Kolo Muani er úti í kuldanum hjá Luis Enrique, knattspyrnustjóra PSG, og félagið er tilbúið að selja hann.
Samkvæmt L'Equipe er United í hópi liða sem hafa áhuga á að fá franska landsliðsmanninn.
PSG keypti Kolo Muani frá Frankfurt fyrir síðasta tímabil. Hann hefur ekki náð sömu hæðum hjá franska liðinu og því þýska. Kolo Muani hefur leikið 54 leiki fyrir PSG og skorað ellefu mörk.
Kolo Muani hefur skorað átta mörk í 27 leikjum fyrir franska landsliðið.