Erlent

Van­traust á hendur Scholz sam­þykkt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Olaf Scholz brosir á meðan atkvæðagreiðsa um vantraust fer fram í þýska þinginu. Robert Habeck efnahagsmála- og loftslagsaðgerðaráðherra brosir út í annað.
Olaf Scholz brosir á meðan atkvæðagreiðsa um vantraust fer fram í þýska þinginu. Robert Habeck efnahagsmála- og loftslagsaðgerðaráðherra brosir út í annað. Getty Images/Maja Hitij

Vantraust á hendur Olaf Scholz kanslara Þýskalands var samþykkt í þinginu í dag eins og búist var við. Allt er því til reiðu fyrir snemmbúnar þingkosningar þann 23. febrúar.

Scholz óskaði sjálfur eftir því að greidd yrðu atkvæði um vantraust sem er einfaldasta leiðin til að rjúfa þing og tryggja kosningar. Tveir mánuðir eru liðnir síðan þriggja flokka samsteypustjórn Scholz sprakk vegna ágreinings um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.

Vantraust var niðurstaðan sem Scholz vonaðist eftir enda gat hann ekki treyst á stuðning þingmanna úr stjórnarandstöðunni til að fá ný lög samþykkt.

Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna þriggja Sósíaldemókrata, Græningja og FDP höfðu þegar komist að samkomulagi um að halda kosningarnar þann 23. febrúar. Nú heufr Frank-Walter Seinmeier forseti 21 dag til að slíta þingi. Eftir það verður að halda kosningar innan sextíu daga lögum samkvæmt.


Tengdar fréttir

Lík­legasta kanslara­efnið heimsótti Kænugarð

Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi.

Scholz verður kanslara­efni Jafnaðar­manna

Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi.

Út­lit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir

Allt stefnir í að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, verði áfram kanslaraefni Sósíademókrataflokksins eftir að líklegasti arftaki hans lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir sæti hans. Scholz er óvinsælasti kanslari síðari tíma og hafa margir leiðtoga flokksins hvatt hann til þess að stíga til hliðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×