Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 16:49 Rúnar stýrði sínum mönnum gegn stórliði Kiel í dag. Vísir/Getty Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum í danska og þýska handboltanum í dag. Guðmundur Guðmundsson og lið hans Fredericia stóð í ströngu í toppslag gegn Álaborg. Í Danmörku voru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia í eldlínunni en þeir mættu liði Álaborgar á útivelli. Fyrir leikinn var lið Fredericia í 3. sæti deildarinnar en Álaborg í 2. sæti og leikurinn gott tækifæri fyrir gestina að minnka muninn á toppliðin tvö en GOG og Álaborg voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leiki dagsins. Liðin skiptust á forystunni í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Álaborg leiddu 14-13 að honum loknum. Heimamenn héldu frumkvæðinu allt þar til um miðbik seinni hálfleiks en þá breytti lið Fredericia stöðunni úr 20-18 fyrir Álaborg yfir í 23-21 sér í vil. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Álaborg komst í 31-30 þegar rúm mínúta var eftir og lið Fredericia skaut í stöng í sinni síðustu sókn og tókst ekki að jafna metin. Heimamenn bættu við einu marki undir lokin og unnu að lokum 32-30 sigur. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Fredericia í dag en komst ekki á blað og þá var Arnór Viðarsson utan hóps. Guðmundur Guðmundsson er á sinni þriðju leiktíð með Fredericia.EPA/Claus Fisker Topplið GOG tók á móti Skanderborg en Kristján Örn Kristjánsson leikur með síðarnefnda liðinu. Kristján Örn skoraði eitt mark í 35-34 sigri heimaliðsins en GOG virtist ætla að vinna öruggan sigur eftir að hafa verið með 19-13 forystu í hálfleik. Gestirnir úr Skanderborg komu hins vegar til baka í síðari hálfleik og voru nálægt því að ná stigi á erfiðum útivelli. GOG og Álaborg eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar með 27 stig en Bjerringbro Silkeborg og Frederica eru með 21 stig í 3. - 4. sæti. Í Silkeborg tók heimalið Bjerringbro-Silkeborg á móti Holstebro en Arnór Atlason er þjálfari Holstebro. Skemmst er frá því að segja að heimamenn unnu öruggan sigur, lokatölur 36-27 og skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk fyrir heimamenn og komu þau bæði af vítalínunni. Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru báðir í liði Ribe Esbjerg sem tapaði 25-22 á heimavelli gegn Sönderjyske. Elvar skoraði tvö mörk í leiknum og þá átti Ágúst Elí fínan leik í markinu og varði tíu skot eða rúmlega 30% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Andri og Viggó atkvæðamiklir gegn Kiel Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson létu til sín taka þegar Leipzig, lið Rúnars Sigtryggssonar þjálfara, mætti Kiel í hörkuleik. Kiel var 18-15 yfir í hálfleik en heimamenn í Leipzig náðu svo smám saman að jafna metin, í 23-23, og komust svo yfir, 25-24, þegar þrettán mínútur voru eftir. Þá skelltu gestirnir frá Kiel í lás og skoruðu næstu sex mörk í röð, og tryggðu sér í raun sigurinn. Lokatölur 32-28 Kiel í vil. Andri og Viggó skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Leipzig en Lukas Binder var markahæstur með átta mörk. Hjá Kiel var Bence Imre markahæstur með átta mörk. Kiel er eftir sigurinn með 22 stig í 2.-4. sæti ásamt Füchse Berlín og Hannover sem eiga leik til góða. Leipzig er í 12. sæti með tólf stig eftir fimmtán leiki. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Sjá meira
Í Danmörku voru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia í eldlínunni en þeir mættu liði Álaborgar á útivelli. Fyrir leikinn var lið Fredericia í 3. sæti deildarinnar en Álaborg í 2. sæti og leikurinn gott tækifæri fyrir gestina að minnka muninn á toppliðin tvö en GOG og Álaborg voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leiki dagsins. Liðin skiptust á forystunni í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Álaborg leiddu 14-13 að honum loknum. Heimamenn héldu frumkvæðinu allt þar til um miðbik seinni hálfleiks en þá breytti lið Fredericia stöðunni úr 20-18 fyrir Álaborg yfir í 23-21 sér í vil. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Álaborg komst í 31-30 þegar rúm mínúta var eftir og lið Fredericia skaut í stöng í sinni síðustu sókn og tókst ekki að jafna metin. Heimamenn bættu við einu marki undir lokin og unnu að lokum 32-30 sigur. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Fredericia í dag en komst ekki á blað og þá var Arnór Viðarsson utan hóps. Guðmundur Guðmundsson er á sinni þriðju leiktíð með Fredericia.EPA/Claus Fisker Topplið GOG tók á móti Skanderborg en Kristján Örn Kristjánsson leikur með síðarnefnda liðinu. Kristján Örn skoraði eitt mark í 35-34 sigri heimaliðsins en GOG virtist ætla að vinna öruggan sigur eftir að hafa verið með 19-13 forystu í hálfleik. Gestirnir úr Skanderborg komu hins vegar til baka í síðari hálfleik og voru nálægt því að ná stigi á erfiðum útivelli. GOG og Álaborg eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar með 27 stig en Bjerringbro Silkeborg og Frederica eru með 21 stig í 3. - 4. sæti. Í Silkeborg tók heimalið Bjerringbro-Silkeborg á móti Holstebro en Arnór Atlason er þjálfari Holstebro. Skemmst er frá því að segja að heimamenn unnu öruggan sigur, lokatölur 36-27 og skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk fyrir heimamenn og komu þau bæði af vítalínunni. Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru báðir í liði Ribe Esbjerg sem tapaði 25-22 á heimavelli gegn Sönderjyske. Elvar skoraði tvö mörk í leiknum og þá átti Ágúst Elí fínan leik í markinu og varði tíu skot eða rúmlega 30% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Andri og Viggó atkvæðamiklir gegn Kiel Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson létu til sín taka þegar Leipzig, lið Rúnars Sigtryggssonar þjálfara, mætti Kiel í hörkuleik. Kiel var 18-15 yfir í hálfleik en heimamenn í Leipzig náðu svo smám saman að jafna metin, í 23-23, og komust svo yfir, 25-24, þegar þrettán mínútur voru eftir. Þá skelltu gestirnir frá Kiel í lás og skoruðu næstu sex mörk í röð, og tryggðu sér í raun sigurinn. Lokatölur 32-28 Kiel í vil. Andri og Viggó skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Leipzig en Lukas Binder var markahæstur með átta mörk. Hjá Kiel var Bence Imre markahæstur með átta mörk. Kiel er eftir sigurinn með 22 stig í 2.-4. sæti ásamt Füchse Berlín og Hannover sem eiga leik til góða. Leipzig er í 12. sæti með tólf stig eftir fimmtán leiki.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Sjá meira