Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2024 20:05 Halldór (t.v.) og Birgir Þór með Stafnes harðfisk, sem þeir hafa varla undan við að framleiða og pakka því vinsældir hans eru svo miklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vinir á besta aldri í Sandgerði, sem hafa meira og minna unnið við fiskvinnslu alla sína ævi rak í rogastans eftir að þeir byrjuðu að framleiða harðfisk hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda hafa félagarnir ekki undan við að framleiða fiskinn. Hér erum við að tala um vinina og samstarfsfélagana Halldór Ármannsson og Birgir Þór Guðmundsson hjá fyrirtækinu B.Júl, sem er með flotta aðstöðu við Sjávargötu 1 í Sandgerði fyrir fiskvinnslu og harðfiskverkun. Harðfiskurinn heitir Stafnes harðfiskur og er smáýsa, sem veiðist af línubátum út af Sandgerði og Stafnesi. „Hráefnið er lykilatriðið, að þú fáir gott hráefni og svo bara meðhöndlunin á fiskinum, að þú farir alltaf sama ferlið,“ segir Halldór Ármannsson, eigandi Stafnes harðfisks framleiðslunnar. Halldór segir að það sé ótrúlega mikil vinna í kringum harðfiskinn. „Já, já, þetta er svona föndur eins og við segjum eða svona dund. Þú þarft svolítið að átta þig á hvað þú ert með í höndunum, þetta er lifandi hráefni og það er ekkert sama hvernig meðferðina er á þessu og hvernig er farið með það,“ segir Halldór og bætir við. „Þú færð ekkert hollari vöru en harðfisk, hérna erum við bara með fisk, þurrefnið sem verður eftir og pínulítið salt, sem fiskinum er dýft í og það er náttúrulega mjög náttúrulegt þannig lagað, þannig að það er ekkert aukaefni eða neitt, sem er í þessu að öðru leyti.” Hér eru Halldór og Birgir Þór að valsa fiskinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og harðfiskur með vel af smjöri, er það ekki það besta? „Jú, jú, er það ekki Keto alveg út í eitt í dag, það er það besta, sem menn ættu að fá,” segir Halldór. Halldór segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart þegar félagarnir byrjuðu á harðfiskverkuninni hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda seljist hann eins og heitar lummur þrátt fyrir að mörgum þyki fiskurinn dýr. Harðfiskurinn er unnin úr smáýsu, sem veiðist út af Sandgerði og Stafnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Hér erum við að tala um vinina og samstarfsfélagana Halldór Ármannsson og Birgir Þór Guðmundsson hjá fyrirtækinu B.Júl, sem er með flotta aðstöðu við Sjávargötu 1 í Sandgerði fyrir fiskvinnslu og harðfiskverkun. Harðfiskurinn heitir Stafnes harðfiskur og er smáýsa, sem veiðist af línubátum út af Sandgerði og Stafnesi. „Hráefnið er lykilatriðið, að þú fáir gott hráefni og svo bara meðhöndlunin á fiskinum, að þú farir alltaf sama ferlið,“ segir Halldór Ármannsson, eigandi Stafnes harðfisks framleiðslunnar. Halldór segir að það sé ótrúlega mikil vinna í kringum harðfiskinn. „Já, já, þetta er svona föndur eins og við segjum eða svona dund. Þú þarft svolítið að átta þig á hvað þú ert með í höndunum, þetta er lifandi hráefni og það er ekkert sama hvernig meðferðina er á þessu og hvernig er farið með það,“ segir Halldór og bætir við. „Þú færð ekkert hollari vöru en harðfisk, hérna erum við bara með fisk, þurrefnið sem verður eftir og pínulítið salt, sem fiskinum er dýft í og það er náttúrulega mjög náttúrulegt þannig lagað, þannig að það er ekkert aukaefni eða neitt, sem er í þessu að öðru leyti.” Hér eru Halldór og Birgir Þór að valsa fiskinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og harðfiskur með vel af smjöri, er það ekki það besta? „Jú, jú, er það ekki Keto alveg út í eitt í dag, það er það besta, sem menn ættu að fá,” segir Halldór. Halldór segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart þegar félagarnir byrjuðu á harðfiskverkuninni hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda seljist hann eins og heitar lummur þrátt fyrir að mörgum þyki fiskurinn dýr. Harðfiskurinn er unnin úr smáýsu, sem veiðist út af Sandgerði og Stafnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira