Í dagbókarfærslu lögreglu segir að maðurinn hafi ruðst inn í íbúð í umdæmi lögreglunnar á Vínlandsleið, sem heldur uppi lögum og reglu í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ. Málið sé nú í rannsókn.
Þá segir frá því að lögregla hafi verið kölluð til vegna innbrots í heimahús í umdæmi lögreglunnar á Hverfisgötu. Þar hafi munum verið stolið en þjófurinn fundist skömmu síðar og hann handtekinn.
Loks segir frá því að tilkynnt hafi verið um umferðaróhapp þar sem ökumaður hefði misst stjórn á bifreið sinni og endað á ljósastaur. Ekki sé talið að nokkrum hafi orðið meint af.