nauðguðu mér þegar þeir gerði það ekki, og það var rangt. Ég brást trausti margra annarra sem trúðu á mig,“ sagði Mangum í vefþættinum „Let‘s talk with Kat“ sem er stýrt af Katerena DePasquale. Viðtalið var tekið við Mangun í fangelsi í North Carolina þar sem hún afplánar nú dóm fyrir að myrða kærastann sinn með því að stinga hann. Það gerði hún árið 2013. „Ég bjó til sögu sem var ekki sönn því ég vildi fá viðurkenningu frá fólki en ekki Guði,“ er einnig haft eftir Mangun í viðtalinu en fjallað er um það á vef CNN. Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, fjallaði um viðurkenningu Mangum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt. Hann sagði hana hafa eyðilagt líf mannanna þriggja. Vonar þeir fyrirgefi henni Mennirnir þrír sem Mangun sakaði um nauðgun heita David Evans, Collin Finnerty, og Reade Seligmann. Kærurnar gegn þeim voru felldar niður um ári eftir að hún sakaði þá um nauðgun. Mangun segir í viðtalinu að hún vonist til þess að mennirnir muni fyrirgefa henni. Þeir hafi ekki verðskuldað þetta. Í frétt CNN segir að íþróttadeild Duke hafi ekki viljað segja neitt um málið í umfjöllun dagblaðs háskólans. Þá hafi háskólinn sjálfur, forseti hans og þjálfari liðsins á þeim tíma sem ásökunin kom fram ekki viljað svara neinu um málið. Mennirnir sjálfir hafa ekkert sagt um viðurkenningu hennar heldur. Mennirnir þrír voru handteknir eftir að Mangun sakaði þá um að hafa nauðgað sér í partýi. Ásakanir hennar vöktu mikla athygli og höfðu þær afleiðingar að liðið keppti ekki það ár og þjálfari liðsins missti vinnuna. Þá var saksóknari málsins einnig sakfelldur fyrir að vanvirða dóminn og missti réttindi sín til að starfa sem lögmaður. Í frétt CNN segir að ríkissaksóknarinn á þessum tíma, Roy Cooper, sem nú er ríkisstjóri í North Carolina, hafi fellt niður ákærurnar gegn mönnunum þremur árið 2007. Við sama tilefni sagði hann að mennirnir hefðu aldrei átt að vera ákærðir. Þá kemur einnig fram í frétt CNN að Duke háskóli hafi á þeim tíma komist að samkomulagi við mennina stuttu eftir að kæra var felld niður. Þá komust mennirnir einnig að samkomulagi við Durham borg árið 2014. Sem hluti af samkomulagi í tengslum við það greiddi borgin um 50 þúsund Bandaríkjasali til nefndar sem rannsakar sakleysi í dómsmálum. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
„Ég laug með því að segja að þeir nauðguðu mér þegar þeir gerði það ekki, og það var rangt. Ég brást trausti margra annarra sem trúðu á mig,“ sagði Mangum í vefþættinum „Let‘s talk with Kat“ sem er stýrt af Katerena DePasquale. Viðtalið var tekið við Mangun í fangelsi í North Carolina þar sem hún afplánar nú dóm fyrir að myrða kærastann sinn með því að stinga hann. Það gerði hún árið 2013. „Ég bjó til sögu sem var ekki sönn því ég vildi fá viðurkenningu frá fólki en ekki Guði,“ er einnig haft eftir Mangun í viðtalinu en fjallað er um það á vef CNN. Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, fjallaði um viðurkenningu Mangum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt. Hann sagði hana hafa eyðilagt líf mannanna þriggja. Vonar þeir fyrirgefi henni Mennirnir þrír sem Mangun sakaði um nauðgun heita David Evans, Collin Finnerty, og Reade Seligmann. Kærurnar gegn þeim voru felldar niður um ári eftir að hún sakaði þá um nauðgun. Mangun segir í viðtalinu að hún vonist til þess að mennirnir muni fyrirgefa henni. Þeir hafi ekki verðskuldað þetta. Í frétt CNN segir að íþróttadeild Duke hafi ekki viljað segja neitt um málið í umfjöllun dagblaðs háskólans. Þá hafi háskólinn sjálfur, forseti hans og þjálfari liðsins á þeim tíma sem ásökunin kom fram ekki viljað svara neinu um málið. Mennirnir sjálfir hafa ekkert sagt um viðurkenningu hennar heldur. Mennirnir þrír voru handteknir eftir að Mangun sakaði þá um að hafa nauðgað sér í partýi. Ásakanir hennar vöktu mikla athygli og höfðu þær afleiðingar að liðið keppti ekki það ár og þjálfari liðsins missti vinnuna. Þá var saksóknari málsins einnig sakfelldur fyrir að vanvirða dóminn og missti réttindi sín til að starfa sem lögmaður. Í frétt CNN segir að ríkissaksóknarinn á þessum tíma, Roy Cooper, sem nú er ríkisstjóri í North Carolina, hafi fellt niður ákærurnar gegn mönnunum þremur árið 2007. Við sama tilefni sagði hann að mennirnir hefðu aldrei átt að vera ákærðir. Þá kemur einnig fram í frétt CNN að Duke háskóli hafi á þeim tíma komist að samkomulagi við mennina stuttu eftir að kæra var felld niður. Þá komust mennirnir einnig að samkomulagi við Durham borg árið 2014. Sem hluti af samkomulagi í tengslum við það greiddi borgin um 50 þúsund Bandaríkjasali til nefndar sem rannsakar sakleysi í dómsmálum.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira