Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 10:37 Palestínumenn á flótta undan átökum á Gasaströndinni. AP/Abdel Kareem Hana Embættismenn í bæði Palestínu og Ísrael hafa gefið til kynna að eftir margra mánaða viðræður sé vopnahlé á Gasaströndinni í sjónmáli. Viðræður um vopnahlé og mögulega frelsun þeirra gísla sem Hamas-liðar halda enn hafa virst frosnar um mánaða skeið. Breska ríkisútvarpið hefur þó eftir palestínskum embættismanni að viðræðurnar væru komnar á lokametrana og er það í takt við fyrri ummæli Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sem sagði á dögunum að mögulegt samkomulag hefði aldrei verið líklegra. Umræddur embættismaður lýsti þriggja fasa áætlun um að óbreyttum borgurum og kvenkyns hermönnum yrði sleppt úr haldi á fyrstu 45 dögunum eftir að samkomulagið tekur gildi. Ísraelskir hermenn myndu samhliða því fara frá miðbæjum borga á Gasaströndinni, frá strandveginum og hörfa frá landamærum Gasa og Egyptalands. Annar fasinn fæli í sér frelsun allra gísla og almennt undanhald ísraelskra hermanna frá Gasa. Þriðji fasinn snerist svo um að binda alfarið enda á átökin. Talið er að 62 gíslar í haldi Hamas-liða séu enn á lífi og þar að auki séu þeir með um 34 lík. Hafa áhyggjur af Trump Times of Israel hefur eftir heimildarmönnum sínum að leiðtogar Hamas óttist að þegar Donald Trump tekur aftur völd í Washington DC, muni hann fjarlægja alla tálma úr vegi Ísraela og gera þeim kleift að hefja árásir að fullu á Gasaströndina. Trump tekur við völdum þann 20. janúar. Bandaríkjamenn og ráðamenn í Doha hafa reynt að miðla milli Hamas og Ísraela og Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden, sagði nýlega að vonast væri til þess að samkomulag næðist fyrir áramót. Fari svo myndi Trump þurfa að fylgja því eftir. TOI hefur eftir ísraelskum embættismanni að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, telji að hann muni hafa meira svigrúm til að herja frekar gegn Hamas með Trump í Hvíta húsinu í stað Bidens. Umfangsmiklar árásir Ísraela hafa valdið gífurlegum skemmdum á Gasa og miklu mannfalli.AP/Jehad Alshrafi Leiðtogar Hamas virðast sama sinnis og eru að reyna að fá í gegn tryggingar fyrir því að Ísraelar hefji ekki átök að nýju, eftir að fyrstu gíslunum verði sleppt. Netanjahú sagði á dögunum að ef endir verði bundinn á stríðið við Hamas, muni leiðtogar samtakanna byggja þau upp að nýju og ráðast aftur á Ísrael í framtíðinni. Það sé ekki eitthvað sem Ísraelar vilji ekki. Samningsstaða leiðtoga Hamas þykir hafa veikst töluvert og þá að miklu leyti vegna minni stuðnings sem þeir njóta frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran og vegna Trumps. Á sama tíma hafi þeir litlu að tapa og eru enn með fjölda gísla í haldi. 45 þúsund sagðir liggja í valnum Frá því Hamas-liðar og aðrir gerðu árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023 og Ísraelar brugðust við með umfangsmiklum árásum og innrás á Gasaströndina, áætla heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, að rúmlega 45 þúsund manns liggi í valnum. Þá hafa nánast allir af 2,3 milljónum íbúum Gasa þurft að flýja heimili sín og aðstæður á svæðinu þykja mjög slæmar. Margir eru sagðir standa frammi fyrir hungursneyð. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur þó eftir palestínskum embættismanni að viðræðurnar væru komnar á lokametrana og er það í takt við fyrri ummæli Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sem sagði á dögunum að mögulegt samkomulag hefði aldrei verið líklegra. Umræddur embættismaður lýsti þriggja fasa áætlun um að óbreyttum borgurum og kvenkyns hermönnum yrði sleppt úr haldi á fyrstu 45 dögunum eftir að samkomulagið tekur gildi. Ísraelskir hermenn myndu samhliða því fara frá miðbæjum borga á Gasaströndinni, frá strandveginum og hörfa frá landamærum Gasa og Egyptalands. Annar fasinn fæli í sér frelsun allra gísla og almennt undanhald ísraelskra hermanna frá Gasa. Þriðji fasinn snerist svo um að binda alfarið enda á átökin. Talið er að 62 gíslar í haldi Hamas-liða séu enn á lífi og þar að auki séu þeir með um 34 lík. Hafa áhyggjur af Trump Times of Israel hefur eftir heimildarmönnum sínum að leiðtogar Hamas óttist að þegar Donald Trump tekur aftur völd í Washington DC, muni hann fjarlægja alla tálma úr vegi Ísraela og gera þeim kleift að hefja árásir að fullu á Gasaströndina. Trump tekur við völdum þann 20. janúar. Bandaríkjamenn og ráðamenn í Doha hafa reynt að miðla milli Hamas og Ísraela og Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden, sagði nýlega að vonast væri til þess að samkomulag næðist fyrir áramót. Fari svo myndi Trump þurfa að fylgja því eftir. TOI hefur eftir ísraelskum embættismanni að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, telji að hann muni hafa meira svigrúm til að herja frekar gegn Hamas með Trump í Hvíta húsinu í stað Bidens. Umfangsmiklar árásir Ísraela hafa valdið gífurlegum skemmdum á Gasa og miklu mannfalli.AP/Jehad Alshrafi Leiðtogar Hamas virðast sama sinnis og eru að reyna að fá í gegn tryggingar fyrir því að Ísraelar hefji ekki átök að nýju, eftir að fyrstu gíslunum verði sleppt. Netanjahú sagði á dögunum að ef endir verði bundinn á stríðið við Hamas, muni leiðtogar samtakanna byggja þau upp að nýju og ráðast aftur á Ísrael í framtíðinni. Það sé ekki eitthvað sem Ísraelar vilji ekki. Samningsstaða leiðtoga Hamas þykir hafa veikst töluvert og þá að miklu leyti vegna minni stuðnings sem þeir njóta frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran og vegna Trumps. Á sama tíma hafi þeir litlu að tapa og eru enn með fjölda gísla í haldi. 45 þúsund sagðir liggja í valnum Frá því Hamas-liðar og aðrir gerðu árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023 og Ísraelar brugðust við með umfangsmiklum árásum og innrás á Gasaströndina, áætla heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, að rúmlega 45 þúsund manns liggi í valnum. Þá hafa nánast allir af 2,3 milljónum íbúum Gasa þurft að flýja heimili sín og aðstæður á svæðinu þykja mjög slæmar. Margir eru sagðir standa frammi fyrir hungursneyð.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira